Málfríður - 15.11.1991, Qupperneq 12

Málfríður - 15.11.1991, Qupperneq 12
FRAMTIÐ OG STAÐA DÖNSKUKENNSLU Á ÍSLAND 13. apríl s.l. gekkst Félag dönskukennara fyrir ráðstefnu um dönskukennslu. I tengslum við ráðstefnuna voru haldnir deildarstjóra- og fagstjórafundir 12. apríl. Ráðstefnan var haldin í Rúgbrauðsgerðinni og hana sóttu um 80 manns. Flutt voru sjö framsöguerindi og á eftir sátu fulltrúar frá menntamálaráðu- neytinu og Námsgagnastofnun fyrir svörum. Hér á eftir verður í stuttu máli gerð grein fyrir því helsta sem fram kom á ráðstefn- unni. Ráðstefnan hófst kl. 9 um morguninn með því að Michael Dal, formaður Félags dönsku- kennara setti ráðstefnuna og bauð gesti velkomna. Fyrsti frum- mælandinn var Ólöf Guðmunds- dóttir, kennari við Egilsstaða- skóla, sem ræddi um samstarf kennara úti á landi, sem oft væri erfitt vegna mikilla vegalengda. Fræðsluskrifstofur væru tengilið- ur kennara og ættu að boða til funda fagkennara af og til. Hún benti jafnframt á að engin tengsl væru milli kennara og yfirvalda núna þar sem staða námsstjóra í dönsku hefði verið lögð niður. Ólöf ræddi lítillega um það náms- efni, sem hún hefur notað, m.a. ýmis þemaverkefni um jólin, ást- ina og unglingana sem hún telur hafa gefist vel. Oft hafa þessi þemaverkefni verið unnin í sam- vinnu við kennara í öðrum grein- um. Ólöf lagði áherslu á að mikil- vægt væri að kennarar nálguðust viðfangsefni sitt með jákvæðu hugarfari, ekki síst vegna þess að töluverðrar neikvæðni gætti hjá nemendum gagnvart þessari námsgrein. Ólöf hvatti ráðstefnu- gesti til þess að kenna dönsku með bros á vör. Lovísa Kristjánsdóttir, kenn- ari við Menntaskólann við Hamrahlíð, reifaði tengsl grunn- skóla og framhaldsskóla. Hún benti á að engin tengsl væru milli dönskukennara á þessum skóla- stigum. Margir framhaldsskóla- kennarar héldu að nemendur lærðu ekki neitt í grunnskóla en gleymdu þvi hve margþætt starf fer þar fram. Lovísa lagði áherslu á að setja þyrfti skýr markmið um hvaða færni nemendur ættu að hafa náð í grunnskóla, of al- gengt væri að nemendur byrjuðu aftur á 0-punkti við upphaf náms í framhaldsskóla. Til þess að þetta megi ná fram að ganga þarf að koma til náið samstarf kenn- ara milli skólastiganna. Jafnframt varpaði hún fram þeirri hugmynd að námsefnisnefnd á vegum Fé- lags dönskukennara gæti stuðlað að slíku samstarfi. Bryndís Siguijónsdóttir, kennari við Réttarholtsskóla, og Anna Sigríður Amadóttir, kenn- ari við Menntaskólann í Kópa- vogi, ræddu um fornám og dönskukennslu. Bryndís gerði grein fyrir mismunandi orsökum þess að nemendur Ienda í for- námi, þær mætti ýmist rekja til námsgetu eða ytri aðstæðna. Hún fjallaði almennt um for- námsnemendur og hvernig þeim hefur vegnað eftir fornámið og nefndi í því sambandi könnun, sem gerð var á hópi fornámsnem- enda í Réttarholtsskóla. (Sjá Ný Menntamál 1. tbl. 9. árg. 1991). Anna Sigríður ræddi einnig um orsakir þess að nemendum er vísað í fornám og fræddi fundar- gesti í því sambandi um ýmis ein- kenni lesblindu sem er ein af á- stæðum skertrar námsgetu margra nemenda í fornámi. Hún gerði grein fyrir skipulagningu dönskukennslu í fornámshópum við Menntaskólann í Kópavogi. I upphafi námsins eru notaðir létt- ir aðgengilegir textar þar sem fæstir þessara nemenda hafi les- ið heila bók á íslensku. Önnu Sigríði hefur reynst vel að þýða heimavinnuna með þeim áður en þau undirbúa sig heima, því regla nr. 1 er að þau fari aldrei neim með heimavinnu sem ekki hefur verið undirbúin með þeim. Nemendur glósa sama kafl- ann heima, æfa sig í að þýða hann og Iesa á dönsku, og þýða síðan sama kafla fyrir kennarann í næsta tíma. Þannig fara þau a.m.k. þrisvar í gegnum sama textann, sama orðaforðann, fá þjálfun í að lesa og skrifa orðin, sem smám saman festast i minni. Með þessu er strax tekist á við ,,dyslexiu“ vandamálið, en sam- kvæmt áliti þeirra sérfræðinga sem rannsakað hafa og unnið með börn sem eiga við lesblindu að stríða, er slík endurtekning nauðsynleg. Þeir telja þetta hina réttu leið í tungumálakennslu. Sárlega vantar námsefni fyrir for- námið sérstaklega þunnar bækur með léttum textum að sögn Önnu Sigríðar. Auður Hauksdóttir, kennari við Flensborgarskóla, skýrði frá vettvangsnámi — nýjum leiðum í endurmenntun tungumálakenn- ara. í upphafi máls síns sagði Auður að hún hefði tekið þátt í vettvangsnámi tungumálakenn- ara á framhaldsskólastigi, sam- starfsverkefni menntamálaráðu- neytis, HÍ og HÍK. Um var að ræða nýjar leiðir í endurmenntun tungumálakennara, þar sem kennslan fer að hluta til fram á starfsvettvangi. Markmið nám- skeiðsins var að kynna nýjustu aðferðir í tungumálakennslu á framhaldsskólastigi. Tveir skólar voru valdir til þess að taka þátt í þessu verkefni þ.e. Flensborgar- skóli í Hafnarfirði og Fjölbrauta- 12

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.