Málfríður - 15.11.1991, Page 17

Málfríður - 15.11.1991, Page 17
sínum eins oft og það vill þar til það hefur komið sér saman um niðurstöðu. Þessi æfing hentar vel til að æfa orðfimi (fluency), en er einnig ágæt til að æfa sam- setta nútíð (she is sitting; she is walking; she is crying o.s.frv.). I framhaldi af þessari æfingu mætti síðan láta nemendur segja söguna alla, munnlega eða skrif- lega eftir atvikum, geta sér til um hvað hafi gerst á undan (prequel) eða hvað gæti komið á eftir (sequel) og æfa háttarmynd- andi hjálparsagnir (modals) í því sambandi. Myndaröðin sem not- uð er getur verið af ýmsum toga. Fyrir byrjendur er mikilvægt að myndirnar séu ekki flóknar, en fyrir þá sem langt eru komnir er sjálfsagt að svo sé, og oft getur svona æfingu verið stýrt til þess einmitt að æfa ákveðinn orða- forða. í umræðum að þessu verkefni loknu kom fram að þegar talæf- ingar eru valdar er stundum (alls ekki alltaf) rétt að segja nemend- um frá því hvers vegna ákveðin verkefni eru lögð fyrir (við könn- umst öll við hvað nemendur geta stundum verið tregir til að taka þátt í „einhverri vitleysu" sér- staklega þegar þeir eru á „erfiðum aldri“.) Oft er rétt að rifja upp eða kenna ákveðinn orðaforða og málfræðiatriði áður en verkefnið er lagt fyrir, og/eða leggja fyrir stutta upphitunaræf- ingu. Ein upphitunaræfing sem við gerðum var þannig að okkur var skipt upp í pör og pörunum í A og B. B lokaði augunum á með- an A fékk að sjá helminginn af einfaldri mynd (plakat með mynd af Snata og Bíbí úr „Smáfólkinu"). Eftir örstutta stund lokaði A aug- unum og B sá hinn helminginn af myndinni. Að lokum áttu A og B í sameiningu að lýsa því sem þeir sáu og teikna myndina og var út- koman hin kostulegasta. Þessa æfingu mætti líka útfæra betur og nota sem aðalverkefni og það með flóknari myndum. Annar þýðingarmikill þáttur sem rætt var um í sambandi við talæfingar voru leiðréttingar, það er spurningin um hvenær, hvað og hver eigi að leiðrétta villur í talmáli. Helstu niðurstöður voru þær að kennari leiðrétti alvarleg- ar villur, það er villur sem geta valdið misskilningi eða heft skiln- ing, einkum framburðarvillur, orð og málfræði með öllum bekknum sameiginlega að talæf- ingu lokinni þegar ástæða er til. Framburðarkennsla kom einnig til umfjöllunar og gerðum við nokkrar skemmtilegar æfing- ar til að æfa áherslur og hljóm- fall. Ein var þannig að við unnum í pörum og fengum örstutt sam- tal á blaði, til dæmis eins og það sem hér fer á eftir: A: Come in./B: Got it./A: But yes./ B: From him./A: Yes he had it. Síðan áttum við að búa til tvenns konar ólíkar aðstæður þar sem þetta samtal gæti komið til og leika það með viðeigandi áhersl- um. Hinir áttu síðan að geta sér til um hverjir væru að tala saman og hverjar aðstæðurnar væru. Þetta var mjög skemmtilegt verk- efni sem margir nemendur ættu að geta haft gaman af. Einnig fengum við að leika örstutt há- dramatískt „útvarpsleikrit“ með tilheyrandi leikhljóðum (sem við áttum sjálf að framleiða) og var það ekki síður fjörugt. Að lokum hvað snertir þennan þátt læt ég fylgja hér rapp-texta, „The Determination Rap“, en rapp er vel til fallið til að æfa á- herslur og hrynjandi. I’m gonna speak English if it kills me! (2x) I’ll exercise my jaw till it drops off on the floor I’m gonna speak English if it kills me! I’m gonna speak English if it kills me! (2x) I’ll talk and talk and keep talking even in my sleep! I’m gonna speak English if it kills me! I’m gonna speak English if it kills me! (2x) I’ll practise day and night till I know I’ve got it right I’m gonna speak English if it kills me! I’m gonna speak English if it kills me! (2x) I’ll learn to use the „schwa“ then I’ll be our class’s star! I’m gonna speak English if it kills me!! Hlustun Hlustunarefni var að sama skapi fjölbreytt. Til þess að ná at- hygli nemenda og láta þá bókstaf- lega sperra eyrun byrjaði kennar- inn á því að hvísla... Eitt af góðum hlustunarverk- efnum var svo kallað „jigsaw listening" sem fólst í því að fjórir nemendur saman í hóp hlustuðu á eina útgáfu af ferðaáætlunum nokkurra manna og fylltu út eins 17

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.