Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.01.1993, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 20.01.1993, Qupperneq 4
4 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 20. janúar 1993 Óháð vikublað á Vestfjörðum, Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjö<’ðar @ 94-4560 i 94-4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson S 4277 8e 985-25362. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson @ 4101 8e 985-31062. Blaðamaður: Margrét Björk Arnardóttir @ 3675. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Prentvinnsla: H-prent hf. Bæjarins besta er aðih að samtökum bæjar- og héraðsfrétta- blaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ]jós- mynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. ÓskarFriðbjarnarson hákarlsverkandi íHnífsdal: Hákartinn hefur lœkningamátt ■sá sem einu sinni smakkar hœttir aldrei HÁKARL hefur í gegnum tíðina verið mjög vinsæll matur á borðum Islendinga og virðist jafnvel vera að aukast nú í seinni tíð. Unga fólkið sækir mikið í þessa vöru og þykir hún góð. Oskar Friðbjarnarson er einn af stærstu hákarlsverkendum á landinu og hefur í gegnum tíðina skapað sér stóra'n sess meðal neytenda því eins og Oskar segir þá kemur ánægð- ur neytandi alltaf aftur. „Ég sel alveg heilmikið af hákarli út um allt land. Jafnt austur á firði sem norður í land og allt þar á milli. Há- karlinn hjá mér er alger gæða- vara. Mér var kennt það þegar ég var ungur að plata aldrei náungann. Þegar við seldum góða vöru kom neytandinn alltaf aftur en ef við seldum honum slæma vöru þá kom hann ekki aftur” sagði Óskar um söluna. Nú er þorrinn að ganga í garð og það er enginn þorra- bakki fullkominn nema hann prýði góður hákarl. Óskar sagði að mesti annatíminn í hákarlssölunni væri að ganga í garð. Hann kvaðst ekki hafa neinar haldbærar tölur yfir söluna undanfarin ár en sagði að þar væri um nokkur tonn að ræða. „Ég geri ráð fyrir að fyrir þorrann í fyrra hafi ég selt ein 5-6 tonn og svo seldi ég einnig nokkuð fyrir ára- mótin því mörgum finnst há- karlinn alveg ómissandi með áramótabrennivíninu.” Unga fólkið virðist kunna vel að metahákarl því aö sögn Óskars kemur það mjög mikið og verslar, „mun meira en t.d. fólk á mínum aldri. Sá sem einu sinni smakkar hákarl verður alveg sjúkur í hann og kemur alltaf aftur. Það hefur sannast æ ofan í æ að hákarlinn hefur vissan lækningamátt. Margt fólk sem ég hef talað við og er með brjóstsviða eða er veikt í maganum segist ekki kenna sér meins ef það fær örlítinn há- karl að morgni dags.” Verkunartími hákarls er 8 til 9 mánuðir. Um Ieiö og sjó- mennirnir byrja á grálúðu- veiðum í apríl/maí fer Óskar að fá hákarl til verkunar sem síðan er tilbúinn á áramótum. Heildsöluverð á hákarli frá honum er 700 kr/kg en kunnir menn segja að það sé með því lægst sem býðst. „Salan er misjöfn frá ári til árs og aldrei hægt aö stóla á ákveðna sölu. Maður veit aldrei fyrr en kemur að sölu hvort hákarlinn er skemmdur eða ekki og þvl gæti komið fyrir að framboðið annaði ekki eftirspurn. Það er alltaf einhver hluti sem skemmist en við því er ekkert að gera. • Óskar Friðbjarnarson. Ég veit ekki hversu mörg fyrirtæki það eru sem versla við mig en þau eru fjölmörg. Þetta gengur alveg ágætlega og ég er ekki með neitt væl. Það er ekkert væl í Vestfirðingum” sagði Óskar að lokum I samtali við blaðið. Feröamálasamtök Vestfjaröa og Fjórðungssamband Vestfjarða: Efiia til samkeppni um merki og slagorð FERÐAMALASAMTOK Vestfjarða og Fjórðungs- samband Vestfirðinga hafa ákveðið að efna til sam- keppni um hönnun merkis og siagorða sem lýsir ímynd Vestfjarða og birtist aug- lýsing þess efnis hér í blaðinu ídag. Markmiðsamkeppninnarer að leita eftir merki og slag- orðum sem verða samnefnari ferðaþjónustunnar í fjórð- ungnum og er merkinu ætlað aó prýða minjagripi, um- búðir, auglýsingar og annað sem tengist ferðaþjónustu. Slagorðin eru fyrst og fremst ætluð til nota í auglýsingar og kynningar. Skilafresturtillagna eru 15. mars 1993 og verða veitt 100 þúsund króna verð- laun fyrirþað merki sem