Málfríður - 15.11.1991, Qupperneq 6

Málfríður - 15.11.1991, Qupperneq 6
seinna. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stúdentsprófið var und- anfari annars náms og þess að þetta var sú besta vitneskja sem menn höfðu um málanám. En hvað finnst fólki um þá sem fóru í annað og styttra framhaldsnám. Hvað með þá sem fóru í gegnum iðnskóla fyrir 20 til 30 árum? Var þeirra málanám líka ,,grunnur“ sem átti að byggja ofan á ein- hvern tímann seinna? Hvar og hvenær? Ég veit ekki betur en að iðnnám og annað nám sem fól í sér stutt bóknám hafi verið nokk- uð afmarkað og litið á það sem endanlegt en ekki sem undirbún- ing undir eitthvað annað. Hug- myndin um að alltaf eigi að vera hægt að byggja ofan á kemur ekki til fyrr en með fjölbrautaskólun- um. Af þessum viðhorfum til málanáms þá er ekki að sjá að nemendur í stuttu bóknámi hafi átt að fá nothæft málanám út úr sinni skólagöngu, heldur aðeins kynnast hluta af grunninum margfræga. Málfræði- og þýðingarnám get- ur verið skemmtilegt og gefandi viðfangsefni fyrir suma, en ef við ætlum að ná fram hagnýtri kunn- áttu í erlendum málum þá duga þessar aðferðir skammt. Til dæmis er oft talað um að nem- endur 'í framhaldsskólum séu ekki einu sinni sendibréfsfærir og það er sjálfsagt alveg hárrétt. En hefur þessum nemendum ein- hvern tímann verið kennt að skrifa sendibréf? Hvernig er hægt að ætlast til þess að nemendur verði sendibréfsfærir af því að kunna málfræðireglur? Engin ein- asta málfræðiregla segir manni hvernig á að setja saman bréf, hvað þá ritgerð. Það þarf meira að koma til heldur en bara kunn- átta í málfræðireglum. Ég nefni þetta sem dæmi vegna þess að ó- trúlegasta fólk virðist setja jafn- aðarmerki á milli kunnáttu í mál- fræðireglum og ritfærni, samanber mikil blaðaskrif nú ný- verið. Málfræðin er eitthvert töfratæki í hugum þessa fólks. Óánægja með árangur af skóla- starfi kemur upp á yfirborðið fyrst og fremst vegna þess að nemendur ráða ekki við raun- veruleg verkefni hvort sem það er í námi eða starfi. Ritgerðar- smíð er t.d. raunverulegt verk- efni í háskólanámi. Bréfaskriftir eru verkefni sem þarf að sinna í mörgum störfum. Slíkum verkefn- um hlýtur að þurfa að sinna í málakennslu. Hefðbundnir stílar eru hins vegar æfingar, fyrst og fremst í málfræði og orðaforða. Lítil kunnátta nemenda t.d. í rit- máli kemur ekki til vegna þess að við erum hætt að kenna málfræði og farin að kenna talmál eins og lesa má í útbreiddasta dagblaði landsins ár eftir ár. Ef talmál væri almennt kennt þá mundu full- menntaðir kennarar við fram- haldsskóla ekki biðja um að hlustun og tal væri tekið fyrir fyrst í vettvangsnáminu. Sú ósk er sett fram vegna þess að þar skortir á öryggi. Hvert sérð þú sem megin- markmiðið með vettvangsnám- inu? í mínum huga er meginmark- miðið það að fá kennurum tæki í hendur, það tæki að þekkja fleiri aðferðir en áður og þar með fleiri leiðir til að ná til nemenda. Einnig tel ég að móta þurfi mála- kennslu meira en nú er gert í tengslum við námsbrautir og lengd þeirra. Þótt mönnum líki það misvel þá er það staðreynd að flestir framhaldsskólar eru opnir næstum öllum nemendum, a.m.k. í orði. Ég hef þá trú að gera megi kennslu markvissari og skilvirkari. Auðvitað þýðir þetta ekki að allir nemendur verði allt í einu svo óskaplega námsfúsir og að allir komi út með toppein- kunn, en ég held að hægt sé að gera meira fyrir fleiri — skila fleiri nemendum með nothæfa málakunnáttu. Einnig er samvinna mjög mikil- vægur þáttur vegna þess að ef samvinnan er í góðu horfi þá geta kennarar mjög oft fundið leiðir til að takast á við starfið ef ekki gengur sem skyldi. Ég hef líka þá trú að sameiginleg við- fangsefni, að skoða einhvern þátt í nýju ljósi, sé ákaflega nauðsyn- legur hluti af starfi kennarans, en það er jafnframt mjög krefjandi. Meginmarkmiðið er aukin fag- mennska. Góð fagmennska getur brugðist við ólíkum aðstæðum, náð til ólíkra nemenda en hún getur líka sagt hingað og ekki lengra þegar stjórnmálamenn tapa áttum, en það er að verða fastur punktur í Iífi kennara... Hvað fá kennarar fyrir þetta? Kennarar fá eina kennslustund í afslátt á viku allan veturinn en þeir sem taka að sér að leiða starfið í skólunum, oddvitarnir, fá 2 stundir; einnig er þetta metið til eininga á sama hátt og sumar- námskeiðin. Þessi umbun verður að kallast táknræn frekar en að hún skipti einhverju máli fjár- hagslega fyrir kennara. Það er ljóst að vinnan við þetta er mun meiri en þessu nemur. Svo kem- ur auðvitað á móti að hluti af vinnu kennara er undirbúningur undir kennslustundir og þar und- ir fellur verkefnagerð. Er verið að gera svipaða hluti með tungumálakennurum er- lendis? Og góður matur. 6

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.