Málfríður - 15.05.2002, Blaðsíða 18
Eitt af mark-
miðum Tungu-
málamiðstöðv-
arinnar er að
efla samstarf við
tungumálakenn-
ara á sviði sjálfs-
náms og notkun-
ar upplýsinga-
tækni í tungu-
málum.
Það var okkur
skipuleggj end-
um mikill feng-
ur að fá svo
góða fyrirlesara
til samstarfs við
okkur og eng-
inn vafi leikur á
að þeir áttu
stærstan þátt í
að laða svo
marga ráð-
stefnugesti að.
setja samasemmerki milli kennslustofu og
„kennaramiðaðs náms“.
Nemendamiðað tungumálanám vekur
upp margar spurningar varðandi hlutverk
kennara og nemenda. í umræðuhóp sín-
um velti Philip Riley upp nokkrum
spurningum varðandi þessi hlutverk og
benti á nokkur hugtök sem hægt er að
nota til þess að lýsa hlutverkum kennara
og nemenda í nemendamiðuðu tungu-
málanámi.
Ekki verður gefið út sérstakt ráðstefnu-
rit en geisladiskur með öllum fyrirlestrum
og öðrum upplýsingum um ráðstefnuna
og sýninguna hefur verið sendur öllum
framhaldsskólum landsins auk þess sem
hægt er að nálgast hann í Tungumálamið-
stöð HÍ.
3. Niðurstöður
Skráning á ráðstefnuna hófst í október og
var strax ljóst að áhugi var mikill meðal
tungumálakennara. Fór það því svo að
færri komust að en vildu því fjöldi þátt-
takenda var takmarkaður við 200 hér á
landi en erfitt er að áætla hversu margir
hafa nýtt sér þann möguleika að sjá ráð-
stefnuna á netinu.
Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að
vel hafi til tekist með þessa ráðstefnu og
margir hafa lýst yfir ánægju sinni með
hana. Það var okkur skipuleggjendum
mikill fengur að fa svo góða fýrirlesara til
samstarfs við okkur og enginn vafi leikur
á að þeir áttu stærstan þátt í að laða svo
marga ráðstefnugesti að. Það er hka mikil-
vægt fyrir stofnun eins ogTungumálamið-
stöðina að komast í samstarf við aðila eins
og CILT og CRAPEL sem gegna lykil-
hlutverki í rannsóknum á sviði tungu-
málanáms og -kennslu í Evrópu. Sem
dæmi um afrakstur þessarar samvinnu má
nefna þátttöku Tungumálamiðstöðvar HI í
nýju LINGUA verkefni sem stjórnað er af
CILT.
Það var að sjálfsögðu sérstakt ánægju-
efni að sjá svo marga STIL-félaga á ráð-
stefnunni. Eitt af markmiðumTungumála-
miðstöðvarinnar er að efla samstarf við
tungumálakennara á sviði sjálfsnáms og
notkunar upplýsingatækni í tungumálum.
I því samhengi má nefna að menntamála-
ráðuneytið veitti miðstöðinni nýlega styrk
til þess að halda námskeið í notkun upp-
lýsingatækni í dönskukennslu og verður
það námskeið haldið nú í vor. Kennarar
verða þær Rikke May Kristþórsson,
dönskukennari við HI og verkefnisstjóri í
Tungumálamiðstöð, Þórdís Magnúsdóttir
og Þórhildur Oddsdóttir, dönskukennarar
við MK. Þær Þórdís og Þórhildur hlutu
Evrópumerkið 2001 fyrir notkun upplýs-
ingatækni í dönskukennslu við MK.Von-
andi verður þetta námskeið vísir að nánara
samstarfi í framtíðinni.
Með vorkveðju.
Eyjólfur Már Sigurðsson
Tungumálamiðstöð HI
Til þess að sjá upptökur af fyrirlestrum ráðstefh-
unnar:
Tungumálamiðstöð HI: www.hi.is/pub/tungumala
Rannsóknaþjónusta HI: www.rthj.hi.is
18