Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.01.1993, Side 12

Bæjarins besta - 20.01.1993, Side 12
Fljúgið með elsta starfandi áætlunarflugfélagi a FLUGFELAGID ERNIRf /SA FJA RÐA RFL UG VELL/ S 4200- 04688 LOKAÐ eg vegna Þorrablóts Víkurbær Bolvíkinga Skemmtistaður BolungarvíkS 7130 Kirkjubygging á ísafirði: Bærinn greiði sóknarbarn er ein af óskum sóknarnefndar FRAMKVÆMDIR við kirkjubyggingu á Isafirði hafa staðið í stað í vetur eins og skiljanlegt er en það er h vergi staðar numið við fjáröflun. Fqrmaður Sókn- arnefndar, Björn Teitssoh, hefur sent bæjarráði bréf þar sem óskað er eftir fjár- hagsaðstoð við bygg- inguna. I bréfinu er óskað eftir aó byggingarleyfisgjöld vegna nýrrar kirkju og safnaðar- heimilis verði alveg felld niður. að kaupstaðurinn kaupi af sðknarnefndinni lóð íbúóarhússins að Sólgötu 5 og að kaupstaðurinn styðji kirkjubygginguna að ein- hverju leyti með beinum fjárframlögum. Farið er fram á að greiddar verði eitt þúsund krónur á hvert sóknarbarn á ári meðan kirkjubyggingin stendur sem hæst og er talið að sá tími sé 10 ár. Árið 1993 er verið að tala um þrjár milljónir og líklega sömu upphæð öll hin árin. Samtals gera þetta 30 milljönir sem Bjöm Teits- son telur sóknarnefnd eiga inni hjá bænum. Ástæðuna segir hann vera að bærinn hafi gert minna en upphaf- lega hefði verið búist við í sambandi við niðurtöku Og flutning á gömlu kirkjunni. Einnig talar hann um „þá atburðarrás sem átti sér stað um íóðarmál hér áður þar sem bæjarráð gaf í skynhluti sem þaðgatekki staðið við. Hafa þessi atvik valdið sóknarnefnd verulegu fjár- hagstjóni sem skíptir mörg- um milljónúm.” Engin s vör hafa enn borist frá bænum varðandi þetta mál þar sem erindinu var vísað til fjárhagsáætlunar- gerðar. Björn sagðist ein- ungis hafa heyrt á bæjarráðs- mönnum að það væri ekki ólíklegt að um einhvem fjár- hagsstuðning yrði að ræða. -ma. • Nýstofnað fyrirtæki á ísafirði, Sandeyri hf. hefur fest kaup á togaranum Látravík BA (áður Þrymur BA) og er skipið væntaniegt til ísafjarðar í byrjun febrúar. Pátreksfjöröur / ísafjörður: Látravíkin í flota ísfirðinga ÚTGERÐARFÉLAG Pat- reksfjarðar hf. hefur selt togarann Látravík BA til Sandeyrar hf., sem er ný- stofnað hlutafélag á Isafirði í eigu Básafells hf., Vél- smiðjunnar Þryms hf., og Pálma Stefánssonar skip- stjóra. Meó Látravíkinni sem áður hét Þrymur BA 7 er seldur 245 tonna rækjukvóti en Útgerðar- félag Patreksfjarðar hélt eftir 750 þorskígilda botnfiskkvóta sem fyrirtækið fyrirhugar að hluta til að selja til útgerða á Patreksfirði og færa hluta yfir á minni bát sem fyrirtækið hefur hug á að kaupa í stað Látravíkur. Að sögn Eiríks Böðvars- sonar hjá Básafelli hf. er á- ætlað að skipið komi til ísa- fjarðar um næstu mánaðar- mót og mun það þá þegar hefja togveiðar og mun afli skipsins verða seldur á mörkuðum eða fluttur beint út á erlenda markaði. Síðar mun skipið fara á úthafsrækjuveiðar og verður aflanum þá landað hjá Básafelli. Látravík B A var upphaflega í eigu Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar en þegar það varð gjaldþrota keypti Oddi hf. skipið af Byggðastofnun. Árið 1991 stofnaði Oddi hf. sjálfstætt félag um reksturinn með þátttöku Straumness hf. og verkalýðsfélagsins á stað- num og gekk Patrekshreppur í ábyrgð vegna kvótakaupa fy rir útgerðina, en á síðasta ári leysti hreppurinn ábyrgðirnar til sín. -s. Bíldudalur: Þingeyrarprestakall: Olafur Jens kjörinn sóknarprestur Sölvi farinn til Grundarfjarðar ÍSÍÐUSTUvikuvarendan- I fjarðarhf.