Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.02.2016, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 18.02.2016, Blaðsíða 9
fimmtudagur 18. febrÚAr 2016 9 Almennt útboð Fjarðarstræti 2–6. Endurbætur innan- og utanhúss Tækniþjónusta Vestfjarða ehf, fyrir hönd verkkaupa óskar eftir tilboðum í endurbætur innan- og utanhúss á Fjarðarstræti 2–6, Ísafirði. Verkkaupar: Húsfélagið Fjarðarstræti 2–4. Húsfélagið Fjarðarstræti 6. Helstu verkþættir eru múrviðgerðir, háþrýsti- þvottur og málun utanhúss, endurnýjun þak- klæðningar og endurbætur á stigagöngum innanhúss. Helstu magntölur eru: • Endurnýjun þakklæðningar 520 m2. • Málun innanhúss 580 m2. • Málun gluggakarma innanhúss 165 m. • Gólfefni á stiga og stigagang 148 m2. • Eldvarnarhurðir á stigagöngum 37 stk. • Háþrýstiþvottur 1550 m2. • Málun utanhúss 1550 m2. • Málun gluggakarma utanhúss 2050 m. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2016. Útboðsgögn verða afhent hjá Tækniþjónustu Vestfjarða, Aðalstræti 26, 2.hæð frá og með 18. febrúar n.k. Tilboðin verða opnuð hjá Tækniþjónustu Vestfjarða, Aðalstræti 26, 2. Hæð, föstudaginn 4. mars n.k. kl: 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. á hverju við lifum, og að muna helgi hins smáa, hins hversdags- lega og samfélags okkar við dýr, menn og náttúru.“ Draumur um námskeið verður að veruleika Elín Agla segist hafa alið með sér þann draum er hún hóf nám hjá Jenkinson að hann myndi koma í Árneshrepp einn daginn. En hann ferðast um allan heim og kennir. Nú er það svo að hann er á leiðinni í sumar, ásamt Daniel Stermac-Stein, lærlingi hans sem sér um búskapinn í Kanada á meðan Stephen ferðast um og kennir. „Daniel hefur sérhæft sig í náttúrulegri sútun þar sem engin kemísk efni er notuð og að sauma úr skinnum. Ég á einmitt eitt gæruvesti sem hann sútaði og saumaði í höndunum. Þeir koma hingað á sólstöðum og það verður boðið upp á fjögurra daga nám- skeið með þeim. Það má segja að það sé tvíþætt, eins og tveir hestar, sem á vel við því hér í Árneshreppi eru nýkomnir tveir hestar, og eru þeir einu hestarnir í öllu sveitarfélaginu. En sumsé, annar hesturinn er að vinna með höndunum, að læra að súta gærur, kannski hreindýrsskinn og refa- skinn, og hinn hesturinn er að vinna með hjartanu, að horfast í augu við það að hið smáa er að deyja út í samtíma okkar, þessi ævaforna þorpsvitund sem hefur haldið í okkur lífinu í rúm þúsund ár og auðvitað miklu lengur en það. Þessi þorpsvitund er í út- rýmingarhættu á Vesturlöndum. Ekki hvað síst á stöðum þar sem iðnaðarferðamennska er stunduð. Við munum vinna saman að því að muna, eða rifja upp, hvað fólst í þessari vestrænu þorpsvitund, eða þorpslífi. Það minni verður byggt á sögu og staðreyndum, ekki tilgátum um hamingjuna. Við skoðum hvernig við getum núna skapað og iðkað þannig menningu og hvernig við getum tekið upp þann þráð, jafnvel í þeim aðstæðum sem við nú stöndum frammi fyrir, í Árneshreppi, en líka annars staðar, hér á landi sem og í öðrum löndum.“ Elín Agla skipulagði heimsókn Stephen og konu hans hingað til lands í desember síðastliðnum. Þá var sýnd heimildamyndin Griefwalker um störf hans sem líknarráðgjafi og hann svaraði svo spurningum á eftir og talaði. Viðburðurinn tókst afbragðsvel og var húsfyllir í Tjarnarbíói. Stephen starfar ekki lengur sem líknarráðgjafi en byggir margt á því sem hann fjallar um á því sem hann lærði í því starfi, sérstaklega vestræna dauðafóbíu og áhrif hennar á umhverfi okkar og líf. „Margir hafa sóst eftir kennslu hans og bókum vegna dauða ást- vinar eða síns eigin yfirvofandi dauða. Það var ekki þess vegna sem ég fór í skólann hans úti, heldur yfirvofandi dauða heils samfélags. Og þar hef ég í raun lært mest um hvernig ég get komið orðum að því sem hér á sér stað og hvað er í húfi. Með því að búa hérna núna, einmitt á þessum viðsjárverðum tímum, er ég ekki bara að uppfylla minn lífsdraum, heldur er ég líka að vinna að því að vera vitni um hvað á sér stað hér, og verð þá kannski reiðubúin ef svo ólíklega vildi til að ungt fólk framtíðarinnar vilji grafast fyrir um það, þá get ég borið vitni um þá sögu og þar verður ekki talað um malbikið sem áhrifavald.