Bæjarins besta - 20.01.1993, Side 9
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 20. janúar 1993
9
• Jóna Valgerður Krist-
jánsdóttir.
Kvennalistinn:
Þingflokkurinn
fundar á
ísafirði
ÞINGFLOKKUR
Kvcnnalistans ásamt einni
starfskonu listans koma til
ísafjarðar og ræða við
sveitarstjórnir á ísafirði og
nágrenni í dag, miðviku-
dag og á morgun. Þá munu
þær skoða stofnanir og
fyrirtæki og ýmsar
framkvæmdir sem í gangi
eru m.a. jarðganga-
gcrðina.
I>ingflokksfundur verður
haldinn á Hótel Isafirði í
dag kl. 17 og eru allar
kvennalistakonurvelkomnar
á fundinn. Þar verður rætt
um vestfirsk málefni og
þjóðmál almennt.
Fundurinn er hvorutveggja í
scnn vinnufundur og
kynningarfundur og fram-
hald af fundarferðum þings-
flokksinssl.sumarenþáfóru
þær á Austurland og Norð-
Vesturland. Einnig má geta
þess að Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir fór sl. sumar
uni Strandasýslu og Reyk-
hólasvcit til að kynna sér
málefni þeirra byggða og
voru þær heimsóknir vel
heppnaðar.
í þingflokki Kvennalistans
eru þær Kristín Astgeirs-
dóttir.þingilokksformaður,
Anna Olafsdóttir Björnsson,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttirog Kristín Einarsdóttir.
Starfskona listans er Þórunn
Sveinbjörnsdóttir.
-s.
Ferðamál:
Stofnfundi
frestað
SÖKUM ótryggrar
vcðráttu var ákveðið að
frcsta stofnfundi Ferða-
málafélags ísafjarðar sem
halda átti sl. miðvikudag þar
scm nokkrar lykilpersónur
voru vcðurtcpptar í Reykja-
vfk.
Til stóð að reyna á ný í kvðld
miðvikudaginn 20. janúar kl.
20.30. Fundurinn verður
haldinn áefstu hæó Stjómsýslu-
hússins þegar þar aó kemur. Þðr-
dís 0. Arthursdóttir, feróamála-
fulltrúi Akraness, kemur og
heldur erindi um samstarf fyrir-
tækja og stofnana á Akranesi við
uppbyggingu feróaþjónustunnar
þar í bæ.
VegnaveikindaÞórdisarfrest-
ast fundurinn þó enn um sinn og
verður hann auglýstur sér-
stakiega þegar þar að kemur.
-ma.
Uppboðið á Mánagötu 1:
Jakob Olason hæstbjóðandi
-að frágengnu tilboðið Djúps hf.
SVOKALLAÐ vanefnda
uppboð á Mánagötu 1 fór
fram 4. janúar sl. Hæst-
bjóðandi var Jakob Olason,
eigandi veitingastaðarins
Frábæjar, og hljóðaði tilboð
hans upp á 6,3 milljónir. Til-
boð Djúps hf. var ekki tekið
til greina þar sem engar
tryggingar fyrir grciðslu lágu
fyrir. Djúp hf. hefur áður
verið hæstbjóðandi í Mána-
götu 1 en efndi ekki boð sín
og var því efnt til þessa van-
efnda uppboðs.
Að sögn Jakobs Olasonar
kemur uppboðið ekki til með
að breyta neinu í rekstri Frá-
bæjar. Eini munurinn er sá að
nú eiga þau húsnæðið í stað
þess að leigja það áður en
síðasti leigusamningur sem
gerður var átti ekki að renna
út fyrr en eftir 6 ár svo engar
ráðstafanir höfðu verið gerð-
ar varðandi þau mál.
• Mánagata 1.
Aðspurður sagði Jakob að
reksturinn hefði gengið vel á
síðasta ári þrátt fyrir að hann
hefði orðið var við örlítinn
samdrátt og vildi kenna veður-
farinu um. Ferðamenn komu
seinna en ella á síðasta sumri
og í vetur hefur fólkið vestan
heiöa komið minna sökum
ófærðar.
Jakob sagði að breyting-
arnar sem gerðar hefðu verið
á sl. ári hefðu skilað sér vel
og að fólk kynni vel að meta
þennan nýja valkost. Nýlega
var ráðinn kokkur í fasta vinnu
og býður það upp á ýmsa
möguleika varðandi veisluhald
og annað þess háttar.
Hvað starfsmannahald
snertir sagði hann að fjöldi
þess stæði jafnan í stað.
Einhverjar mannabreytingar
hefðu verið en engin fækkun.
Hann bjóst jafnframt við því
að á komandi sumri yrði tekið
eitthvað inn af sumarfólki eins
og undanfarin sumur. _ma
Arnarfjörður:
212 tonn af rækju á land á haustvertíð
-desember með eindæmum lélegur
RÆKJUVEIÐIN við Arn-
arfjörð byrjaði hcldur ró-
lega nú eftir áramót. Ver-
tíðin hófst á fimmtudag fyrir
hálfum mánuði. Góð veiði
var á föstudeginum en í
síðustu viku átti veður stór-
an jiátt í lélegri veiði.
