Málfríður - 15.11.1991, Page 30

Málfríður - 15.11.1991, Page 30
frönskukennara á Norðurlöndum í Stokkhólmi dagana 11.-13. októ- ber sl. Var það bæði mjög fróð- legt, gagnlegt og skemmtilegt. Á næstunni er það á döfinni að undirbúa næsta námskeið (það þriðja af fjórum). Námskeiðið er fyrirhugað í febrúar á næsta ári. Áð þessu sinni viljum við leggja áherslu hvernig á að kenna og nota tjáningu innan skólastofunn- ar með tilliti til ástæðna í íslensk- um menntaskólum. Petrína Rós Karisdóttir formaður Formannaskipti Á aðalfundi Félags frönsku- kennara á Islandi sem var hald- inn 3. júní sl. var kjörin ný stjórn. Nýja stjórnin er skipuð sem hér segir: Petrína Rós Karlsdóttir for- maður, Jóhanna Hálfdánardóttir ritari, Sólveig Thorarensen gjald- keri, Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir meðstjórnandi og Sigríður Anna Guðbrandsdóttir með- stjórnandi. Einnig var kjörin full- trúi í alþjóðasamtök frönsku- kennara FIPF, Fanný Ingvarsdótt- ir. Nýkjörinn formaður var við nám og störf frá 1975 til 1988, í frönskum bókmenntum og mál- vísindum við Université d’Aix-en- Provence, í Frakklandi. Hún lauk Licence prófi 1980 í frönskum bókmenntum, almennum málvís- indum og hljóðfræði, Maitrise 1981 í kennslufræði tungumála og tilraunahljóðfræði, 1983 D.E.A. doktorsprófi í tilraunahljóðfræði með greiningu á skynjun franskra sérhljóða sem aðalverk- efni. Hún stundaði rannsóknar- störf við Université d’Aix-en- Provence undir handleiðslu pró- fessoranna Mario Rossi og Albert Di Cristo frá 1983-88, hún rann- sakaði m.a. máltöku tvítyngdra barna og áherslur og ryþma í ein- földum íslenskum fullyrðinga- setningum. Auk þess hefur Perína Rós sótt fjölda námskeiða hér heima og erlendis. Hún kenndi frönsku við Menntaskólann í Kópavogi 1988-89 Alliance Frangaise 1988-89, Menntaskól- ann áEgilsstöðum 1989-91. Þýska bókasafnið Goethe Institut Tryggvagötu 26 101 Reykjavík Sími 91-16061 Stærsta safn þýskra bóka á íslandi Menningarmiðstöð Sambandslýðveldisins Þýskalands Myndbönd, tónbönd, kennsluefni fyrir þýskukennslu Dagblöð og tímarit Safnið er öllum opið og útlán endurgjaldslaus Opið mánudaga til fimmtudaga frá 14.00-18.00 30

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.