Málfríður - 15.11.1991, Side 24

Málfríður - 15.11.1991, Side 24
NOTIÐ TAKKANA Námskeið í notkun myndbanda við enskukennslu Dagana 28.-30. ágúst síðastlið- inn gekkst Félag enskukennara fyrir námskeiði um notkun mynd- banda í enskukennslu í samvinnu við endurmenntun Fláskóla Is- lands. Leiðbeinandi á námskeið- inu var hinn þekkti breski kenn- ari og námsbókahöfundur Marion Geddes, sem m.a. hefur samið námsefni þar sem efni á myndböndum er lagt til grund- vallar við kennsluna. Námskeið þetta var hið gagnlegasta og spannaði marga þætti tungumála- kennslunnar, auk þess að vekja þátttakendur til gagnrýninar um- hugsunar um það efni sem stöðugt flæðir inn á markaðinn. Myndbönd kunna að vera tísku- fyrirbæri í kennslu, en sé rétt og vel að málum staðið geta þau reynst öflugur miðill sem sannar- lega á framtíð fyrir sér. Kvaðst Marion Geddes vona að þátttak- endur námskeiðsins fyndu að þeir gætu nýtt sér myndbands- tæknina sem skemmtilegan og frjóan kennslumiðil sem vert væri að nota og að sem flestir myndu losna við „takka- hræðsluna". Flér á eftir verður stiklað á stóru um helstu atriði sem fram komu á námskeiðinu. Hvernig getur tungumálakenn- arinn nýtt sér myndbönd við kennslu og hvers konar efni er best að nota? Þessari spurningu er ekki auðsvarað. Efnisval ræðst óhjákvæmilega af áhugasviði nemenda og færni þeirra, kennslumarkmiðum og því hvað verið er að kenna hverju sinni. Marion Geddes gaf þó nokkur ráð sem vert er að styðjast við þegar myndbönd eru notuð við kennslu: * notið fjölbreytt myndefni * sýnið stutta hluta * notið takkana * virkið nemendur ... en * spillið ekki fyrir ánægjunni * skiljið nemendur ekki að — hvetjið til samvinnu * munið umfram allt að það er ekki alltaf það málfar og sá orðaforði sem er á myndband- inu sem er mikilvægastur, heldur málnotkun nemend- anna í umfjöllun þeirra um efnið á myndbandinu. Efni á myndböndum er hægt að nota við þjálfun á öllum færn- isviðum, t.d. við að auka orða- forða og skilning við hlustun eða þjálfa eitthvert afmarkað atriði, t.d. í málfræði. Það sem við þurf- um aftur á móti að gera, er að vera gagnrýnin á það efni sem í boði er. Kennsluefnið sem fylgir myndbandinu má ekki bera það ofurliði og spilla fyrir ánægjunni af því að horfa. Tengslin milli myndbandsefnisins og hins prentaða kennsluefnis þurfa að vera ljós og skýr. Við notkun myndbanda í kennslu er einnig mikilvægt að huga að þeim að- ferðum sem notaðar eru, því þar þarf að gæta fjölbreytni líkt og í annarri kennslu. Benti Marion Geddes á nokkrar kennsluaðferð- ir sem nota má með myndbönd- um. 1. Horft án hljóös. Hjálpar nem- endum að einbeita sér að atburð- um og hvetur til ágiskana um málnotkun. 2. Myndbandiö stöðvað (freeze frame) til að æfa ákveðin atriði sem fram koma á myndbandinu, t.d. spyrja eða svara spurning- um, segja fyrir um hvað komi næst, o.s.frv. 3. Hlutverkaleikur í tengslum við myndbandsefnið. 4. Spáö fyrir um hvað muni sjást á myndbandinu (ákveðinn orðaforði æfður). 5. Aðeins hlustað og myndin falin t.d. með því að líma blað fyr- ir skjáinn. Þessu gæti til dæmis fylgt æfing í persónulýsingum þar sem nemendur reyna að geta sér til um útlit og aldur eftir því sem þeir heyra (og kennari að- stoðar með orðaforða). 6. Horft, hlustað, púslað saman (jigsaw-viewing). Einn nemandi horfir og hlustar en hinn snýr baki í tækið, þannig að hann heyrir en sér ekki. Síðan reynir sá sem ekkert sá að gera sér mynd af því sem var að gerast á skjánum með því að spyrja þann sem bæði sá og heyrði. Allt þetta sýnir að hægt er að nota myndbönd til markvissrar málþjálfunar og nýta þau þannig til margs annars en að sýna kvik- myndir eftir bókum eða fræðslu- þætti. Nú eru á markaðnum ó- grynni af myndbandsefni sem ætlað er til enskukennslu. Vand- inn er að velja rétt og brýndi Marion Geddes það mjög fyrir þátttakendum að missa aldrei sjónar á tilgangi og markmiðum með notkun myndbandanna og að gæta þess stöðugt að kennslu- efnið tengist myndefninu sem best. Of löng og flókin verkefni spilla fyrir ánægjunni af því að ,,fá að horfa á myndband“, eink- um og sér í lagi ef verkefnin fara langt út fyrir efnið. Við getum einnig nýtt okkur raunverulegt sjónvarpsefni. Það hefur marga kosti í för með sér. Það er ekki dýrt, það er áhuga- vert, fjölbreytt og málnotkunin er raunveruleg (authentic). Vand- inn við slíkt efni er sá að oft eru sjónvarpsþættir of langir, málfar- ið er erfitt og það getur reynst tímafrekt fyrir kennarann að und- irbúa verkefni fyrir nemendur. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að prófa þetta, er þó fáanlegt kennsluefni þar sem raunveruleg- ir þættir eru notaðir, t.d. Impact eftir J. Revell (Macmillan 1987), 24

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.