Bæjarins besta - 20.01.1993, Side 3
MJARINS BESTA • Miðvikudagur 20. janúar 1993
3
Leikskólamál á Isafirði:
Fjöldi
barnaá
biðlista
LEIKSKOLAR á Isafirði
eru þétt setnir og fjöldi barna
á biölista. I desember voru
69 börn á biðlista þar af eru
19 börn á biölista eftir plássi
allan daginn.
Að sögn Helgu B. Jóhanns-
dóttur fulltrúa félagsmálastjóra
eru nú 187 börn sem dvelja á
leikskólum bæjarinsogereftir-
spumin mun meiri en fram-
boðið.
Til að mæta þessari miklu
þörf og til að nýta húsnæði og
starfsfólk skóladagheimilis á
Isafirði betur eftir hádegi, var
lögðfram tillagaáfundifélags-
málaráðs þess efnis að skóla-
dagheimilið yrði nýtt betur
• Leikskólinn Hlíðarskjól.
eftir hádegi og þá fyrir yngri
börn allt niður í 4. ára aldur.
Einungis er um tilraun að ræða
og er í fyrstu gert ráð fyrir 6
börnum.
Skóladagheimilið er til húsa
að Skólagötu 10 og eru það
um 23 börn sem að jafnaði
sækja það. Meirihluti bamanna
er þarna á morgnana en oftast
eru ekki nema um 3 börn eftir
mat. Aldurshópurinn sem um
ræðir eru börn frá 6-8 ára en
börnum allt upp í 10 ára aldur
erheimill aðgangurað skóla-
dagheimilinu.
Húsnæðið sem skóladag-
heimilið er í er mjög stórt og
gæti rúmað mun fleiri börn
en þangað sækja. Tillaga um
betri nýtingu skóladagheim-
ilisins eftir hádegi gæti þannig
komið til móts við þessa miklu
eftirspurn en þó einungis að
litlu leyti. Félagsmálaráóhefur
mælt með tillögunni en endan-
leg ákvörðun verður tekin á
næsta bæjarstjórnarfundi.
Gjaldþrotamál á Vestfjörðum:
11 fyrirteeki tekin til gjald-
þrotaskipta á árinu 1992
HERAÐSDOMUR Vest-
fjarða kvað upp úrskurð í
11 gjaldþrotamálum á sl. ári.
Þau fyrirtæki sem um ræðir
eru frá Bíldudal, ísafirði,
Barðastrandasýslu, Patreks-
firði og Suðureyri.
Sumum þeirra mála sem
tekin voru til gjaldþrotaskipta
á síðasta ári er enn ekki lokið
og því ekki hægt að birta neinar
tölur um hvaða mál er stærst
að umsvifum. Þau fyrirtæki
sem um ræðir eru Lax hf. Pat-
reksfirði, Sævar Arnason Pat-
reksfirði, Kögurás hf. Suður-
eyri, Suðurver hf. Suðureyri,
Stekkur hf. Suðureyri, Fisk-
vinnslan á Bíldudal, Rækju-
stöðin hf. Isafirði, Niður-
suðuverksmiójan hf. Isafirði,
Flóki hf. Brjánslæk, Ferða-
skrifstofa Vestfjarða hf. Isa-
firði og Arni Sigurðsson Isa-
firði.
1. júlí 1992 var meðferð
gjaldþrotamála flutt frá sýslu-
mannsemþættinu yfir til Hér-
aðsdóms Vestfjarða og hafa
þau mál verið til meðferðar
þar síðan. Sú breyting varð á í
kjölfar flutninganna að nú er
alltaf skipaður skiptastjóri yfir
hverju búi. Hans hlutverk er
síðan að sjá um allan frágang
á búinu. _mn
Hreppsnefnd Súöavíkurhrepps:
Lýsir yfir fiillum stuðningi
við Ólaf Kristjánsson
HREPPSNEFND Súða-
víkurhrepps ákvað á fundi
sínum sem haldinn var um
miðja síðustu viku að lýsa
yfir fullum stuðningi við
Ólaf Kristjánsson bæjar-
stjóra í Bolungarvík sem vill
að kaupum á sorpbrennslu-
stöð fyrir norðanverða
Vestfirði verði frestað þar
til ódýrari kostir verði full-
kannaðir.
Ólafur hcfur farið þess á
leit við Sorpsamlag Vestfjarða
að það íhugi ódýrari lausnir í
sorpmálum þcssa svæðis, þar
sem aðild að nýrri sorp-
brennslustöð gæti reynst sum-
um sveitarfélögum of dýr. Upp-
haflega var talað um að stöðin
myndi kosta um 70 milljónir
króna og að hámarki 100
milljónir en nýjustu tölur eru
komnaruppí 170-200 milljónir
og finnst Súðvíkingum og Bol-
víkingum að hér verði að
stoppa við og dæmið endur-
skoðað eins og Ólafur fer fram
á í bréfi sínu til Sorp-Vest.
