Bæjarins besta - 24.03.1993, Blaðsíða 10
10
BÆJARINS BESTA ■ Mióvikudagur 24. mars 1993
Hermann
Hákonar
SPAUGARI síðustu
viku Björn Helgason
íþrótta- og æskulýðsfull-
trúi Isafjarðarkaupstaðar
skoraði á Hermann Há-
konarson verslunarmann í
Sporthlöðunni að koma
með næstu sögu og hér
kemur hún eða þær skul-
um við segja:
Viðskiptavinurinn: Ég
ætla að kaupa skáldsögu!
Gulli bóksali: Ja, sjálfsagt
veistu nafnið á henni eða
höfundinum?
Viðskiptavinurinn: Nei,
satt að segja ætlaði ég að
biðja þig um að stinga upp
áeinhverju góðu lesefni.
Gulli bóksali: Ég skal
reyna. Viitu eitthvert létt-
meti eða kannski þyngri
bók?
Viðskiptavinurinn: Það
skiptir engu, ég er með bíl
hérna fyrir utan.
Ung hafnfirsk hjón keyptu
gamalt einbýlishús og byrj-
uðu þau strax að breyta því.
Þau brutu niður milliveggi
og fleira. I einum milli-
veggnum fundu þau beina-
grind. Um hálsinn á beina-
grindinni hékk verðlauna-
peningur sem á stóð: Hafn-
arfjarðarmeistari í feluleik
1915!
Ég skora á Gísla Ulfars-
son verslunarmann í Hamra-
borg að koma nokkra góða.
Fréttir af sjávarútveginum, fiskvinnslunni og fleira íþeim dúr
4,"
ísafjörður:
Júlíus með afla fyrir 23
milljónir
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS-270
landaði í gær á ísafirði 150 tonnum af freðnum
fiski sem gerir um 230 tonn upp úr sjó.
Afli Júlíusar var blandaður en mest bar þó á karfa
og þorski. Aflaverðmæti túrsins sem tók þrjár vikur
var 22-23 milljónir króna.
Bremerhaven:
Dræm sala
hjá Bessa
Togarinn Bessi ÍS-410
frá Súðavík seldi afla
sinn, 246 tonn á fisk-
markaðinum í Bremer-
haven á fimmtudag í
síðustu viku.
Að sögn Steins Kjartans-
sonar hjá Frosta hf. var
salan fremur dræm en
aðeins 22,2 milljónir króna
fengust fyrir aflann sem
gerir 90 kr./pr.kg. Steinn
sagði verðið hafa verið rétt
undir meðallagi en því væri
ekki að leyna að vonir
heföu staðið til betra verðs
enda hefði aflinn verið mjög
góður.
Frá Bremerhaven fór
Bessinn til Hull í Englandi
þar sem hann var tekinn í
slipp. Aætlað er að skipið
komi til Súðavíkur í byrjun
apríl.
Ritur hf:
Tæp 62
torni af
rækju á
land
Þrettán innfjarðar-
rækjubátar lögðu upp
afla sínum hjá fisk-
vinnslufyrirtækinu Rit
hf. á Isafirði í síðustu
viku. Aflahæstur þeirra
var Dröfn með 10.4 tonn
en aðrir bátur öfluðu
sem hér segir:
Bryndís IS, 4,11., Dagný
íS, 0.2 t., Finnbjörn ÍS, 5,4
t., Gunnvör ÍS, 3,8 t., Haf-
rún II ÍS, 3,3 t., Húni ÍS,
4,8t.,NeistiíS, 6,2t.,Ritur
ÍS, 4,9 t., Stundvís IS, 5,0
t., Sæbjörn ÍS, 4,3 t., Sæ-
dís IS, 4,5 t. og Þjóðólfur
ÍS, 4,8 tonn.
B remerha ven:
Guðbjörg selur þrátt fyrir slæmar
markaðshorfur
Guðbjörg ÍS-46 fiskar nú í siglingu en áætlað er að hún selji afla sinn í
Bremerhaven í Þýskalandi 31. mars nk (ekki 31. maí eins og stóð í síðasta
tölublaði).
Uppistaðan í afla Guðbjargar mun vera karfi en verð á honum hefur hrapað
niður úr öllu valdi á fiskmörkuðum í Þýskalandi að undanfornu og fór lægst í kr.
77.54 pr./kg. Bessi seldi í Bremerhaven 18. mars síðastliðinn og fékk 90 kr./kg.
sem var undir meðalverði en þó ívið hærra en var vikuna á undan. I samtali við
Fiskifréttir í síðustu viku sagói Hildur Agnarsdóttir hjá Aflamiðlun að óvissa ríkti
um framhaldið en enn hefði ekki verið hætt við bókaðar sölur.
Þorleifur Pálsson hjá Hrönn hf. útgerðarfélagi Guóbjargarinnar sagði í samtali
við blaðið að Guðbjörgin myndi halda sínu plani og selja 31. mars nk.
Guðbiartur ÍS-16:
Forsetinn
mætti 1 af-
mælisveisluna
Skipverjar á Guð-
bjarti, héldu á laugar-
dagskvöldið upp á 20
ára afmæli skipsins.
