Málfríður - 15.11.1991, Síða 16

Málfríður - 15.11.1991, Síða 16
I‘M GONNA SPEAK ENGLISH IFIT KILLS ME Námskeið enskukennara í höfuðborg Skotlands Dagana 10. til 21. júní síðastlið- inn var haldið námskeið fyrir enskukennara á grunn- og fram- haldsskólastigi í háskólanum í Edinborg, á vegum háskóladeild- arinnar í hagnýtum málvísindum, Institute for Applied Linguistics. Námskeiðið sótti 21 kennari af báðum skólastigum víðsvegar að af landinu. Flestir héldu utan þann 8. júní og strax í snyrtivöru- deild Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs heppna mátti sjá að þar fór duglegur og afkastamikill hópur! Kynni tókust fljótt með fólki og skapaðist góður andi sem vissu- lega skipti máli um hvernig til tókst. Það rigndi mikið í Skotlandi er við lentum og því miður átti það eftir að vera dæmigert fyrir dvöl- ina. Flestir kennaranna héldu til á heimavist sjómanna- og fjöl- brautaskóla nokkurs í útjaðri borgarinnar. Allur aðbúnaður var góður, en nokkuð þótti okkur langt niður í miðborgina þar sem háskólinn er til húsa. Námskeiðið hófst alla daga kl. 9 og stóð til kl. 4 með fáeinum undantekningum. Undirbúnings- fundur hafði verið haldinn með þátttakendum heima á Islandi þá um veturinn. Skipuleggjendur í Edinborg báðu um óskir okkar og hugmyndir varðandi efni og inn- tak. Þótt ýmsar hugmyndir kæmu fram, svo sem um notkun mynd- banda, kennslu blandaðra hópa o.fl., var almenn skoðun sú að best væri að taka sem flesta þætti fyrir. Raunin varð því sú að ekkert eitt viðfangsefni varð öðru fyrirferðarmeira. Reynt var að fjalla um alla helstu þætti ensku- kennslu fyrir útlendinga, það er færniþættina fjóra, hlustun, tal, lestur, ritun, svo og málfræði og orðaforða, auk bókmennta- kennslu, leikrænnar tjáningar, myndbanda- og tölvunotkunar, og hinar margbreytilegustu kennsluaðferðir voru kynntar. „The communicative approach", var sú aðferðafræði sem byggt var á, en hún felur sem kunnugt er í sér að litið er á tungumálið fyrst og fremst sem tjáskiptamið- il og áhersla lögð á það við kennsluna að nemandinn fái sem mesta þjálfun í að tjá sig í sam- skiptum við aðra nemendur. Þessar hugmyndir hafa átt miklu fylgi að fagna undanfarin ár, svo sumum hefur jafnvel þótt nóg um. En þótt þessi leið væri lögð til grundvallar héldu kennararnir í Edinborg henni alls ekki fram sem neinum stóra sannleik. Kennslan var í stórum dráttum byggð þannig upp að einn færni- þáttur var tekinn fyrir í senn. Fyrst vorum við kennararnir í hlutverki nemenda og fengum ýmis verkefni að glíma við, oftast í pörum eða hópum. Ávallt var byrjað á einhverju stuttu og á- hugaverðu verkefni sem upphit- un og til þess að ná athygli nem- enda. Að verkefnavinnu lokinni voru kostir og gallar kennsluað- ferðarinnar og verkefna ræddir fram og aftur út frá persónuleg- um jafnt sem aðferðafræðilegum forsendum. I lokin fengum við venjulega skrifaða samantekt á fræðilegri nálgun og ítarlega bókalista. Því næst var venjulega tekið fyrir ákveðið efni svo sem mynd- bandanotkun, orðaforðaþjálfun, innsýn í félagslega þætti málsins svo sem, mállýskur, málsnið (reg- ister) o.s.frv. Stundum gátum við valið milli sérsviða svo sem tölvunotkunar, bókmennta- kennslu og leikrænnar tjáningar. Einnig var okkur frjálst að nota bókasafn og tækjakost stofnunar- innar að vild til sjálfsnáms og kynningar. Þá er rétt að geta þess að gestgjafar okkar kynntu vel land sitt og þjóð og buðu til fyrirlestra og skemmtidagskrár um sögu Skota og bókmenntir. Of langt mál yrði að telja upp allt sem tekið var fyrir og verður því að nægja að segja frá því sem helst þótti markvert. Þá er og rétt að ítreka að þótt einn færni- þáttur væri tekinn fyrir í einu var jafnan bent á og rætt um mikil- vægi þess að flétta fleiri þætti saman og vinna frá einum þætti yfir í annan, eins og þegar ritæf- ing fylgir talæfingu, hlustunaræf- ingar og talæfingar fara gjarnan saman o.s.frv. Talæfingar: Talæfingar voru ýmist para- eða hópavinna og áttu sameigin- Iegt að felast í því að miðla upp- lýsingum (information gap) eða leysa einhvers konar vanda, og komast að niðurstöðu (con- sensus). Eitt af eftirminnilegum verkefnum úr þessum þætti fer þannig fram að sex nemendur eru teknir úr bekknum og settir á stóla í röð fyrir framan hina. Hver þeirra fær númer og eina mynd úr teiknimyndasögu. Hinir í bekknum fá myndasöguna með sex eyðum. Fólkið á stólunum lýsir sínum myndum og eiga hin- ir að geta upp á hvar hver mynd passar inn í og endurraða fólkinu á stólnum í samræmi við það. Bekkurinn getur beðið ,,stólafólkið“ að lýsa myndum 16

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.