valið verður og kr. 5.000 fyrir hvert slagorð, en alls verða fimm slagorð verðlaunuð. -s. íþróttir/körfubolti: Önnur umferð íslandsmótsins NÆSTKOMANDI helgi fer fram önnur umferð Islands- mótsins í körfuknattleik í ung- lingaflokki kvenna. Keppt er í B- riðli þar sem lið UMFG, f A og Vals mæta UMFB í íþróttahúsinu í Bolungarvík á laugardag og sunnudag í hörkukcppnum. Á íslandsmóti í unglingaflokki kvenna er keppt í tveimur riðlum þar sem fjögur lið skipa hvom riðil. í fyrstu umferð féll UMFG lið Grindvíkinga í B-riðil en Snæfell færðist upp í A-riðil. Spilaðar eru þrjár umferðir, fjórða mót er keppni um fjögur efstu sætin, og loks eru undanúrslit og úrslit. Á laugardaginn verða fjórir leikir í annarri umferð íslands- mótsins. UMFG og ÍA keppa kl. 14.00. UMFB og Valur kl. 15.15. UMFBogUMFGkl. 17.00ogValur og ÍA kl. 18.15. Á sunnudaginn verða tveir leikir og verðurfyrri leikurinn ámilli IA og UMFB kl. 10.00 en seinni leikurinn ámilli UMFG og Vals kl. 11.15. Það er engin spurning að það verður hart barist í Bolungarvíkinni á helginni og er körfuknattleiks- áhugafólk eindregið hvatt til að mæta og styðja vió bakið á stelp- unum. -ma. Leiðarinn: Bóndadagurinn er í nánd. Þorrinn heldur innreið sína í vikulokin. Framundan er sá tími vetrar er áður fyrr olli mestum kvíða. Tækist að þreyia Þorrann og Góuna voru flestir vegir færir. En þrátt fyrir árstíma jrar sem allra veðra er von er bjartsýni ríkjandi meðal ísfírðinga. Betur horfir nú í at- vinnumálum en um langt tímabil. Svartsýnin, sem óneitan- lega hafði graftð um sig, er á undanhaldi. Ljóst er að menn binda miklar vonir við kaupin á togaranum Gylli. íshúsfélaginu var vissulega þörf á auknu hráefni. Meó tilkomu togarans ætti að vera unnt að halda uppi meiri og jafnari atvinnu í frystihúsinu. Aukningin á skipaflota ísfirðinga að undanfömu hefur einnig jákvæð áhrif á fyrirtæki er þjónusta sjávarútveginn. Þannig myndast keðjuverkandi áhrif. Bæjarstjórinn á ísafirði er að vonum ánægóur meó kaupin á Gylli, eins og fram kom í viðtali við hann í síðasta tölublaöi BB, og áhrifin sem þau hafa á atvinnulíf í bænum. En um leið og bæjarstjórinn lét ánægju sína í ljós drap hann á annað, sem blaðið hefur margsinnis hamrað á. „Mér finnst mjög ánægjulegt til þess að vita hvað sam- vinna milli fyrirtækja á þessu svæði hefur aukist sem segir manni að svæðió er að renna saman í eina heild,” sagði bæjarstjórinn á ísafirði, Smári Haraldsson, I tilvitnuðu við- tali. Þetta skyldi þó aldrei vera þungamiðjan í í Gyllismálinu? Samvinna og jafnvel samruni fyrirtækja og sveitarfélaga á svæðinu. Auðvitaó var sárt fyrir Flateyringa aö sjá á eftir jafn glæstu skipi og togaranum Gylli. Salan var nauóvörn. En betri er hálfur skaói en allur. Ahöfnin á togaranum veróur að stofni til hin sama og áður. Það hlýtur að vera Flateyringum afar mikilvægt í erfiðleikum, sem allir vona að séu tímabundnir. En fleiri oró um bjartsýnina. Mótvægi við Þorra karlinn, sem hefur göngu sína á föstudaginn, er hækkandi sól. Og þá styttist í Sólarkaffiö, hina hefðbundnu athöfn við að fagna komu sólarinnar á ný eftir langa skammdegisfjarvist. En það eru ekki bara heimamenn sem fagna komu sólarinnar. Á Bóndadaginn gengst ísfirðingafélagið í Reykja- vík fyrir árlegu Sólarkaffi, hinu 48. í röóinni. Isfiróingafélagið í Rcykjavík er öflugt félag, sem hin síóari ár hefur æ meira látið til sín taka hér í „heimabænum”. Má í því sambandi nefna kaup þess á Sóltúni, sem félagiö rekur sem orlofshús og styrki til menningarmála. Þá gefur félagið út Vestanpóstinn, hið myndarlegasta rit. Endahnúturinn á bjartsýnisleiðara i vetrarskammdeginu er vitneskja blaósins um að nokkrir tugir ísfiróinga hafi hug á að bregóa sér bæjarleið til Reykjavíkur til að taka þátt í Sólarkaffi ísfirðingafélagsins. Horft til veðurs undanfarió nær aðeins eitt orð yfir ferðaáætlunina: Bjartsýni. En þaó er einmitt bjartsýni af þessu tagi, sem gefur lífinu gildi og kennir fólki um leið að mæta því með æðruleysi, sem veit að það fær engu um ráðið, veðrinu. s.h.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.