átogaranumSölva lega gengið frá kaupum Bjarnasyni BA af Útgerðar- Hraðfrystihúss Grundar- | félagi Bílddælinga hf. Samþykki stærstu veðkröfu- hafa og annarra kröfuhafa lá fyrir er gengið var frá sölunni og hefur skipið verið afhent nýjum eigendum. Áhöfn skips- ins var boðið að halda skips- rúmi sínu, þrátt fyrir söluna. -s. ÓHÁÐ FRETTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM ísafjörður: Tvö innbrot MJÖG rólcgt var á ísa- firði uiti síðustu helgi að sögn lögreglunnar á ísa- firði. Lítið bar á ölvun og óspektum og virðist sem einhver værðsé yfir bæjar- búum þessa síðustu daga áður en Þorrinn hefst. Einn maður gisti þó fangageym sl u r 1 ögregl u nnar aðfararnótt föstudagsins eftir heimilisófrið á milli hans og eiginkonu hans. Að- faramótt laugardagsins kom maður, alblóðugur í andliti á lögreglustöðina, og sagði að flösku hefði verið kast- að í höfuð hans er hann var að ganga frá heimili sínu. Maðurinn taldi sig vita hver hefði þarna verið að verki og ætlaði að útkljá málið upp á eigin spýtur. Sömu nótt var tilkynnt um innbrot í fiskvcrkun Ásgeirs SalómonssÖnar við Sunda- höfn þar sem talið er að 5-6 kílóum af harðfiski hafi verið stolið. Innbrotið er óupplýst. Þá fékk lögreglan tilkynningu um aðþað væri verið að brjótast inn í Gamla sjúkrahúsið við Eyrargötu. Lögreglan fór á vettvang og gómaði þrjú ungmenni á staðnum. Litlar skemmdir urðu á húsinu aðrar cn að tveir gluggar höfðu verið brotnir. Ungmennin gátu litlar skýringar gefið á at- ferli sínu aðrar en að um fíflaskap hafi vcrið aó ræða. -5. Á FIMMTUDAG í síðustu viku fóru fram prcst- kosningar í Þingeyrarpresta- kalli. Einn umsækjandi var um prestakallið sr. Olafur Jens Sigurðsson núverandi fangaprestur í Reykjavík og var hann kjörinn með 20 at- kvæðum en 21 sóknar- nefndarmaður tók þátt í kosningunni. Til stóð að kosningin færi fram að Núpi í Dýrafirði en vegna óveðurs og ófærðar varð að færa hana að Gemlu- falli þar sem til leiks mættu 21 atkvæðisbær maður af þeim 39 sem höfðu rétt til að kjósa. Gert er ráð fyrir að Ólal'ur Jcns taki til starfa í byrjun næsta mánaöar. -s. Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði: Verkfafl er eina vopn verkafólks -segir m.a. í ályktun félagsins sem sagt hefur upp kjarasamningum VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Baldur á ísafirði samþykkti á fundi sínum sem haldinn var 6. janúar síðastliðinn að segja upp kjara- samningum félagsins með mánaðarfyrirvara og verða því samningar félagsins lausir frá og með 7. febrúar nk. Uppsögn kjarasamninganna er byggð á ákvæði í 12. grein laga félagsins þar sem segir m.a. að verði breyting á gengisviðmiðun íslensku krónunnar er samningurinn uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Á fundinum var einnig samþykkt ályktun þess efnis að fundurinn telji að með efna- hagsráöstöfunum sínum hafi ríkisstjórn Islands rofið þá þjóðarsátt sem gilt hefur frá vordögum 1990 og að verka- lýóshreyfingin geti ekki sætt sig við vöruverðshækkanir, stórauknar skattaálögur, vaxtaokur og skerðingu á félagslegri þjónustu sem launafólk hefur mátt þola að undanförnu. Þá hvatti fundurinn verka- fólk til baráttu fyrir launa- hækkunum til að mæta minnkandi kaupmætti og ef stjórnvöld breyttu ekki um stefnu ætti verkafólk ekki nema eitt vopn til að grípa til þ.e. að fara í verkfall. -s. • Húsnæði Verkalýðsfélagsins Baidurs á ísafirði. Félagið hefur sagt upp kjarasamningi sínum.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.