Málfríður - 15.11.1991, Side 14

Málfríður - 15.11.1991, Side 14
HAUSTNÁMSKEIÐ FYRIR DðNSKUKENNAR Læreren til eleven: „Ku‘ du ikk1 tænke dig eventuelt at lukke vinduet lidt op?“ Hvað finnst þér um setningu sem þessa, lesandi góður? Slíkar setningar eru algengari en við gerum okkur grein fyrir eins og fram kom á námskeiðinu, sem haldið var í Norræna húsinu dagana 15.-17. ágúst. Þátttakend- ur voru 20 flestir af Stór- Reykjavíkursvæðinu en starfandi við hinar ýmsu menntastofnanir (jafnvel Vinnueftirlit ríkisins). Væntingar okkar við upphaf námskeiðsins voru að sjálfsögðu ólíkar. Sumir komu aðallega til þess að hitta aðra starfsbræður og -systur og til þess að forvitnast um hugmyndir þeirra varðandi komandi skólaár. Aðrir komu fyrst og fremst vegna áhuga þeirra á notkun myndbanda í tungumálakennslu en kynningin á efni námskeiðsins gaf von um slíkt. Enn aðrir væntu þess að hér væri á ferðinni umfjöllun um þjálf- un munnlegrar færni. Leiðbeinandi á námskeiðinu, sem haldið var á vegum Dönsku- kennarafélagsins og Endurmennt- unardeildar Háskólans, var John E. Andersen frá Kaupmannahafn- arháskóla. Hann er mörgum dönskukennurum að góðu kunnur frá námskeiði sem haldið var á Schæffergárden í fyrra. Yfirskrift námskeiðsins var „Samtalsgreining og málaðgerð- ir“. Greind voru samtöl af ýmsum toga, rauntextar og textar úr bók- menntum. Unnum við bæði með ritað mál og myndbönd. Fjallað var um efnið út frá ýms- um hugmyndum: Strax í upphafi gerðum við okk- ur ljóst, hve mál okkar byggist mikið á þeim hefðum er ríkja hverju sinni. Ein þessara hug- mynda fjallaði einmitt um þær kurteisisvenjur sem við búum við. Upphafssetning þessarar greinar er til dæmis einkennandi fyrir þá manngerð sem hefur tekið kurt- eisina óþarflega hátíðlega. Eitt viðfangsefnið var einmitt að setja okkur í spor fjögurra mismunandi kvenna, en rannsóknir hafa sýnt að konur hafa verið heftari en karlar af hefðbundnum kurteisis- venjum í málnotkun sinni. Sé öll- um kurteisisreglum sleppt yrði beiðnin til dæmis á þessa leið: ,,Luk vinduet op“. Hér fer ekki á milli mála til hvers er ætlast. Þetta eru dæmi um öfgarnar á sinn veginn hvor en konur hafa verið hvattar til þess að vera beinskeyttari í málnotkun. I sam- skiptum kennara og nemenda er mjög mikilvægt að boðin séu skýr, að nemendur viti til hvers er ætl- ast af þeim en að sjálfsögðu þarf kurteisin að vera með í ráðum. Setningin okkar gæti þá hljóðað þannig: „Luk venligst vinduet op“. Einn af léttari þáttum nám- skeiðsins var persónuleikapróf. Niðurstaða prófsins var skoðuð út frá nokkrum hugtökum sem kynnt höfðu verið. Gengið var út frá þeim öflum sem stjórna því sem við segjum, það er að segja barninu í okkur, foreldrinu og hin- um fullorðna. Kennslan var lifandi og þægi- leg. Skiptust þar á fyrirlestrar leið- beinanda og hagnýt vinna þátttak- enda, ýmist sem einstaklings-, para- eða hópvinna. Sem nemend- um voru okkur þannig gefin tæki- færi til þess að átta okkur betur á fræðilegu inntaki efnisins. Námskeiðinu lauk með því að sumir skemmtu öðrum og sjálfum sér með því að lifa sig fullkomlega inn í hlutverkaleik. Gyða Bentsdóttir, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Ingunn Anna Jónasdóttir, Brekkubæjarskóla Akranesi Magnús Guðnason, Fjölbrauta- skóla Vesturiands á Akranesi NORRÆNA HÚSIÐ menningarmiðstöð við Hringbraut Bókasafn: Norrænar bækur, tímarit, plötur, grafík. Opið mánudaga— laugardaga kl. 13—19. Sunnudaga kl. 14—17. Kaffistofa: Opin alla virka daga kl. 9—17, laugardaga kl. 9—19, sunnudaga kl. 12—19 Anddyri og sýningarsalir: Sýningar á norrænni list og list Opið kl. 14—19 í vetur verður kennurum og nemendum I dönsku, norsku og sænsku sérstaklega boðið að koma og kynnast starfsemi hússins og norrænni samvinnu Verið velkomin í Norræna hús 14

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.