Málfríður - 15.05.1991, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.05.1991, Blaðsíða 19
sömu fréttina í mismunandi blöðum, mikilvægi mynda o.s.frv. Námskeið- inu lauk svo með hringborðsumræð- um þátttakenda og kennara, þar sem gengið var út frá grein eftir Wilga RIVES um hin 10 boðorð í kennslu og námi tungumála. Námskeiðið þótti takast vel í alla staða og var mjög vel sótt enda var fyr- irgreiðslu endurmenntunarnefndar og skólameistara hinna fjölmörgu skóla svo fyrir að þakka. Þó má geta þess að sérstaklega bar á því að skólameistarar á höfuðborgarsvæð- inu gæfu kennurum ekki frí til þess að fara á þetta námskeið. Það er baga- legt en að vísu var námskeiðið ekki haldið á hefðbundnum tíma en fyrir því voru þær ástæður að kennarar námskeiðsins komu einnig til þess að kenna við frönskudeild H.í. Á nám- skeiðum sem þessu er einn aðalkost- urinn að kennarar hittast, skiptast á reynslu, aðferðum og upplýsingum að því ógleymdu að félagslegi þáttur- inn er mjög vel ræktur. Nú í lok janú- ar sl. komu Mme Michele Verdelhan og M Luis Gomez-Pescie aftur hingað til lands, boðað var til fundar til að ræða næsta námskeið. En fyrirhugað er námskeið í Montpellier frá 10.—27. júní nk. fyrir frönskukennara á öllum skólastigum. Efni þessa námskeiðs verður málfræðikennsla, lestur í tungumálanámi og jafnvel verður þátt- takendum boðið upp á einhverja æf- ingakennslu því samhliða. Það má geta þess að franska sendi- ráðið og þá sérstaklega franski menn- ingarfulltrúinn, M Philippe Girerd hafa verið mjög hjálpleg við að gera okkur kleift að taka þátt í þessu nám- skeiði, en franska ríkið greiðir uppi- hald og gistingu fyrir þátttakendur meðan á námskeiðinu stendur. Þess má geta að lokum að nám- skeiðið var mjög skemmtilegt og gagn- legt og við hlökkum öll til næsta námskeiðs. Petrina Rós Karlsdóttir ME Gerður Guðmundsdóttir: # VETTVANGSNAM Eitt af svokölluðum þróunarverk- efnum í framhaldsskólum er vett- vangsnám en þar er tvinnað saman námskeiðum og faglegum vinnufund- um. Að því standa Félagsvísindadeild Háskóla íslands og Endurmenntunar- nefnd Háskóla íslands. Drög að verkefni þessu voru lögð fyrir nokkr- um árum og þá ákveðið að byrja með erlend mál vegna þess að þar var fag- þekking talin góð. Undirbúningur hófst þó ekki af alvöru fyrr en síðastlið- inn vetur. Hugmyndin er sú að kennarar í er- lendum málum úr tveimur til þremur skólum samtímis sæki námskeið tvisvar til þrisvar sinnum yfir vetur- inn, einn til þrjá daga í senn. Nám- skeiðin verða haldin utan kennslu- tímabila í skólunum. Síðan vinna kennarar, hver í sínum skóla, að því að hagnýta sér það sem gert var á námskeiðunum. Fulltrúar úr hópi kennara halda starfinu gangandi yfir veturinn og eru þeir kallaðir oddvitar. Óskir um verkefni af þessu tagi hafa oft heyrst frá kennurum, því að þótt sumarnámskeið séu góð, sækja þau oft fáir kennarar úr hverjum skóla og síðan vantar eitthvert afl til að nýta hugmyndir sem þar fást. í vettvangsnámi er reynt að fella inn í kennsluefnið helstu hugmyndir sem fram hafa komið á síðustu tveimur áratugum. Þetta er því tækifæri til að endurskoða kennsluefni og leita leiða til að gera kennslu skilvirkari og markvissari. Til að vettvangsnám nái tilgangi sínum þurfa þrír fjórðu af kennurum í erlendum málum við skólann að vera með. Umbun til þeirra sem taka þátt í þessu hefur verið sem hér segir: — 1 kennslustund í afslátt af kennslu á viku í einn vetur, — einingar sem nýtast til launahækk- unar samkvæmt stigamati í kjarasamningum, — matur, þátttakendum að kostnaðar- lausu, meðan námskeið standa yfir. í vetur hefur þetta starf farið fram í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Einnig ætluðu kennarar við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi að vera með en féllu frá þeirri ákvörðun vegna bráðabirgðalaganna sem samþykkt voru sl. sumar. Á þessari stundu er ekki annað að sjá en að vettvangsnámið í Flensborg gangi ákaflega vel. Kostir og gallar verða þó ekki ljósir fyrr en í vor þegar því lýkur. Næsta vetur verður farið af stað með vettvangsnám í tveimur til þrem- ur skólum öðrum, bæði í Reykjavík og utan hennar. Ekki er ennþá alveg ljóst hvaða skólar það verða. í haustblaði Málfríðar verður hægt að greina nánar frá hvernig til hefur tekist. Þá verður hægt að tfunda reynslu Flensborgara og hvernig nýj- um þátttakendum líst á. Ef einhverjum finnst þetta spenn- andi verkefni og hefðu áhuga á því að vera með 1992—1993 eða seinna eða hafa áhuga á nánari upplýsingum þá er hægt að hafa samband við undirrit- aða, bréflega eða símleiðis. Gerður Guðmundsdóttir Félagsvísindadeild Háskóla íslands Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavik Sími 91-694578 19

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.