Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 10
auðveldi sjálfsnám en sé þó eng- in trygging fyrir því. Eurocentre Opnu gagnamiðstöðvarinnar í málaskólunum tveimur sem ég sagði frá í upphafi eru nokkuð ó- líkar og mismunandi aðferðir not- aðar. I Eurocentre er miðstöðin hluti af bókasafninu. Vinnuað- staðan er ágæt og þar vinna nem- endur mest undir handleiðslu kennara þótt stefnt sé að því að þeir öðlist aukið sjálfræði. Þar er meðal annars að finna mynd- bönd bæði til menntunar og skemmtunar, hljóðsnældur með sögum og tónlist og endurtekn- ingaræfingum í málfræði og fram- burði. Á bókasafninu, sem ekki er ýkja stórt í sniðum, er að finna dagblöð og tímarit, orðabækur, alfræðiorðabækur, uppsláttar- bækur og safn bóka um ákveðna málaflokka, sögur af mismunandi þyngdarstigum, málfræðibækur og efni tengt prófaundirbúningi. Hver bekkur hefur eina kennslu- stund í viku í miðstöðinni og hluti af vinnu nemenda fer þar fram undir stjórn kennara en einnig geta þeir unnið þar sjálf- stætt. I fyrsta tímanum eru gögnin og notkun hinna ýmsu miðla kynnt og nemendur fá í hendur verkefni sem þjálfa þá í að leita efnis við sitt hæfi. Kennararnir nota síðan þessa vikulegu tíma að vild. Sum- ir láta hvern einstakan nemanda æfa ákveðna þætti sem hann þarf að bæta, aðrir nota tímana til þess að láta nemendur afla upp- lýsinga um ákveðin efni sem þeir eiga að standa skil á í ræðu eða riti. Þessar vikulegu kennslu- stundir eiga að þjálfa nemendur í að nota aðstöðuna og leiða til þess að þeir fari að vinna sjálf- stætt og leita sér þekkingar upp á eigin spýtur. Þá geta þeir sjálfir fundið sér þær málfræðiæfingar, lesefni, hlustunarefni eða myndefni sem hugurinn girnist og þeir vilja vinna að þá stund- ina. I Eurocentre er talið æskilegt að í miðstöðinni sé ætíð kennari eða leiðbeinandi sem nemendur geta snúið sér til. International House I International House hafði miðstöðinni verið komið á fót vegna þrýstings frá kennurunum og hún hafði aðeins verið í notk- un í rúmt ár og var enn í þróun. Hún var í tveimur herbergjum fjarri bókasafninu. I öðru voru fimmtán tölvur og átta mynd- bandstæki og töluvert úrval hug- búnaðar og myndbanda. I hinu herberginu var gamalt málver og nokkurt úrval af hljóðsnældum á- samt bókum og verkefnum. Nem- endur gátu valið sér efni að vild en aðgangur þeirra var takmark- aður við 45 mínútur á viku. Auk þess var þeim gefinn kostur á að nota aðstöðuna meira gegn auka- gjaldi. I fleiri skólum sem ég heim- sótti, þar á meðal Ealing College, sá ég að málæfingarstofurnar eða málverin svokölluðu, sem eitt sinn voru í tísku, höfðu breytt um hlutverk og voru nú aðallega notuð til frjálsrar hlustunar á hvaða efni sem er en ekki til end- urtekningaræfinga eða ,,drills“ undir leiðsögn kennara eins og upphaflega var markmiðið með þeim. Þarna í International House var sem sagt dýr og glæsilegur tækjabúnaður og talsvert af á- hugaverðu námsefni í formi tölvuleikja og æfinga, mynd- banda og hljóðsnælda. Sannar- lega ekki amalegt fyrir nemendur að eiga aðgang að slíkum stað. Það greip mig forvitni og ég spurði forstöðumanninn hvað væri nú vinsælast meðal nem- enda í þessari miðstöð. Og hann svaraði að bragði: „Það er lang- vinsælast að hlusta á sögur. Nemendur gera mest af því að ná sér í bók og viðeigandi snældu og setjast niður í hljóðverinu og hlusta. Þeim finnst það skemmti- legast.“ Þetta svar forstöðumannsins kom mér skemmtilega á óvart því satt að segja hafði ég búist við því að hann segði að tölvuleikirn- ir eða myndböndin væru vin- sælust. I allri hrifningunni af nýja- bruminu og tækninni hættir manni til að vanmeta og gleyma því hvað það er skemmtilegt að hlusta á góða sögu í ró og næði. Trúlega hafa flestir ef ekki allir gaman af því, bæði börn og full- orðnir. í Ármúiaskólanum Og þá kviknaði hjá mér hug- mynd. Heima í Fjölbrautaskólan- um við Ármúla gætum við auð- veldlega og með litlum tilkostnaði sett upp á bókasafn- inu vísi að slíkri miðstöð með hlustunaraðstöðu og því hljóð- efni sem við höfðum eignast í ár- anna rás og safnaði nú ryki í geymslunni. Þetta var talsvert magn af snældum með enskum smásögum, skáldsögum, leikrit- um og ljóðum auk hefðbundinna texta- og æfingabóka. Þegar heim kom kynnti ég þessa hugmynd þeim sem málið snerti, skólameistara, bókaverði og enskukennurum skólans og hún fékk góðan hljómgrunn. Um 10

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.