Málfríður - 15.05.2002, Blaðsíða 21
Hvaða mál talaði Egill Skalla-Grímsson á Englandi?
Vínheiði ogjórvík
Egill Skalla-Grímsson var víðforull og fór
meðal annars tvisvar sinnum til Englands,
að því er hermt er í sögu hans (IF 2). I
fyrra skiptið (50.-55. kap.) gekk hann til
liðs við Aðalstein Englandskonung og
vann fyrir hann frækinn sigur á Olafi
rauða, konungi Skota, í orrustunni á Vín-
heiði. A ensku er orrustan kennd við
Brunanburgh og var hún háð árið 937 e.
Kr. Frásögn Egils sögu af þessum atburð-
um er merkileg en þó tæpast jafn-eftir-
minnileg og hin magnaða lýsing á síðari
Englandsför bóndans á Borg (59. kap. o.
áfr.). I þeirri för brýtur Egill skip sitt í
spón við ána Humru og er á augabragði
kominn á vald erkióvina sinna, Eiríks kon-
ungs blóðaxar og Gunnhildar drottningar
hinnar göldróttu, sem þá sátu í Jórvík.
Þangað höfðu þessi illa þokkuðu hjón
hrakist eftir að Egill rak þau frá Noregi
með fjölkynngi sinni og rúnum. Lyktir
verða þær að íslenska skáldið þiggur hjál-
ma klett af Eiríki konungi og geldur við
Höfuðlausn.
í Jórvíkurförinni hittir Egill fyrir nor-
ræna menn, ekki aðeins þau Eirík blóðöx
og Gunnhildi, heldur líka hirðmenn þeirra.
Þar á meðal er fornvinur hans, Arinbjörn
hersir, sem reynist Agh betri en enginn í
viðureigninni við þau konungshjón. Þetta
fólk talaði vitanlega sama mál og Egill:
norrænu, danska tungu, forníslensku eða
hvaða orð sem menn kjósa að nota; hér
verður látið gott heita að kalla það ís-
lensku. Þess er einnig getið að þegar Egill
kom að landi við Humru hafi hann frétt
hvílíkir vágestir sátu nú í Jórvík en ósagt
er látið hveijir tíðindamenn hans voru eða
hvort þeir voru norrænir eða enskir. Ekki
er heldur greint frá þjóðerni þeirra sem
hann spurði til vegar á leiðinni á fund Ei-
ríks konungs í Jórvík. Hvað sem öðru líð-
ur er fullvíst að á þeim tíma var fjöldi nor-
rænna manna á Norðymbralandi. Því hef-
ur verið hægðarleikur að bjarga sér á ís-
lensku þar um slóðir og að sama skapi
ónauðsynlegt að kunna mikið í enskri
tungu.
aftur á móti sagt ffá samskiptum söguhetj-
unnar við enska menn. Einkum og sérílagi
eru þar rakin samtöl Egils við sjálfan kon- Þórhallur Eyþórsson.
ung þeirra, Aðalstein hinn sigursæla, sem
síðar var einnig nefndur hinn trúfasti
vegna þess hversu vel hann var kristinn.
Þeir bræður, Þórólfur og Egill, koma á
fund konungs og bjóða honum að gerast
landvarnarmenn hans. Aðalsteinn tekur
þeim vel en fer fram á þeir láti prímsign-
ast. Þeir bræður telja það sjálfsagt mál.
Prímsigning var fólgin í því að krossmark
var gert yfir heiðingjum svo að þeir mættu
hafa samneyti við kristna menn. Aðrar
skuldbindingar fylgdu þessari athöfn ekki.
I orrustunni áVínheiði eru Þórólfur og
Egill höfðingjar yfir her Engla. Aðalsteinn
konungur fer með sigur af hólmi en á
meðal þeirra sem falla af liðsmönnum
hans er Þórólfur Skalla-Grímsson. Eftir
orrustuna fara yggldar brúnir Egils í samt
lag þar sem hann situr í öndvegi í höll Að-
alsteins og eygir bróðurbæturnar á sverðs-
oddi konungs. Til fróðleiks má skjóta því
hér inn að það var forn siður á meðal
germanskra þjóða að rétta gjöf á sverðs-
eða spjótsoddi og taka við henni á sama
hátt og er annað frægt dæmi um það að
finna í fornháþýska kvæðabrotinu um
Hildibrand, sem Jón Helgason (1959) hef-
ur snarað á íslensku af mikilli íþrótt. Egill
þakkar konungi gjöfma í bundnu máli og
tekur gleði sína að nýju, eins og marka má
af því að hann þiggur í staupinu og fer að
spjalla við hina veislugestina. Þótt ekki sé
nefnt á hvaða máli þau orðaskipti fóru
fram er ekki að sjá að viðstaddir hafi átt í
erfiðleikum með að skilja hver annan. Enn
síður virðist Aðalsteini hafa orðið skota-
Enskur konungur og íslenskur
skáldbóndi
I frásögninni af fyrri Englandsför Egils er