Málfríður - 15.11.1991, Side 4

Málfríður - 15.11.1991, Side 4
Gerður Guðmundsdóttir: VETTVANGSNÁM Vettvangsnám er heiti á þró- unarverkefni fyrir framhaldsskól- ann, sem er í boði fyrir tungu- málakennara og skólastjórnend- ur. Námið er að sjálfsögðu ólíkt fyrir þessa tvo hópa en báðir sækja þeir vinnufundi til að fá efnivið sem unnið er úr úti í skól- unum. Grunnhugmyndin er erlend. A ensku er þetta t.d. kallað „professional skills program“ eða „in-service trainings“. Hug- myndin að vettvangsnáminu var sett á blað í Félagsvísindadeild Háskóla íslands árið 1987 en komst ekki í framkvæmd fyrr en haustið 1989. Ymis verkefni hafa verið unnin í grunnskólum sam- kvæmt þessari grunnhugmynd eins og til dæmis starfsleikninám- ið sem margir kannast við. Að vettvangsnáminu standa Félagsvísindadeild og Endur- menntunarstofnun Háskóla ís- lands. Fjármagn kemur í gegnum menntamálaráðuneytið. Gerður Guðmundsdóttir hefur séð um námið fyrir tungumálakennarana og Eygló Eyjólfsdóttir um stjórn- endanámið. I síðasta tölublaði var því lof- að að lesendur fengju að vita meira um vettvangsnámið og fór Málfríður því á fund Gerðar. Að hvaða leyti er vettvangs- námið frábrugðið sumamám- skeiðunum sem kennuram hafa staðið til boða? Kennarar sækja sumarnám- skeið sem einstaklingar en ef tungumálakennarar við einhvern skóla vilja taka þátt í vettvangs- námi þá verða svo gott sem allir þeirra að vera með. Við vitum að misvel gengur að hagnýta þekk- ingu sem fengin er á sumarnám- skeiðum. Oft strandar úrvinnslan á því að kennarinn hefur engan til að vinna með. í vettvangsnáminu hafa allir sótt sama námskeiðið, eða vinnufundinn, og því vita allir hvað verið er að tala um þegar farið er að vinna úr hugmyndun- um. Hver er ástæðan fyrir því að þörf fyrir nám af þessu tagi skapast? Eg held að ástæðan sé fyrst og fremst hraðar breytingar. Kenn- arar finna að nemendahópurinn breytist, verður sundurleitari, erfiðara er að koma námsefni til skila, ekki er hægt að ganga að neinu sem vísu varðandi undir- búning nemenda og væntingar til skólans. Ef kennarinn getur ekki brugðist við þessu þá verður kennarastarfið óhemjulega erfitt. Þetta kallar á nýja þekkingu. Sam- vinna virðist eiga vel við í slíkum tilvikum; þess vegna er lögð á- hersla á að hópurinn vinni sam- an. Hversu umfangsmikið er vett- vangsnámið? I upphafi var ákveðið að fara smátt af stað og leyfa hlutunum að mótast. Auðvitað réðu pen- ingamálin heilmiklu. Eftir á að hyggja er ég sannfærð um að það var mjög gott vegna þess að mað- ur rekur sig á svo margt þegar út í framkvæmdina er komið. Ef mik- ið er lagt undir í fyrstu getur orð- ið mjög erfitt að snfða af agnúa, sem ég held að hljóti alltaf að koma í ljós. I fyrstu lotu var kenn- urum í erlendum málum úr tveim skólum boðið að vera með: Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og Flensborgarskóla í Hafn- arfirði. Starfið fór hins vegar aðeins fram í Flensborgarskóla vegna þess að kennarar vð Fjöl- brautaskóla Vesturlands hættu við þátttöku þegar bráðabirgða- lögin voru sett á kjarasamninga sumarið 1990. Hvemig fer vettvangsnám fram í reynd? I fyrsta skipti sóttu fulltrúar kennara vinnufundi og síðan miðluðu þeir þekkingu áfram til samkennara sinna. Fulltrúar kennaranna úr báðum skólunum sóttu nokkrum sinnum vinnufundina í Reykjavík á vor- önn 1990 en sfðan fór allt annað fram í Flensborgarskóla. Einn af kostunum við vettvangsnámið er að úrvinnslan er fyrst og fremst mál kennaranna sjálfra og fer fram á vinnustað. Þeir ráða hvort þeir halda fundi vikulega eða hálfsmánaðarlega, hvort allir kennararnir eru saman eða hvort þeir skipta sér niður í smærri hópa. I haust hófst svo önnur lota. Þá fórum við öðruvísi að. Allir kennararnir sem verða í vett- vangsnámi í vetur sóttu sameig- inlegan 3ja daga vinnufund. Svo á aftur að halda vinnufund í janúar. Að öðru leyti vinna kennararnir úr hugmyndunum hver í sínum skóla. Þurfa kennarar að skila verk- efnum? Kennarar þurfa ekki að skila ritgerðum, skýrslum eða neinu slíku heldur koma þeir sér upp aðstöðu fyrir verkefnin sem þeir búa til og leggja fyrir nemendur, þeir koma sér upp e.k. verkefna- banka. Mér skila þeir stuttum fundargerðum. Einnig kem ég í heimsókn öðru hvoru. Það er lit- ið svo á að þegar búið sé að leggja til efniviðinn þá sé verkið fyrst og fremst kennaranna sjálfra. Er nýtt námsefni kynnt? Nýtt námsefni er ekki kynnt heldur er aðaláherslan lögð á að kynna aðferðir. Það er unnið með kennslufræði erlendra mála. Þess vegna geta kennarar úr öllum 4

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.