Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.02.2016, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 18.02.2016, Blaðsíða 7
fimmtudagur 18. febrÚAr 2016 7 heima hjá mér og eitt kvöldið þegar ég sat við sjónvarpið og horfði á náttúrulífsmynd með David Attenborough segja frá mörgæsum á Suðurskautslandinu blossaði upp þessi heimþrá, þegar ég horfði á mörgæsirnar hírast þarna í svörtum skafrenningi, við það bókstaflega að deyja úr kulda, þá langaði mig bara heim. Finna rokið og kuldann og helst skafrenning og ófærð. Svona er það í mergnum á mér, að vera fædd af norðrinu.“ Boðið í eigin brúðkaupsveislu „Stuttu eftir þessa uppljómun, það er að segja þegar ég horfðist í augu við að þó mér liði vel á Englandi og ætti gott fólk í kring- um mig, þá væri ég ekki heima hjá mér, varð ég ástfangin af afar íslenskum manni – sem mótaði þessar fögru setningar á móður- málinu og var fullur af eldmóði norðursins. Ég þakka honum enn fyrir að kalla mig heim og mun alltaf gera. Og hann kallaði mig ekki bara heim til Íslands heldur bauð mér í framhaldi alla leið norður í Trékyllisvík til að gifta okkur. Þangað hafði ég aldrei komið en það hljómaði bara svo vel að mér fannst ekkert erfitt að ákveða að fara þangað í byrjun apríl, þar sem ég þekkti engan, til að gifta mig. Það var engum boðið í brúð- kaupið nema svaramönnum, átti ekki að vera nein veisla. En þegar það spurðist út í sveitinni að við værum að koma þá fannst kon- unum þar alveg ótækt að slá ekki upp veislu svo mér var eiginlega boðið í mína eigin brúðkaups- veislu með fólki sem ég hafði aldrei hitt. Eftir á að hyggja hefur mér stundum dottið í hug að ég hafi eiginlega verið gift heilu sveitarfélagi að mér forspurðri þarna 5. apríl 2007. Eins og ég hafi verið boðin velkomin inn í ættbálkinn sem þarna býr enn. Seinna það sumar var auglýst eftir skólastjóra í Finnbogastaða- skóla og ég sótti um, án reynslu eða menntunar, en enginn annar hafði áhuga á því, þetta mikla uppsveifluár, svo ég fékk starfið. Við bjuggum svo í skólanum næstu þrjú ár þar sem ég kenndi. Fyrstu tvö árin voru bara tveir nemendur í öllum skólanum en á þriðja ári bættist við einn nemandi. 2009 fæddist okkur svo stúlka, Jóhanna Engilráð, sem er nú í fyrsta bekk í Finnboga- staðaskóla ásamt fjórum öðrum nemendum. Þessi ár kynntist ég fólkinu í sveitinni vel og fann mig heima. Ég velti því oft fyrir mér hvers vegna ég sé hér, nokkurs konar hafrekið sprek á annarlegri strönd. Ég á ekkert einfalt svar við því. Það var kannski rómantík sem dró mig hingað í mína fyrstu ferð en búseta mín hérna núna er ekkert tengd rómantík. Það tekur alveg í stundum að búa á stað þar sem eyðing byggðar er stöðugt yfirvofandi. Það er eiginlega ljúfsárt að því leyti að ég þakka mínum sæla á hverjum degi að fá að vera hér, í þessari yfirþyrmandi fegurð og sögu sem býr í hverjum steini, en líka að fá að taka þátt í samfélagi þar sem þorpsvitund er ríkjandi. Það er ekkert sérstaklega rómantískt við það heldur, þorpsvitund og líf er ekki dans á rósum alltaf og allir að faðmast, þar sem enginn ágreiningur eða skiptar skoðanir eru. En það er eitthvað svo dýr- mætt, svo ævafornt, að búa með fólki þar sem meðvitund um að við getum ekki án hvors annars verið er svona augljós, við getum ekki verið hér áfram bókstaflega án hins. Nú er að fækka í sveitinni í haust, tvö börn af fimm úr skólanum eru að flytja á brott og þá er ekki víst hvort skóli verði starfræktur hér næsta haust. Og það er auðvitað deginum ljósara að þar sem ekki er grunnskóli þar eru ekki mörg ár eftir. Samt höld- um við bara áfram, svona eins og Beckett sagði: ég get ekki haldið áfram, ég held áfram! Þannig er þetta samfélag, það bara heldur áfram án vonar, án rómantíkur.“ Malbik drepur ekki byggðir „Það er sárt að horfa yfir sviðið, að sjá hvernig þessar smærri byggðir, jaðarbyggðirnar eru að hverfa og ég er algerlega mótfallin þeirri skýringu að þetta sé nánast náttúrulögmál. Að svona byggðir beri sig bara ekki og svo er stundum hnýtt við að það þurfi bara að malbika og þá flytji allir burt. Síðasta sumar var fyrsta malbikið lagt í Árneshreppi. Samtals um 3 km í fjórum bútum. Og nú er byggðin að leggjast af á næstu misserum ef ekkert breytist og ef einhver vogar sér að draga þúsund ára byggðasögu Árneshrepps saman og endalok hans með þessari skýringu, að það hafi verið mal- bikið sem fékk fólkið til að flýja suður, þá er mér að mæta.