Við værum nú sosum ekkert
að tíunda það nánar, nema
vegna þess að í veislunni birtist
forseti lýðveldisins, Vigdís
Finnbogadóttir. Vildi hún
þakka fyrir sig með nærveru
sinni, að sögn, en þeir sem
muna, minnast þess að það
mun hafa verið skeyti frá á-
höfn Guðbjarts, árið 1980,
sem að gerði útslagið um að
Vigdís ákvað að fara í fram-
boð, að eigin sögn.
Vigdís heilsaði sérstaklega
upp á skipstjórann, Hörð
Guðbjartsson. Hún kom þó
ekki vestur eingöngu vegna
þessa, en notaði tækifærið þar
sem hún var hér stödd vegna
jarðarfararSigríðar J. Ragnar.
Súdavík:
22 toirn af
Tveir bátar lönduöu
afla sínum hjá Frosta
hf. í Súþavík í síðustu
viku. Haffari landaöi
16. mars, 70 tonnum
af blönduðum afla og
Kofri landaði 22 tonn-
um af úthafsrækju á
fimmtudag.
Fjórir innfjarðar-
rækjubátar lönduðu afla
sínum hjá Frosta hf. í
síðustu viku og var
Fengsæll þeirra afla-
hæstur méð 12,8 tönn.
Sigurgeir Sigurðsson
landaði 7,8 tonninn,
Gunnar Sigurðsson 7,3
tonnum og Hafrún 4,4
tonnum.
Þingevri:
tonn
Þingeyringar hafa
ekki farið varhluta af
gæftaleysinu undan-
farna viku. Lxnubátar
staðarins komust ekki
nema í einn róður í
vikunni og v aflinn
eftir því.
Máni landaði aðeins
280 kg. eftir einn róður,
Tialdanes 2.848 kg., og
Tjaldanes II, 168 kg.
Framnes landaði aftur á
móti 110 tonnum og var
uppistaðan í aflanum
ufsi.
Básafell hf:
Guðmundur
Péturs með
16 tonn
Einungis fimm inn-
fjarðarrækjubátar
lögðu upp afla sínum hjá
Básafelli hf. á ísafirði í
síðustu viku, samtals
rúmum 33 tonnum.
Donna ST var þeirra
aflahæst með 8,91., næstur
kom Aldan ÍS með 8,2 t.,
Halldór Sigurðsson IS með
7,6 t., Bára ÍS með 5 t., og
Guðrún Jónsdóttir sem var
með 3,7 tonn. Þá landaði
Guðmundur Péturs tæpum
16 tonnum af úthafsrækju
og Sæfellið landaði 3
tonnum, mestmegnis stein-
bít.
Bakki:
Kvótinn
uppurinn
Enginn innfjarðar-
rækjubátur lagði upp
afla sínumhjá Bakka hf.
í Hnífsdal í síðustu viku.
Astæðan er sú að kvóti
fyrirtækisins er upp-
urinn og bíða menn þar
á bæ því eftir því að út-
hafsrækjuveiðin hefjist.
Vinna liggur þó ekki niðri
hjá Bakka, því þessa dag-
ana er unnin tvífryst rækja.
Samkvæmt skýrslu Haf-
rannsóknastofnunar á ísa-
firði sem blaðinu barst í
gær á eftir að veiöa tæp
407 tonn af rækju úr Isa-
fjarðardjúpi það sem eftir
er vertíðar en heildar-
kvótinn var 2.510.000 tonn.
Bolungarvík:
Algjört
gæftaleysi
Mjög lítill afli barst að
landi í Bolungarvík í
síðustu viku og sagði
viðmælandi hlaðsins
þar í bæ að um algjört
gæftaleysi væri að ræða,
allt væri steindautt.
Sex bátar lönduðu í
síóustu viku og var afli
þeirra mjög rýr en komust
þrír þeirra ekki nema í einn
róóur og tveir aórir í tvo
róðra. Guðný landaði 7,21.
eftir tvær legur, Flosi 2,71.
einnig eftir tvær legur og
Jakob Valgeir landaði 1,9
t., Hafórn2,31., ogKristján
2,5 t., allir eftir eina legu.
Þá landaði Páll Helgi 15,7
tonnum eftir sjö róðra en
hann er á netum.
Engin loöna barst á land
í Bolungarvík en heildar-
aflinn sem borist hefur þar
til vinnslu í vetur er
kominn í 9.600 lestir. Dag-
rún IS-9 er nú að veiðum
og gert er ráð fyrir að hún
stoppi eftir þann túr vegna
rekstrarörðugleika.
■*«3r
ji
& 11 IBiÍffl!
\i ffA'V
^ ■ * M
l J* \\ iW \\ -^r.
Aflaverðmæti Skutuls um 19 milljónir
Rækjutogarinn Skutull frá ísafirði landaði á mánudag rúmum 145 tonnum
af góðri rækju. 105 tonn af afla Skutuls fer til vinnslu á ísafirði en 40 tonn
fara á Japansmarkað. Aflaverðmæti skipsins er áætlað um 19 milljónir
króna.
Tveir aðrir togarar hafa landaó á Isafirói aó undanfórnu. A laugardag landaði
Guðbjartur ÍS-16 110 tonnum og á mánudaglandaói Gyllir IS-261, 125 tonnum. Páll
Pálsson ÍS-102 er á veiðum sem og Guóbjörg IS-46 sem fiskar nú í siglingu en skipió
á bókaðan söludag í Bremerhaven 31. mars nk.