Bæjarins besta - 20.01.1993, Blaðsíða 2
2
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 20. janúar 1993
Framhaldsskóli Vestfjarða brautskráir sína fyrstu nemendur:
Ellefu nemendur
útskrifuðust, þar
af einn stúdent
SÍÐASTLIÐIN laugardag
brautskráði Framhaldsskóli
Vestfjarða sína fyrstu nem-
endur eftir að skólanum var
breytt úr Mcnntaskóla og fór
athöfnin fram á sal skólans.
Að þessu sinni útskrifuðust
tveir málarar, einn stálvirkja-
smiður og sex vélaverðir. Þá
útskrifaðist einn ncmandi af
viðskiptabraut og einn stú-
dent af eðlisfræðibraut.
Það var Jón Reynir Sigur-
vinsson aðstoðarskólameist-
ari sem brautskráði nem-
endurna en skólameistarinn
sjálfur Björn Teitsson var vant
við látinn vegna veikinda. I
ávarpi sínu sagði hann m.a.
að þeir nemendur sem nú voru
brautskráðir hefðu lokið
prófum sínum fyrir síðustu jól
og hefði þar verið um að
ræða lokapróf, brautar- og
áfangapróf sem geta leitt til
áframhaldandi náms í skól-
anum.
Síðar í ávarpi sínu sagði
hann: „Ég legg áherslu á að
þetta er fjölbrautarskóli, sem
hefur víðtækar skyldur við
ráðamenn skólans hefðu
viljað reka en ekki fengið
nemendur á síðustu tvö árin
væri skipstjórabrautin. A hinn
bóginn hefði aðsókn að vél-
stjórnarbraut verið mjög góð.
Þá hefði aðsókn að grunn-
deild rafiðna og málmiðna
farið batnandi. Hann sagði
það stefnu skólans að bjóða
uppá fleiri stuttar brautir, sem
yrðu sambærilegar við véla-
varðarnámið og fyrir for-
göngu BjömsTeitssonarskóla-
meistara hefðu nú þegar verið
haldnir þrír vinnufundir þar
sem ýmsir áhugamenn úr at-
vinnulífinu ásamt starfsliði
skólans hefðu tekið þátt. I
framhaldi af því hefði verið
ákveðið að kanna á meðal
Vestfirðinga hvort áhugi væri
fyrir stuttum námsbrautum sem
tengdust atvinnulífinu.
Því næst var komið að af-
hendingu námsskírteina og
hvatti Jón Reynir alla þá sem
nú fengu skírteini að halda
áfram námi með einhverjum
hætti, þó að siðar yrði, þeim
til gagns og ánægju. Fyrst út-
• Einn stúdent útskrifaðist frá skólanum að þessu
sinni og var hann þar með fyrsti stúdentinn til að
útskrifastfráFramhaldsskólaVestfjarða. Þaðvar Jónas
Pétursson sem útskrifaðist af eðlisfræðibraut.
nemendur sína, sem einkum
eru vestfirskir. Okkur er uppá-
lagt aö reka ýmsar náms-
brautir, eftirþví sem nemendur
fást til. Mikið vandamál er að
margir nemendur innrita sig
stundum ekki til náms með
tilskyldum fyrirvara, heldur
koma nánast þegar þeim hentar,
en þá hefur námi á viðkomandi
braut e.t.v. verið aflýst vegna
lítillar aðsóknar eða náms-
hópurinn hefur náð þeirri
stærð, að við getum ekki bætt
fleirum við. Fyrirvarareru m.a.
bráðnauðsynlegir vegna
ráðningar kennara, en skylt er
að auglýsa öll kennarastörf og
leita til sérstakrar undanþágu-
nefndar, hafi umsækjandi ekki
full kennsluréttindi. Ég bið því
alla viðstadda að minnast þess
að umsóknarfrestur um nám á
haustönn rennur út í júní en
umsóknarfrestur um nám á vor-
önn rennur út snemma í des-
ember.”
