Málfríður - 15.11.1991, Side 31

Málfríður - 15.11.1991, Side 31
NORRÆN RAÐSTEFNA I DANMORKU DAGANA 22.06.92-26.06.92 STIL-fréttir Eins og mörgum lesendum blaðsins er eflaust kunnugt er STÍL aðili að samstarfi tungu- málakennara á hinum Norður- löndunum. Markmið þessa sam- starfs er meðal annars að gefa kennurum kost á að hittast og kynnast á námskeiðum og ráð- stefnum. Er þess skemmst að minnast að á síðastliðnu sumri var haldið norrænt námskeið á Akranesi. Næsta sumar er komið að Dönum að halda norræna ráð- stefnu (sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu). A síðasta formannafundi sem haldinn var í Finnlandi í septem- ber síðastliðnum var ákveðið að hin norræna samvinna fengi nafn- ið Nordlingua. I undirbúningi er Norræn ráð- stefna sem haldin verður í Dan- mörku á sumri komandi. Yfir- skrift ráðstefnunnar verður „Eur opa i Norden — Fremmed- sprogslærerens rolle í 90'erne. Það eru Samtök tungumála- kennara á Norðurlöndum (Nor- dlingua) sem standa fyrir ráð- stefnunni. Of langt yrði að birta dagskrá hennar hér í heild sinni en hún er byggð upp á fyrirlestr- um og hópvinnu. Sem dæmi um fyrirlestra og fyrirlesara má nefna: Kulturens betydning i 90'ernes fremmedsprogsundervisning Professor dr. phil. Jonny Christensen, Kaupmannahafnar- háskóla. Drama som metode i formid- lingen af fremmedsprogenes litt- eratur og kultur. Margreta Söderwall, Lærerfortbildnings- center, Stockholm. De nordiske landes position i 90'ernes Europa. Professor Jean- Frangois Battail, Institut for Nor- disk Sprog og kultur, Sorbonne, Paris. Fremmedsprogsundervisning og internationalt samarbejde — Europarádets sprogprojekter, og fleiri og fleiri. Framlag STÍL til ráðstefnunnar er fyrirlestur Auðar Hauksdóttur, kennara við Flensborgarskóla og Háskóla Islands, Fremmed- sprogsundervisning, minoriteter og nordisk samarbejde. Það skal tekið fram að ráð- stefna þessi er ætluð öllum tungumálakennurum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér dag- skrána nánar geta fengið hana hjá formanni síns fagfélags ásamt umsóknareyðublaði. Umsóknar- frestur er til 1. mars 1992. ALLIANCE FRAN£AISE DE REYKJAVÍK VESTURGÖTU 2. Box 921-121 Reykjavík Tél: 354-1-23870. Fax: 354-1-623820 Markmið Af er þríþætt: - Frönskukennsla fyrir byrjendur og lengra komna. - Veita aðgang að frönskum bókmenntum, kennsluefni fyrir frönsku- kennslu, fjöldan allan af uppflettiritum og orðabókum (6000 bókatitlar). - Kynna franska menningu með fjölbreyttu safni geisladiska og myndbanda. Ný forstöðukona Af Francoisc Peres, býður ykkur hjartanlega velkomin á Vesturgötu 2, 3. hæð, sími: 91-23870. Opið mánudaga til föstudaga frá 15.00-18.00. 31

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.