Málfríður - 15.05.2002, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.05.2002, Blaðsíða 19
Nám í dönsku og ensku við Kennaraháskóla íslands Möguleikar fyrir starfandi grunnskólakennara Frá og með hausti 2000 tók gildi nýtt skipulag á námi fyrir grunnskólakennara í Kennaraháskóla Islands. Námið er enn einungis þrjú ár þar sem yfirvöld mennta- mála hafa ekki haft skilning á nauðsyn þess að lengja námið í fjögur ár. Þetta er slæmt, m.a. vegna þess að ný aðalnámskrá gerir auknar kröfur til kennara á öllum sviðum. Aðalnámskrá grunnskóla var m.a. höfð til hhðsjónar þegar nýtt skipulag á kjörsvið- um var undirbúið. Námseiningum var fjölgað í greinum, þannig að þeir sem velja dönsku eða ensku sem aðalgrein geta nú tekið 25 einingar í greininni fyrir utan æf- ingakennslu. Danska og enska mynda saman kjörsviðið erlend mál og eru tvö námskeið sameiginleg fýrir nemendur beggja tungumála. Nám í greinum deilist á fjögur misseri. Kennaranemar sem ekki taka erlend mál sem aðalgrein geta tekið einstök námskeið í frjálsu vali. Það er alltaf eitthvað um að starfandi kennarar eða kennarar í orlofi taki nám- skeið í dönsku eða ensku og skóhnn hef- ur mikinn áhuga á að gera kennurum kleift að stunda nám með starfi, t.d. bæta við sig valgrein eða taka einstök nám- skeið. Þess má geta að fjarnám hefur verið í boði undanfarin ár og verður áfram þó að ekki sé tryggt að allar valgreinar verði ahtaf í boði. Fjarnám er góður kostur fyr- ir þá kennara sem geta ekki sótt staðbund- ið nám. Markmið náms í erlendum tungumál- um er að kennaranemar öðlist • þekkingu á eðh og uppbyggingu tungu- málsins og notkun nútímamáls, • innsýn í þjóðlíf, menningu og bók- menntir, • kennslufræðilega þekkingu, bæði hag- nýta og ffæðilega, sem auðveldar þeim að meta námsefni og aðferðir og þróa sínar eigin leiðir í tungumálakennslu, • haldgóða færni í tungumálinu til að takast á við kennslu á grunnskólastigi. Eftirfarandi tvö námskeið á kjörsviðinu eru sameiginleg fyrir dönsku og ensku: Inngangur að kennslufrœði erlendra tungu- mála (3 ein.). Á námskeiðinu er lögð áher- sla á að efla skilning á þeim stefnum og aðferðum sem efst eru á baugi, námskráin er tekin th skoðunar svo og námsefni og ítarefhi. Notkun upplýsingatœkni í tungumála- kennslu (2 ein.). Á námskeiðinu er fjallað um möguleika upplýsingatækninnar og notkun hennar í tungumálanámi og -kennslu. Eftirfarandi námskeið eru í boði í dönsku: Danskt mál og málnotkun I (3 ein.). Á þessu námskeiði er fjallað um uppbygg- ingu danska máikerfisins. Aðaláhersla er lögð á ritað mál og ritun. Dönsk menning og danskt samfélag I (2 ein.). Námskeiðið fjahar um fjölmargar hhðar á dönsku samfélagi og danskri menningu eins og það birtist í þölrmðl- um. Danskt mál og málnotkun II (3 ein.). Þetta námskeið er ffamhald af Dönsku máli og málnotkun I. Farið er í þætti sem ein- kenna danskt talmál og sem valda Islend- ingum erfiðleikum. Danska sem erlent mál (2 ein.). Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að nemar læri hvernig best er að haga kennslu í hlustun, töluðu máli, ritun og málfræði og jafn- framt hvernig meta má nám. Daglegt mál og tjáning á dönsku (2 ein.). Á námskeiðinu verða nemar þjálfaðir í að beita máhnu við ýmsar aðstæður. Dönskukennsla í efri bekkjum grunnskóla (4 ein.). Þetta námskeið er ffamhald af dönsku sem erlent mál. Fjallað er um uppbyggingu kennslustunda og ýmsa hagnýta þætti sem tengjast dönskukennslu. Dönsk menning og danskt samfélg II (2 ein.). Þátttakendur kynnast aðferðum við- 19

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.