A bátana við Arnarfjörð er
skammtað kvóta til einnar viku
í senn. Það þýðirþað að bátur
með einfaldan skammt má
veiða 3,3 til 3,5 tonn en bátur
með tvöfaldan skammt helm-
ingi meira. Vikuskammtur í
rækjuvinnsluna Rækjuver er
því um 40 tonn en þar eru 17
manns í vinnu.
I nóvember var mjög góð
veiði. Alls veiddust 145 tonn
af rækju en í desepiber aðeins
63 tonn. Kenna menn ótíð og
stuttum degi um. Veiðin nú og
í fyrra er með svipuðu móti
þó er hún aðeins lakari nú.
Alls veiddust 212 tonn á
síðustu vertíð af 700 tonna
kvóta og eru því eftir 488 tonn
sem veidd veróa á vorvertíð.
Flestir rækjuveiðimenn hefðu
ekkert á móti meiri kvóta því
skammturinn er fljótkláraóur.
Tonnin 488 eiga að duga fram
í apríl en ef allir mánuðir verða
eins og nóvember cr nokkuð
víst að sá skammtur verði
uppurinn fyrirþann tíma.
-ma.
• Sunnukórinn á ísafirði æfir nú á fullu fyrir ferð sem áætluð er til vinabæja
ísafjarðar í Danmörku og Svíþjóð.
Sunnukórinn á ísafiröi:
Æfir á fullu fyrir Danmerkurferð
STARFSEMI Sunnukórs-
ins cr nú í fullum gangi og
þessa dagana cr kórinn að
æfa fyrir hið árlcga sólar-
kaffi þeirra sem verður nk.
laugardag.
Síðan verður haldið áfram
með vorverkefnið, sem er að
þessu sinni ferð kórsins til
Danmerkur í júní nk., nánar
tiltekið til vinabæ Isafjarðar,
Hróarskelduog jafnvel verður
skroppið til Svíþjóðar í ferð-
inni þar sem vinabær ísa-
fjarðar Linköping verður
heimsóttur.
Feröin mun taka tiu daga og
því er nú tækifæri fyrir alla á
Isafirði og nágrenni að syngja
með kórnum. Æfingar hefjast
þriðjudaginn 26. janúar kl.
20.15 og verða þær í Tónlistar-
skólanum. í fréttatilkynningu
frá kórnum segir að það sé
alltaf pláss fyrir fleiri félaga,
bæði karla og konur og eru
þeir sem áhuga hafa á að vera
með beðnir að hafa samband
við formann kórsins Reynir
Ingason í síma 3155 eða 3016
eða söngstjórann Beötu Joó í
síma 3397.
-slf
• Frá Sólarkaffinu á sl. ári.
Sólarkaffi ísfirðingafélagsins:
Haldið í 4$. skipti
á fóstudagskvöldið
ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst fyrir sínu
áriega „Sólarkaffi”, hinu 48. í röðinni á Hótel íslandi
nk. föstudagskvöld, 22. janúar.
Hefur þessi hátíð, þar sem því er fagnað að hefðbundnum
vestfirskum hætti, með rjúkandi heitu kaffi og rjóma-
pönnukökum, að sól er farin að hækka á iofti, átt stöðugt
vaxandi vinsældum að fagna hin síðari árin. Húsið opnar
kl. 20, en ki. 21 hefsthátíðar-og skemmtidagskrá. Guðjón
B. Ólafsson, fyrrv. forstjóri, flytur ávarp og dans verður
stiginn til kl. 03. Miða- og borðapantanir eru milli kl. 14
og 18 í síma 91 -687111 til föstudags en aðgangseyrir cr kr.
1.800.
Stjórn ísfirðingafélagsins skipa nú þau Einar S. Einars-
son, formaður, Guðfinnur R. Kjartansson, varaformaður,
Gunnar F. Sigurjónsson, gjaidkeri, Rannveig Margeirs-
döttir, ritari, Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri, Jóhann Jensson
og Helga Þ. Bjamadóttir, meðstjómendur. -s/f.
Isafjarðarkaupstaður
Félagsstarf aldraðra
Sólarkaffi
Sólarkaffió verður fimmtudagurinn 28.
janúar 1993 kl. 14 á Hótel ísafirói.
Kaffihlaðborð kr. 600,-
Feróir frá Hlíf kl. 14.00.
Allir eldri borgarar velkomnir.
Sundkennsla
fyrir fullorðna
Ef næg þátttaka fæst verður boðið upp á
sundnámskeið fyrir fullorðna á vegum
Sundhallar ísafjaróar á mánudögum og
fimmtudögum kl. 21.
Kennsla veróur fyrir byrjendur í sundi og
fyrir þá sem eiga í einhverjum erfiöleikum
meó t.d. öndun o.fl. atriði í bringusundi og
baksundi.
Einnig gæti þetta námskeið nýst þeim sem
vilja hressa upp á fyrri kunnáttu sína í
sundinu. Ef vilji er fyrir hendi veróur
skriósund kennt.
Aðeins 10-12 nemendur verða saman í
hóp í einu.
Kennari verður Rannveig Pálsdóttir
íþróttakennari sem gefur nánari upplýsingar
í síma 3696 eftir kl. 18.00.
Sundhöll ísafjarðar.