Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.01.1993, Page 7

Bæjarins besta - 20.01.1993, Page 7
BÆJARINS BESTA ■ Miðvikudagur 20. janúar 1993 7 Fyrsta skíðagöngumót vetrarins: Olafiir, Sigurður og Bjarni í sigursveitinni í bo&öngu FYRSTA skíðagöngumót vetrarins á Isafirði fór fram á Torfnessvæðinu á Isafirði á laugardaginn. Þá fór fram svokallað Boðgöngumót 1993 og tóku fimm sveitir þátt í mótinu. Sigurvegari á mótinu var sveit 3, sem skipuð var þeim bræðrum Bjarna og Sigurði Gunnarssonum og Olafi Arna- syni en heildartími þeirra var 37.59.1 öðru sæti var sveit 1, sem skipuð var þeim Hákoni Hermannssyni, Halldóri Marg- eirssyni og Gísla Einari Arna- syni en heildartími þeirra var 39.21.1 þriðja sæti á tímanum • Sigurður Gunnarsson, sem hér sést í keppninni á laugardaginn sigraði fyrsta göngumót vetrarins ásamt bróður sínum Bjarna og Ólafi Árnasyni. Skíöasvæöiö á Seljalandsdal: 40.20 varð sveit nr. 4 en hana skipuðu þeir Friðrik Omars- son, Guðjón Höskuldsson og Amar Pálsson. Sveit 2, sem þeir Greipur Gíslason, Oli M. Lúðvíksson og Hlynur Guðmundsson skipuðu hafnaði í fjórða sæti á tímanum 42.16 og sveit 5, hafnaði í fimmta sæti á tímanum 42.28. Hana skipuðu þeir Gylfi Olafsson, Gunnar Pétursson og Arni Freyr Elías- son. A mótinu voru gengnir þrír hringir og eru nánari tíma- setningar hér að neðan: II-1. H-2. H-3. H-lími. Svcit 1: Hakon Hermannsson 8.39. 8.39. Ilalldór Margcirsson 7.07. 7.24. 14.31. Gísli Finar Árnason 5.13. 5.34. 5.24. 16.11. Sveil 2: Greipur (iíslason 10.02. 10.02. Óli M. Lúðvíksson 7.00. 7.28. 14.28. Hlynur Guðmundss. 5.35. 6.04. 6.07. 17.46. Sveit 3: Ólafur Árnasoii 8.25. 8.25. Sigurður Gunnarss. 6.12. 6.26. 12.38. Bjarni Gunnarsson 5.05. 5.49. 6.42. 16.56. Sveit 4: ■ ■ ■ l-'riörik Ómarsson 9.00. 9.00. Guðjón Höskuldsson 7.01. 7.16. 14.17. Arnar Pálsson 5.30. 5.50. 5.43. 17.03. Sveit 5: Gylfl Ólafsson 10.26. 10.26. Gunnar Pétursson 6.53. 7.03. 13.56. Árni Freyr Elíasson 5.43. 6.14. 6.07. 18.04. íþróttir/sund: Helga gerir það gott í Bandaríkjunum Aldrei meiri sala á vetrarkortum SALA á vetrarkortum á Skíðasvæðiðá Seijalands- dal hefur gengið vonum framar þaðsem af er vetri. Búið er að selja um 200 barnakort og um 160 full- orðinskort sem er mikið meira en selt var í allan fyrravetur. Mjög gott veður var á Dalnum sl. helgi og var fjöldi fólks á skíðum. Sala vetrarkorta hófst fyrr nú en undanfarlð og hefur gengið vonum framar. Full- orðinskort kostar kr. 9.500,- en barnakort kr. 5,000.- svo það er fljótt að borga sig. Miðað er við að 13 skipti á skíði sé samsvarandi heil- sárskorti. Sl. sunnudag var veður mjög gott og segja menn að þetta sé besta skíðaveðrið í vetur til þessa. Bjart var, gott færi og mjög gott skyggni og rúmlega' 300 manns á sktðum sem augljóslega kunnu vel að meta dýrðina. Tveir ungir drengir urðu fyrir því öhappi á sunnu- daginn að leiðin sem þeir völdu sér til að skíða heim reyndist ekki eins góð og í upphafi varætlað.Þeirduttu báðir með þeim afleið- ingum að þeir brotnuðu, annar það iíla að flytja þurfti hann suður. Óhöpp hafa ekki verið mörg það sem af er vetri og er það von gæslumanna skíðasvæðisins að fólk sé ekki að ana út í eitthvað sem það veit ekki hvað er sem gæti svo auðveldlega endað með ósköpum. -ma. HELGA Sigurðardóttir sundkona úr Vestra tók þátt í Háskólamóti í Suður-Caro- lina um síðustu helgi þar sem hún synti á mjög góðum tímum í jardalaug. Hún náði öðrum besta tíma sínum í 100 metra skriðsundi og sínum besta tíma í 200 metra skriðsundi. Helgasynti 100 metra skrið- sund á 52.94 sem breytist í 58.12 í 25 metra laug og 200 metra skriðsund á 1.53.79 sem breytist í 2.04.93 í 25 metra laug en sá tími er 2/100 frá giidandi Islandsmeti í grein- inni. Hún sigraði í báðum sínum greinum og skóli Helgu Alabama háskóli vann mótið. Um næstu helgi tekur hún þátt í sterku háskólamóti og 17. febrúar tekur hún þátt í • Helga Sigurðardóttir sundkonan snjalla úr Vestra gerir það gott í Bandaríkjunum um þessar mundir. meistaramóti háskóla, South Eastern Confrens. c BÆIARINS BESTA • fylgist vel með íþróttum • Óli M. Lúðvíksson og félagar í sveit 2 höfnuðu í 4. sæti í boðgöngunni. íþróttir / skfði: Skíðafélagsmót í göngu á laugardaginn NÆSTKOMANDI laugar- dag fer fram á Seljalands- dal svokallað Skíðafélags- mót í göngu þar sem keppt verður í öllum aldurs- flokkum. Meðal annars verður keppt í 5 km. göngu í flokki 13-14 ára drengja, 7.5 km. göngu 15-16 ára drengja, 10 km.göngu 17-19áradrengja, 15 km. göngu 20-34 ára karla, 10 km. göngu 35-49 ára karla og 10 km. göngu karla 50 ára og eldri. Þá verður keppt í 3.5 km. göngu 13-15 ára stúlkna og 5 km. göngu stúlkna 16 ára og eldri. Allar göngurnar verða með hefðbundinni aðferð. Skráning í mótið er í Sporthlöðunni og er skráningargjald kr. 400. -slfi Bíll til sölu Til sölu er Mitsubishi Pajero, árgerð 1987, bensín, 31" dekk. Skoðaður 1993. Skipti koma til greina. Upplýsingar í símum 3072 og 3135. S.ÁA.-félagar og aðrir áhugamenn Fundur verður með Þórarni Tyrfingssyni, fbrmanniS.Á.Á. áHótel ísafirði miðvikudaginn 27. janúar kl. 20.00. Rætt verður um stöðu S.Á.Á. og fleira. Aliir hjartanlega velkomnir.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.