Bæjarins besta - 28.01.2016, Síða 6
6 Fimmtudagur 28. JANÚAR 2016
Hjalti Karlsson er formað
ur nýstofnaðs fjölgreinafélags
Vestra í Ísafjarðarbæ, jafnframt
því sem hann sat í undirbúnings
nefnd fyrir stofnun félagsins.
Mikil vinna hefur átt sér stað við
undirbúninginn og mörg verkefni
liggja fyrir við að ýta félaginu úr
vör. Íþróttahreyfingin á Íslandi
væri ábyggilega ekki það sem
hún er nema fyrir hina ófáu ötulu
dráttarklára, sem ólaunaðir hafa
dregið vagn hennar, oftar en ekki
um torfæra vegi. Bæjarins besta
lék forvitni á að vita hvers vegna
Hjalti, sem virðist hafa í nægu
að snúast, ákvað að skella sér í
þennan slag. Við að sjálfsögðu
gátum ekki sleppt því að forvitn
ast um mannin á bak við starfið,
sem og vinnuna við stofnun og
fyrstu skref Vestra.
Uppruninn
Hjalti fæddist á Akureyri.
Hann er fyrsta barn foreldra
sinna Karls Geirmundsson
ar, ættuðum úr Fljótavík og
Rannveigar Hjaltadóttur, sem
nú er látin. Hann á tvo bræður,
Smára, alræmdan blaðamann
BB og Rúnar Óla ferðafrömuð.
Hann segir ekki útilokað að
hljómsveitabrölt föður síns hafi
mögulega gert það að verkum að
hann hafi ekki fæðst á Ísafirði,
en móðir hans var frá Dalvík og
viljað vera nær fólkinu sínu við
þessi tímamót í lífinu. Um það
leyti sem Hjalti fæðist var mikið
að gera hjá föður hans í tónlist
arlífinu en hann lék á gítar með
hinni vinsælu danshljómsveit BG
og Ingibjörgu sem spilaði á þess
um tíma um allt land. Stundum
mörgum sinnum í viku.
Hjalti hefur verið búsettur á
Ísafirði nánast allt sitt líf ef undan
eru skilin námsárin í Reykjavík,
þar sem hann nam líffræði við
Háskóla Íslands.
– En hvað með stúdentsprófið,
tókstu það hér?
„Já ég var í menntaskóla hér
á Ísafirði. Það var virkilega
skemmtilegur tími. Það var góð
ur félagsskapur í skólanum og
margir á heimavistinni. Þar voru
krakkar úr Bolungarvík, Flateyri,
Þingeyri, Patreksfirði og það var
alltaf nokkuð af krökkum af Snæ
fellnesi. Fyrir menntaskólaárin
þekkti maður engan frá Flateyri
til að mynda, svo þarna eignaðist
ég mikið af nýjum vinum. Þetta er
náttúrulega gríðarlega mikilvæg
stofnun fyrir svona samfélag.
Þegar krakkar eru að mótast
þá er afar mikilvægt að þau fái
að gera það í heimabyggð, það
eykur líkurnar til muna að þau
komi aftur til baka. Það var mik
ið framfaraskref þegar þessari
stofnun var komið á laggirnar.
Ég er raunar sannfærður um að
það sé fátt mikilvægara sem gerst
hefur hér undanfarna áratugi.“
– Varstu í hljómsveitum á
unglingsárunum?
„Nei, ég hef aldrei verið í
hljómsveit.“
– Svarið kemur blaðamanni
verulega á óvart þar sem Hjalti
hefur sungið talsvert opinber
lega, nú síðast á vönduðum
tónleikum, Hátíð fer í hönd,
fyrir jólin.