“ Elín Agla segir að allar götur síðan hún kynntist Árneshreppi hafi hún haft gríðarlegan áhuga á málstað hans, sem málefnum smærri byggða og því hvaða menningarstraumar og gildis- mat eru að baki fólksfækkun og eyðingu byggða. „Í mínum augum er þetta menningarlegt, það eru ákveðin gildi og hvað gert er við sameig- inlega fjármuni okkar sem eru þar helsta ástæðan. Það er samt ekki þannig að við skiptumst í lið, þeir fyrir utan – oftast sunnan – eru vondir, og þeir sem eru á svona stöðum eru góðir. Þessi menning lifir líka hér innan girðingar ef svo má segja. Að hluta til er þetta hin ríkjandi hagkvæmniskrafa sem gerir allt smátt óhagkvæmt og í raun til trafala. Hver vill setja einhverjar milljónir í að auka vegaþjónustu í Árneshrepp. Hér eru rétt tæplega fjörutíu manns með heilsársbú- setu. Á að setja pening í það? En ef við segjum að hingað komi einhver hundruð ferðamanna, eða þúsundir, á þá að setja pening í það? Er það fjöldinn, eða hver það er sem er að ferðast, eða hvað á að ráða slíku? Það hefur verið barist fyrir bættum samgöngum hingað í fjölda ára, stundum verið kveðið mjög fast að orði og hreinlega sagt að ef ekkert verði að gert muni byggð leggjast hér af í kjölfarið. Samt er ekkert gert. Það er auðvitað erfitt að horfast í augu við það. Það er partur af innansveitar- menningunni að ekki er mokað fyrir skólabörn til að komast í skólann. Það er á vegum sveitar- félagsins en ekki vegagerðarinn- ar að sjá til þess að börn komist í skóla. Það er eitt barn í skólanum núna sem þarf að keyra einhvern spotta til að komast í skólann og það er dóttir mín, Jóhanna Engilráð. Það er erfitt fyrir mig að óska eftir mokstri sveitar- félagsins fyrir eitt barn. Og ég geri það ekki. Nágranni minn á Steinstúni hefur hjálpað okkur að komast ef þarf. En ég segi þetta til að benda á að staðan er ekki svarthvít, það eru ekki góðir og vondir karlar í þessu máli, allavega ekki bara. Það eru líka nokkrir gráir og svo liðhlaupar í báðum fylkingum. Hér ríkir engin gullaldarmenning.“ Óbærilega sorglegt að sjá hvernig komið er fyrir okkur „Það var til dæmis samþykkt á Alþingi fyrir 13 árum síðan að fara í sértækar aðgerðir hér, hálf- gert tilraunaverkefni til að styrkja byggðina, og röksemdirnar sem þar voru týndar til alveg sérstak- lega góðar. Þar var til dæmis sagt að það skipti máli fyrir þjóðina að viðhalda byggð hér, það væri hér menningarsaga svo sérstök að mikill missir væri að því að viðhalda henni ekki. Allir þingmenn þess tíma samþykktu þessa tillögu og svo voru unnar praktískar tillögur í góðri nefnd sem lagðar voru fram sem raun- hæfar aðgerðir í framhaldinu. En þegar til kom að fá í gegn þær aðgerðir hjá viðkomandi stofnunum þá neituðu ráðamenn þar að framkvæma þær. Þannig varð svo sorglega augljós þessi kerfislægi mótþrói gegn því að bæta þjónustu og aðstæður hér. Og þó ég segi kerfislegur hér þá á ég við að það er menningarlegur mótþrói gegn því að hlúa að hinu smáa og sérstaka. Og mér finnst það nánast óbærilega sorglegt að svo sé komið fyrir okkur sem þjóð. En það er ekkert bara hjá okkur, svona er þetta um allan hinn vestræna heim. Og þessi vestræna menningarjarðýta hef- ur farið svona yfir stóran part heimsins og sést hvað best þegar við horfumst í augu við örlög frumbyggja sem eiga alls staðar í vök að verjast. Við kaupum okkur svo ferðir á fjarlæga staði til að upplifa „ekta menningu“ Mæðgurnar við Finnbogastaðaskóla þar sem Jóhanna Eng- ilráð fæddist og er nú í fyrsta bekk. Óvíst er hvort það verði rekinn skóli næsta vetur. Þá myndi ljúka merkilegri sögu skólahalds Árneshreppi og ekki bjartar framtíðarhorfur fyrir sveitarfélagið. Vestið sem Elín Agla klæðist er gert af Daniel Stermac-Stein. Á flugvellinum í Gjögri, sem er eina færa leiðin úr hreppnum frá janúar og fram í mars ár hvert. Mynd: Davíð Már Bjarnason. Elín með afa sínum Stefáni Árnasyni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.