Jón Reynir sagði síðan að
meðal þeirra brauta sem for-
skrifaði hann tvo málara en
það voru bræðurnir Asgeir og
Guðmundur Eltas Sæmunds-
synir, en þess má geta að þeir
eru báðir stúdentar frá Mennta-
skólanum á Isafirði. Þá var
stálvirkjasmiðurinn Jakob
OlafurTryggvason útskrifaður
og Sædís María Jónatansdóttir
af viðskiptabraut.
Þá var komið að véla-
vöröunum en í vélavarðar-
námi á haustönn voru skráðir
17 nemendur. Ellefu þeirra
hafa ekki lokið námi í skyndi-
hjálp og eldvörnum og því var
einungis hægt að útskrifa sex
vélaverði. Þeir voru: Arni
Freyr Elíasson, Egill Jónsson,
Elías Hafsteinn Ketilsson,
Guðmundur Jens Jóhannsson,
Kristinn E. Arnarsson og
Tryggvi Sigtryggsson, faðir
Jakobs Ólafs, en þess má geta
að Tryggvi er einnig kennari
við skólann. Þá var eini stú-
dentinn útskrifaður en það var
Jónas Pétursson sem lauk námi
af eðlisfræðibraut.
Patreksfjörður:
• Nemendurnirsem útskrifuðustfrá Framhaldsskóla Vestfjarðaá laugardaginn þ.e.a.s. þeirsem voru viðstaddir
brautskráninguna. ______________________________________________________________________________
Við lok athafnarinnar ósk-
aði Jón Reynir handhöfum
skírteinanna svo og vanda-
mönnum þeirra til hamingju
með þennan áfangasigur og
kynnti síðan breytingar á
starfsliði skólans við upphaf
nýrrar annar sem þó voru litlar.
Birna Lárusdóttir starfsmaður
Svæðisútvarps Vestfjarða
hefur verið fengin sem stunda-
kennari við skólann og mun
hún kenna fjölmiðlafræði. Þá
hafa tveir nýir stundakennarar
verið ráðnir við öldunga-
deildina á Patreksfirði en það
eru þeir Hilmar Ámason sem
áður hefur kennt við öldunga-
deildina en kennir nú verslunar-
reikning og Söl vi Söl vason sem
kennir verslunarrétt.
-s.
• Feðgarnir JakobÓlafurTryggvasonogTryggviSigtryggssonfengu báðirskírteini
við brautskráninguna á laugardaginn. Jakob í stálvirkjasmíði og Tryggvi sem
vélavörður en þess má geta að Tryggvi er kennari við skólann.
í HAUST réðu Patreks-
flrðingar til sín körfubolta-
þjálfara, Ara Gunnarsson úr
Val, og er óhætt að segja að
körfuboltalíf á Patreksfirði
hafi tekið stakkaskiptum
síðan.
Áhugi fólks hefur aukist til
muna og hefur jafnt og þétt
fjölgað í þeim hópi sem æfir
körfubolta að staðaldri. Sem
dæmi má nefna mættu 22 gal-
vaskir kappar á síðustu meist-
araflokksæfingu sem sýnir
glöggt hversu áhuginn er
mikill. Að sögn Ara Hafliða-
sonareins af stjómarmönnum
í körfuknattleiksdeild Patreks-
fjarðar er það aðstöðuleysi
sem aðallega háir þeim.
23.janúarnk. fer 10. flokk-
ur kvenna til Borgarness að
keppa í svokölluðu fjölliða-
móti. Helgina á eftir fer 10.
flokkur drengja í Borgames
og keppir einnig í fjölliða-
móti. I þessum mótum er skipt
i þrjá styrkleika riðla A,B og
C og eru drengirnir í C riðli.
Frammistaða þeirra hefur
verið mjög góð í undan-
fömum keppnum og vonast
menn til að þeir komist í B
riðil eftir næsta mót.
Meistaraflokkurinn leggur
síðan land undir fót fyrstu
helgina í febrúar til keppni í
annarri deild íslandsmótsins.
Sagði Ari að hann væri
óhræddur við að spá þeim
sigri í sínum riðli og svo væri
að bíða og sjá hvernig barn-
ingurinn við hin liðin tækist.
Við óskum Patreksfirð-
ingum góðs gengis í komandi
keppnum og munum fylgjast
með framvindu mála.
-ma.