„Ég byrjaði reyndar að syngja
í nýstofnuðum kór í Menntaskól
anum, sem mjög hratt smækkaði
niður í sönghóp sem við kölluð
um kvartett MÍ. Í honum voru
auk mín. Steinþór Bjarni Krist
jánsson úr Önundarfirði, Heimir
Jónatansson frá Bolungarvík og
Baldur Trausti Hreinsson. Einnig
voru um tíma ísfirðingarnir Guð
mundur Kristjánsson og Hjörtur
Grétarsson. Ég hef þó lengi
verið viðloðandi Sunnukórinn og
finnst virkilega gaman að syngja
í blönduðum kór. Ég var líka
svolítið í Háskólakórnum fyrir
sunnan og aðeins kom ég við í
karlakórnum hér þegar hann var
undir stjórn Kjartans Sigurjóns
sonar fyrrverandi skólastjóra. Ég
hef í tvígang tekið þátt í tónleik
um með pabba og hans gömlu
félögum. Fyrra skiptið voru það
minningartónleikar um Gunnar
Hólm og svo 2014 minningar
tónleikar um Ólaf Guðmundsson
söngvara BG. Það var óskaplega
skemmtileg reynsla og tónlistar
upplifun að æfa og syngja með
þessum köppum.“
– Að stúdentsprófi loknu hélt
Hjalti suður yfir heiðar til náms
í líffræði við Háskóla Íslands.
Hvað skyldi hafa fengið hann til
að velja líffræðina?
„Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á náttúrunni í sinni víðustu
mynd. Mamma var mikil blóma
kona og hafði mikinn áhuga á
garðrækt og náttúrunni kringum
sig. Hún var alltaf að tala um
plöntur og benda okkur á hitt og
þetta í umhverfinu. Svo var ég í
hestamennsku í mörg ár, byrjaði
í henni þegar ég var strákur og
hafði virkilega gaman af. Þessi
áhugi á líffræðinni blundaði alltaf
í mér og mér þótti hún heillandi.
Ég til dæmis las mjög mikið
bækur sem tengdust ævintýrum
í náttúrunni.
– Fékkstu hest í fermingargjöf?
„Reyndar ekki, ég fékk ís
lenskan hnakk úr Svarfaðardal,
en ég keypti mér hest fljótlega
eftir fermingu og notaði til þess
fermingarpeninginn, sem og
sumarhýruna. Ég átti tvo hesta
á tímabili. Eitt af því eftirminni
legasta frá hestaárunum var ferð
sem ég fór með pabba og fleirum
á Fjórðungsmót hestamanna á
Kaldaármelum á sunnanverðu
Snæfellsnesi eitt sumarið. Langt
og mikið ferðalag sem fjölmargir
tóku þátt í. Hestarnir voru fyrst
fluttir yfir á Bæ í Reykhólasveit
þaðan sem við riðum á Snæ
fellsnesið, síðan var riðið alla
leið heim. Að vísu fórum við að
taka ferðina í áföngum eftir að
við komum í Djúpið, en þetta
tók tvær til þrjár vikur í heildina.
Þetta er svipað og í gönguferðun
um, maður kynnist landinu alveg
á nýjan máta og enn sitja í mér
minningarbrot og staðhættir á
hinum ýmsu stöðum þar sem við
riðum um eða áðum.“
Íþróttaiðkun einkennir
fjölskyldulífið
Þegar Hjalti var í MÍ byrjuðu
hann og eiginkonan Sigríður
Lára, dóttir Gunnlaugs og Láru í
Bókhlöðunni að vera saman, svo
það er óhætt að segja að þau hafi
fetað allar götur fullorðinslífsins
saman. Þau eiga saman þrjú börn
Rannveigu sem er tvítug, Friðrik
Þóri 18 ára og Davíð sem fermist
í vor.
– En skyldi fjölskyldan vera
saman í sportinu?
„Fjölskyldulífið snýst afar
mikið um íþróttir. Rannveig
er aðeins farin að draga saman
seglin, hefur verið á fullu á
skíðum og fótbolta en er nú að
loknu stúdentsprófi í vaktavinnu
sem gerir það erfiðara en hún er
þó enn að æfa skíði og fótbolta.