FulltrúarSorp-Vest voru um
síðustu helgi staddir í Vest-
mannaeyjum þar sem þeir voru
viðstaddir opnun nýrrar sorp-
brennslustöðvar og síðan var
ferð þeirra áætluð til Banda-
ríkjanna og Norðurlandanna
þar sem þeir ætluðu að kynna
• Fulltrúar Sorpsamlags Vestfjarða eru nú á erlendri
grund að kynna sér aðferðir til að losna við rusl á
hentugri hátt en gert hefur verið á Skarfaskeri.
þá sem hugsanlega verður
keypt til Vestfjarða.
sér frekar starfsemi sorp-
brennslustöðvar á borð við
':"á
Frá Framhcddsskóla Vestfjarða:
••
/l . /
- árshátíð og Sólrísa umfangsmest
NU þegar nýtt ár er
gengið í garð og viljum
við í nemendaráði
Framhaldsskóla Vest-
fjarða óska nemendum
og kennurum gleðilegs
árs og þökk fyrir það
liðna og er það von
okkar að samstarfið
gangi vel á nýju ári eins
og endranær.
Ýmislegt er á döfinni í
skólanum á næstunni.
Fyrst má nefna að á
komandi helgi verður
framhaldsskólamótið í
bridge. Bridgeliðiðokkar
náði glæstum árangri í
fyrra með sigri á mótinu
og hlaut því titilinn
Framhaldsskólameist-
arar í bridge. Vonandi
verður heppnin með þeim
í þetta skiptið og óskum
við þeim góðs gengis.
Eins og margir hafa
eflaust tekið eftir hefur
hin árlega spurninga-
keppni Framhaldsskól-
anna hafist á Rás 2.
Framhaldsskóli Vest-
fjaróa mun að sjálfsögðu
taka þátt. Þetta ár stát-
um við af efnilegu liði og
er ætlunin að komast
áfram í keppninni. Lióið
skipa þau Ragnar Torfi
Jónasson, HQynur Magn-
ússon, Hilmar Magnús-
son og Margrét Katrín
Guðnadóttir sem er liós-
sljóri. Framhaldsskólinn
keppir í fyrstu umferð við
Fjölbrautaskóla Suður-
nesja þann 4. febrúar nk.
Þann 5. febrúar er á
dagskránni stærsti at-
burðurinn í félagslífi
skólans fyrri hluta vetr-
ar, árshátíðin. Ætlunin
er að hefja dagskrána
seinni part dags og verð-
ur leikið af fingrum fram
fram eftir nóttu. Leik-
listarklúbbur lætur ljós
sitt skína, tónlist verður
í hávegum höfó og ýmis-
legt fleira kemur til með
að vera á boðstólnum.
Um kvöldið er venjan að
borða hjá Sonj u og verður
þeirri venju viðhaldið.
Eftir matinn er síðan
haldið á ball.
17.-24. febrúar kemur
Fjölbrautaskólinn í
Garðabæ í skíðaferð til
ísafjarðar. Reynt verður
að gera eitthvaó
skemmtilegt með þeim
og má þar m.a. nefna
skíðakeppnir og íþrótta-
keppnir einhverskonar.
3. bekkur hefur tekið að
sér að halda skólaball á
þessum tíma svo að
Garðbæingum gefist
kostur á að skemmta sér
meö okkur.
Aðalefni þessa vetrar
er hin árlega Sólrisuhá-
tíð sem haldin verður 8.-
14 mars, en hún er
menningarvika okkar
framhaldsskólanema svo
og allra bæjarbúa. Sér-
stök Sólrisunefnd hefur
verið skipuö og mun sú
nefnd sjá um dagskrá
Sólrisu. Dagskrá Sólrisu
er ekki tilbúin en verður
án efa fjölbreytt og
skemmtileg að vanda.
Ætlunin er að halda
ýmiss konar námskeió
fyrir nemendur skólans
fimmtudag og fostudag í
Sólrisu og eru þaó þá elcki
reglubundnir kennslu-
dagar.
MÍ-flugan, sem er út-
varpsstöð framhalds-
skólans, mun starfa alla
vikuna. Nemendur í fjöl-
miðlavali munu sjá um
útvarpsstöðina. Fjöl-
miðlaval er nýtt val
innan skólans og umsjón
með því hefur Birna
Lárusdóttir fjölmiðla-
fræðingur hjá Svæðisút-
varpinu. Þaö er einnig í
þeirra höndum að gefa
út skólablað þessarar
annar.
Það er okkar ósk að Sól-
risan takist í alla staói
mjög vel svo að bæjar-
búar og aðrir Vest-
firðingar geti verið stoltir
af skólanum. Ýmislegt
fleira verður að gerast í
skólalífinu þessa viku en
um þaó verður nánar
fjallað um síðar.
Eftir Sólrisuhátíóna
verður ekki mikið að
gerast því þá fer að líða
að páskum og vorprófum
sem hefj ast í byrjum maí.
Njótið vel. Kveðja.
Sigga Harðar.