Málfríður - 15.11.1991, Síða 5

Málfríður - 15.11.1991, Síða 5
málum verið saman. Meginá- herslan er á færniþættina fjóra, hlustun, tal, lestur og ritun. Eg held að samstaða ríki meðal kennara um að sinna beri öllum þessum þáttum. í flestum kennslubókum eru æfingar í þessum fjórum þáttum, en æfing- arnar eru misgóðar og þess vegna er mikilvægt fyrir kennara að þekkja grunnatriðin. Þá geta þeir sjálfir betur metið hvers vegna æfingar ganga vel eða illa og breytt þeim ef með þarf. Kenn- arar fá dæmi um verkefni sem henta nemendum á öllum stigum, alveg frá einföldum byrjendaæf- ingum upp í æfingar fyrir nokkuð langt komna. Einnig er farið í þau grunnatriði sem hafa þarf í huga þegar verið er að búa til verkefni og leggja þau fyrir. Reynt er að hafa að leiðarljósi hagnýtt gildi og að fræðileg atriði séu sett fram á aðgengilegan og einfaldan hátt. I upphafi var sá tónn gefinn að vettvangsnámið ætti ekki að vera fræðilegt og þetta gerði auðvitað mjög miklar kröfur til þeirra sem undirbjuggu það í upphafi. Allir sem reynt hafa vita hversu erfitt getur verið að setja þekkingu fram á aðgengilegan hátt. Miklu auðveldara er að vera í sínum fílabeinsturni og treysta á að hin- ir dragi hagnýta lærdóma af fræð- unum. Það sem kennarar fá í hendur er e.k. uppskriftabók með fyrirmyndum og dæmum sem þeir síðan nýta sér hver í tengsl- um við sitt námsefni og kennslu- grein. Þú spurðir hvort nýtt námsefni væri kynnt. Auðvitað getur farið svo að einhverjir kennarar ákveði að skipta um námsefni vegna þess að þeir til- einka sér ný viðhorf til kennslu og kennsluefnis en það er ekki markmið í sjálfu sér með vett- vangsnáminu að kennarar skipti um námsefni. Hvaða aðferðir og hugmyndir eru kynntar? Fyrst og fremst er unnið með hugmyndir sem falla undir svo- kallað „Communicative App- roach“ en segja má að undir þeim hatti sé úrvinnsla úr fræði- legum hugmyndum sem fram hafa komið á síðustu 10-15 árum. Þetta felur ekki í sér neina sér- staka aðferð þó stundum sé þetta kallað tjáskiptaaðferð held- ur er þetta samsafn af aðferðum. Þó er mikið um para- og hóp- vinnu. Kennarar kannast við flest það sem þarna er notað en mörg- um finnst þekkingin götótt og hafa ekki náð góðum tökum á að vinna með þessar hugmyndir. Þess vegna er svo gott að geta rifjað upp og unnið með öðrum. Nú telja margir að „communicative“ merki að að- eins talmál sé þjálfað. Það er mikill misskilningur. í „Communicative Approach" er lögð áhersla á að alla fjóra þætt- ina, hlustun, tal, lestur og ritun. Þetta er fyrst og fremst spurning um að nálgast kennslu með breyttu hugarfari. Áherslan er á að nemendur fái námsefni sem þeir ráða við en reyni þó á virkni nemenda er lykilorð — og að verkefni eigi sér tilgang eða á- kveðin markmið og því er oftast líkt eftir raunverulegum viðfangs- efnum. Til þess að ná þessu fram þurfa vissir þættir að vera byggð- ir inn í æfingarnar. Því fer víðs fjarri að aðeins tal sé þjálfað. Skýringin á þessum misskilningi er líklega sú að tal- þjálfun er tiltölulega nýr þáttur í málakennslu, a.m.k. hér á landi. En nú finnst mörgum eftirsjá að eldri aðferðum, t.d. telja margir að þær hafi skilað betri árangri. Ég veit ekki hversu vel þær hafa reynst í raun og veru. Þegar svokallaðar „gamlar aðferðir“ eru skoðaðar þá sést fljótt að þær byggja á afskaplega takmark- aðri sýn um eðli tungumála og eðli náms. Nemendur fengu ekki neina kennslu á stórum og veiga- miklum sviðum. Hér á landi hafa menn haft tröllatrú á svokallaðri þýðingar- og málfræðiaðferð. I hugum fólks tengist hún traustri málfræðikunnáttu, getu til að þýða auðveldlega af einu máli yfir á annað, mikilli nákvæmni og festu. Þessa aðferð þarf ekki að kynna kennurum. Svo að segja allir þekkja hana af eigin reynslu. Mér er til efs að aðferðin hafi reynst eins vel og af er látið. Ég held miklu frekar að nemendurn- ir sem lærðu eftir þessari aðferð sér að gagni hafi verið nokkuð góðir, t.d. hafi þeir verið vel út- búnir til bóknáms frá náttúrunn- ar hendi eða haft góðan meðbyr. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta var aðferðin við að læra erlend mál. Það var ekkert verið að skoða aðrar hugmyndir. En núna vitum við margt sem ekki var vitað þá. Margir sem dásama þessa að- ferð vegna þess að þeir lærðu einhvern tímann eftir henni sitja uppi með málakunnáttu sem er varla nothæf en vilja einhverra hluta vegna alls ekki að sjá að aðrar aðferðir geti verið til. Eitt finnst mér líka skrýtið þeg- ar þessar aðferðir eru lofaðar. Aðeins er talað um þá sem fóru í menntaskólanám. Þeir fengu svo góðan „grunn“ til að byggja á Frá vinnufundinum á Selfossi í lok ágúst: Kennarar úr Fjölbrautaskóla Suður- lands, Menntaskólanum á Laugarvatni og Menntaskólanum v/Sund. Fróðlegt námsefni. 5

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.