Friðrik er á kafi í fótbolta og
æfði einnig skíði og eina tvo
vetur var hann líka í handbolta.
En núna er hann búinn að slá af í
öllu nema fótboltanum. Davíð er
enn í þremur greinum, fótbolta,
handbolta og skíðum. Þannig að
þetta getur verið mikið púsluspil
en þetta er algjörlega þess virði.
Ég held að það sé mjög hollt
að alast upp í íþróttum eða við
hreyfingu almennt þó það sé ekki
í gegnum skipulagt íþróttastarf –
þó það sé vissulega gott. Hvað
okkur snertir þá höfum við ekki
séð eftir nokkurri stund sem hefur
farið í þetta. Við höfum auðvitað
stundum þurft að forgangsraða
og líka þegar kemur að íþrótt
unum, en við höfum gert það
þannig að þann tíma sem hægt
er að æfa skíði þá hafa þau verið
í forgangi. Þar er tímabilið stutt
og stundum stopular æfingar
vegna veðurfars. Krakkarnir hafa
reyndar allir líka lært aðeins á
hljóðfæri, sá yngsti er enn að.
Mér finnst alveg nauðsynlegt að
krakkar kynnist því lítilsháttar,
hið minnsta.“
– En hvað með þína eigin
íþróttaiðkun, hefurðu æft eitt
hvað að ráði? „Nei, það er varla
hægt að segja það. Ég náttúrulega
æfði á yngri árum, bæði fótbolta
og skíði. Ég var í fótbolta öll
unglingsárin en þá tók hesta
mennskan við. Á seinni árum hef
ég ekki mikið stundað annað en
skíði og almenna útivist. Ég hef
óskaplega gaman af útivist – að
fara með bakpoka og ganga.“
– En er fjölskyldan í því
saman?
„Við Sigga Lára erum mjög
samhent í þessu en íþróttirnar
taka stundum börnin frá okkur
og við höfum ekki alltaf náð að
taka þau með í þetta,“ segir Hjalti
og hlær. „Það hefur komið sér vel
hversu samstillt áhugasviðin eru.
Ég get eiginlega ekki séð fyrir
mér hvernig hlutirnir ganga upp
öðruvísi, ætli það megi ekki segja
að það sé visst hagræði fólgið í
sameiginlegum áhugamálum.“
Í spjalli um hvar áhugasviðið
í lífinu liggi segir Hjalti þau
endurspeglast að verulegu leyti
í því sem hann er er að fást við.
Útivistin, skíðin, líffræðin og
tónlistin. Sem og áhugaljós
myndun, en sá áhugi hefur vaxið
og dafnað með árunum, eftir að
hann var fyrst kveiktur í ljós
myndaklúbbi við Menntaskólann
á Ísafirði.
Farsælt starf hjá Hafró
– Hjalti er útbústjóri Hafrann
sóknastofnunar á Ísafirði, en hér
hefur stofnunin verið með útibú
frá árinu 1976. Hjalti gantast með
að þetta hljóti að vera afar gott
starf þar sem útibúið hér hefur
einungis haft tvo forsvarsmenn
frá upphafi.
„Guðmundur Skúli Bragason
var forveri minn í starfi og ég tek
við starfinu þegar að hann flytur
suður árið 1991. Það er svolítið
skondið að ég svaraði því iðulega
til þegar ég var spurður hvort
ég hafi verið lengi hjá Hafró að
ég hefði ekkert verið lengi. Svo
áttaði ég mig á því einn daginn að
ég hefði verið þar í yfir tuttugu ár
og mátti því gjarnan breyta svar
inu og væri kannski allt í lagi að
fara að svara því til að ég hefði jú
verið talsvert lengi í starfi. Þetta
er ábyggilega til marks um það
hversu skemmtilegt er í starfinu.
Þegar ég var ráðinn fljótlega
að námi loknu þá var starfið hjá
Hafró hér einmenningsstaða og
Hjalti Karlsson
– dregur vagn Vestra
fyrsta spölinn