Málfríður - 15.05.2002, Blaðsíða 17

Málfríður - 15.05.2002, Blaðsíða 17
3. Framkvæmd Eins og fram hefur komið var haldin sýn- ing í tengslum við ráðstefnuna. A sýning- unni sýndu ýmsir aðilar, innlendir og er- lendir. Lögð var áhersla á LINGUA og LEONARDO tungumálaverkefni sem hafa nemendamiðað nám að leiðarljósi og stuðla að sjálfstæði nemandans. Einnig var til sýnis kennsluefni sem er sérhannað fýr- ir sjálfsnám í tungumálum og kennsluefni til símenntunar. Meðal þátttakenda á sýn- ingunni voru: • ALLADIN (kennsluefni tungumála- náms fýrir nemendur í listgreinum, hönnun og miðlun) • BLINC (kennsluefni í viðskiptafirönsku) • CILT (Centre for Information on Language Teaching and Research, UK) • DIALANG (sjálfsmat í erlendum tungumálum á vefnum) • LINC and LOKI (gagnvirkt kennsluefni í tungumálum) • TUNGUMÁLAMIÐSTÖÐ HÍ (sjálfs- nám í tungumálum) • TUTOLANGUES (leiðbeiningar fýrir kennara sem vinna með nemendum í sjálfsnámi) • NÁMSGAGNASTOFNUN • EDDA • SKÓLAVÖRUBÚÐIN Fyrirlesarar á ráðstefnunni komu víðs veg- ar frá Evrópu og eru þeir aUir þekktir fýr- ir rannsóknir sínar á sviði tungumálanáms og -kennslu. Þeir fluttu fýrirlestra sem all- ir tengdust á einhvern hátt nemendamið- uðu tungumálanámi. íslensku fýrirlesarana Birnu Arnbjörns- dóttur, Hafdísi Ingvarsdóttur og Vigdísi Finn- bogadóttur þarf vart að kynna. Vigdís, sem flutti opnunarræðu ráðstefnunnar, starfar hjá UNESCO sem velgjörðarsendiherra erlendra tungumála. Stofnun í erlendum tungumálum við HÍ hefur nýverið nefht sig eftir henni og heitir nú StofnunVigdís- ar Finnbogadóttur í erlendum tungumál- um. Birna og Hafdís stunda báðar rann- sóknir og kennslu á sviði tungumálanáms og -kennslu við HI. Birna starfar við heimspekideild þar sem hún hefur m.a. skipulagt M.paed nám fýrir tungumála- kennara og Hafdís í félagsvísindadeild þar sem hún hefur umsjón með námi í kennslufræði til kennsluréttinda. Bernd Ruschojf starfar við kennslu og rannsóknir í háskólanum í Essen í Þýska- landi þar sem hann stýrir einnig námi í kennslufræði tungumála innan ensku- deildarinnar. Þetta var í annað sinn sem hann heldur fýrirlestur á Islandi. Philip Riley kemur ffá háskólanum í Nancy í Frakklandi og starfar innan CRAPEL rannsóknahópsins (Centre de Recherches et d’Applications Pédagog- iques en Langues) en sá hópur hefur stundað rannsóknir á sjálfsnámi í tungu- málum allt ffá 1969. Emma Arthur er kennari við háskólann í Stavanger í Noregi og hún starfar einnig innan SEMERC verkefnisins (Special Needs Learning Network) í Englandi. Philippa Wright starfar fýrir CILT (Centre for Information on Language Teaching and Research) í Englandi og hún stýrir einnig „Lingu@net Europa" sem er gagnabanki fýrir tungumálakenn- ara á vefnum. Leni Dam kennir við danska kennara- háskólann í Kaupmannahöfn og er ís- lenskum tungumálakennurum að góðu kunn því hún hefur áður komið til lands- ins til námskeiða- og fýrirlestrahalds. Ekki verður fjallað sérstaklega um hvern fýrirlestur hér en bent er á að hægt er að sjá upptökur af öllum fýrirlestrunum á heimasíðu Tungumálamiðstöðvar HI og Rannsóknaþjónustunnar (sjá hér að neð- an). Einnig voru allir fýrirlestrar settir inn á geisladisk sem hægt er að nálgast í Tungumálamiðstöð HI. Ráðstefnugestum var einnig boðið upp á umræðuhópa með þeim Leni Dam, PhiHp Riley, Phihppu Wright og Bernd Ruschoff. Sjálfur tók ég þátt í umræðu- hópum Leni Dam og Philip Riley og varð margs vísari um nemendamiðað nám. Leni Dam sýndi með dæmum hvernig hún lagar „hefðbundið námsumhverfi“, þ.e. skólastofuna að nemendamiðuðu námi. Það er því engin ástæða til þess að 17

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.