“ Engar heilagar kýr „Mér finnst mikilvægt að við hættum að upphefja menningu, sérstaklega framandi menningu eða tyllidaga menningu. Sumum finnst ég vera með rembing gagn- vart Árneshreppi, að vegna þess að ég elska hann og vil veg hans sem mestan um alla framtíð, þá sé ég þar með að segja að hann sé betri en aðrir staðir. Og stundum heyrir maður þetta í fólki sem vill berjast fyrir að „vernda“ samfé- lagið hérna, eins og að fólkið hér séu helgar kýr. En það er auðvitað alls ekki þannig. Við erum ósköp venjuleg, stundum breysk og ósamlynd, og sérlunduð, rétt eins og aðrir. Það er til dæmis ekki einhugur um það í þessu litla samfélagi hvort eigi að krefjast bættra samgangna, það skiptist nánast í tvö lið þar um. Sumum finnst okkur við ekki eiga að fara fram á slíkt á meðan öðrum finnst það forsenda byggðar hér til framtíðar og réttlætismál. Ég hef heyrt sögu af því að á einum af framboðsfundum sínum hafi Steingrímur Hermannsson sagt að þjóðfélagið væri nú betra ef fleiri væru eins og Árneshrepps- búar, sem aldrei krefðust neins! En í sambandi við rembinginn, þá finnst mér allt í lagi að elska einn án þess að það þýði að halli á einhvern annan. Og stundum þarf þessi stuðning, og stundum hinn. Það er vinsæl sú kenning að við séum í raun hvernig við komum fram við okkar minnsta bróður. Árneshreppur er að mörgu leyti minnsti bróðirinn, eða systirin. Og hér eru engar heilagar kýr, hér eru í reynd engar kýr, punktur – og enginn golfvöllur heldur ef út í það er farið!“ Iðkun menningar í hversdagsleika sínum Elín Agla segir námskeiðið The skin of the world fyrir alls konar fólk. Fyrir þá sem hafa áhuga á Árneshreppi sérstaklega, eða málefnum jaðarbyggða, fyrir þá sem vilja iðka þorpsvitund hvar svo sem þeir búa, og fyrir þá sem vilja læra að súta með náttúrulegum aðferðum. „Allir koma saman hér í þessari ógurlega fegurð innan um fjöllin, á ströndinni, með þessu fólki hér sem eru ennþá fulltrúar þessarar þorpsmenningar sem ég held að sé það eina sem geti snúið menningu heimsins af leið þeirrar tortímingar lífsins sem hún er á. Þessi þorpsmenning er ekki bundin við Árneshrepp, hún er lífstíll eða iðkun menn- ingar sem forfeður okkar lifðu í hversdagsleika sínum. Þetta er í mínum huga lifandi þjóðmenning. Þjóð stendur fyrir forfeður og þá sem á eftir koma. Því við erum ekki ein þjóðin, sem göngum um núna. Þjóð er svo miklu stærra en það og nær í allar áttir í tíma.“ Elín segir enga tilviljun að Stephen velji að halda þetta nám- skeið í Árneshreppi. Þar sjáist svo greinilega áhrif þess sem hann fjallar um, hrun hins sérstaka eða staðbundinnar menningar og svo afleiðingar þess. En þar séu líka tækifærin til að muna hvað gerir þorp að þorpi og hvernig hægt er að endurvekja þá menningu og hvernig má vinna saman að því í þeim aðstæðum sem ríkja núna. Elín Agla segir Árneshrepp hafa gefið henni pláss og tækifæri til að iðka svona menningarvefn- að, þar sem hún þræðir líf þeirra Jóhönnu Engilráðar saman við Árneshrepp og söguna þar, á stað þar sem hún heyri enduróm þorpslífsins, með sínum kostum og göllum, sem ríkt hefur um aldir alda. ------- Fyrir þá sem áhuga hafa á nám- skeið Stephen Jenkinson í sumar, má nálgast frekari upplýsingar inn á Fésbókarviðburðinum, The skin of the world – Árneshreppur Iceland sem og inn á www.arnes- hreppur.is. Einnig má kynna sér störf Stephen betur á www. orphanwisdom.com. annska@bb.is Útsýnið út um stofuglugga Elínar Öglu er ekki af lakari endanum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.