Málfríður - 15.11.1991, Page 19

Málfríður - 15.11.1991, Page 19
um, límt þau á spjöld og málað yfir öll nöfn sem kynnu að koma upp um hvaða stað er um að ræða. Spjöldin eru númeruð og þeim síðan hrúgað á borð eða gólf. Liðin útbúa sér lista með tíu númerum og leikurinn felst í því að vera sem fljótastur að lesa og draga ályktanir af þeim vísbend- ingum sem eru í textanum. Þessa æfingu má útfæra með ýmsu móti, allt eftir því á hvaða stigi nemendur eru. Löndin geta verið helstu nágrannalönd okkar eða borgir í þeim eða fjarlægar lönd og vísbendingar verið margar eða fáar. Auglýsingar er hægt að fá í erlendum tímaritum eða bæk- lingum frá ferðaskrifstofum. Önnur lestraræfing fólst í upp- hitunaræfingu með mynd og nokkrum orðum og var nemend- um ætlað að finna hvað væri sameiginlegt með mynd og orð- um. A þessu stigi komu fram ýmsar hugmyndir og mörg orð, sem reyndist ágætis undirbún- ingur fyrir það sem á eftir kom, en það var að hraðlesa fjóra stutta texta um skyld efni, og bera sig saman og spjalla um það við sessunautinn. Að lokum komu svo lengri og erfiðari textar sem kröfðust ítarlegs skilnings, á- lyktunarhæfni og skoðanamynd- unar. Las þá hver og einn f 3-4 manna hóp sinn texta vel og vandlega og tók nokkrar glósur. Lokastigið var síðan að segja hin- um í hópnum frá þvf sem lesið var, ræða kosti og galla þeirra þátta sem fjallað var um og velja á milli. (Efnið í þessu verkefni var góðgerðarstarfsemi og hjálpar- starf, og síðasta stigið í æfing- unni reynir mjög á færni nemand- ans). Ritun Á námskeiðinu var fjallað um ritunarþáttinn í tengslum við aðra þætti, en einnig sérstaklega. Nokkuð var fjallað um að kennar- ar þyrftu að gera sér grein fyrir í hverju ritun felst og hvaða til- gangi hún þjónar í kennslunni. Krafa um málfræðilega ná- kvæmni kann að hemja sköpun- argáfuna. Kennari þarf að geta séð nemendum fyrir fjölbreytileg- um ritunaræfingum og stuðlað að því að í þeim felist raunveruleg boðskipti (communicative) og þær séu unnar í lengra ferli (process), þar sem nemendum gefst kostur á að skila uppkasti og síðan endurvinna það. Hóp- vinna getur verið ágæt á fyrsta stigi ritunar til að fá fram við- brögð, hugmyndir og orðaforða. Ein athyglisverð ritæfing sem lögð var fyrir fólst í því að lesa nokkur lesendabréf sem skrifuð höfðu verið til dagblaðs og voru um ýmis dagleg umkvörtunar- mál. Síðan áttum við (í litlum hópum) að velja eitt bréf og skrifa eins konar svarbréf saman í hóp. Kosturinn við þessa aðferð er að nemendum finnst skrifin hafa ,,tilgang“ og að þeir séu að skrifa fyrir raunverulega lesend- ur. Með því að lesa bréfin fæst auk þess tilfinning fyrir réttu málsniði (register) og stíl slíkra bréfa. Það má geta þess að hóp- urinn sem ég var í reyndist of stór og við gátum illmögulega skrifað í sameiningu. Því varð úr að við skrifuðum hvert sitt bréf. Það er að sjálfsögðu opinn mögu- leiki, en ef halda á fast við hóprit- un, þarf að gæta þess að hafa hópana ekki of stóra. Ótalmargt fleira mætti fjalla um af þessu námskeiði en hér verður látið staðar numið að sinni. Þórey Einarsdóttir, MH. Með þökk fyrir viðskiptin Landsbankinn Suðurlandsbraut 1 8 19

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.