Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.03.1993, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 24.03.1993, Blaðsíða 7
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 24. mars 1993 7 Fegurðarsamkeppni Vestfjarða 1993: Hver verður kjörin fegursta stúlka Vestfjarða? EINS og komið hefur fram hér í blaöinu, þá munu átta stúlkur taka þátt í kcppninni um fegurstu stúlku Vest- fjarða scm fram fer í veit- ingahúsinu Krúsinni nk. laugardagskvöld. Urslitakvöldið hefst klukk- an 19 með fordrykk. Klukkan 20 munu stúlkurnar ganga í salinn klæddar síðkjólum og síðan verður boðið uppá þrí- réttaða máltíð. Stúlkurnar munu síóan koma fram í tísku- sýningu frá Jóni og Gunnu og Krismu og börn á aldrinum 7- 12 ára munu sýna viðstöddum dansinn „Grease”, klædd föt- um frá Legg og Skel. Danspar frá Dagnýju Björk danskennara mun sýna gestum syrpur úr standard- og latindönsum. Síðan koma stúlkurnar á sund- fatnaði frá „Belgor” og síðan í síðkjólum sem fyrirtæki á Isafirði sáu til að keypt yrðu fyrir stúlkurnar. Sjálf krýningin fer síðan fram á miðnætti en þá mun dómnefndin væntanlega vera búin að velja fegursta fljóð Vestfjarða 1993 ásamt ljós- myndafyrirsætu ársins. Stúlk- urnar sjálfar munu síðan velja vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi. Dómnefnd kvöldsins verður skipuð fimm mönnum, þremur frá Reykjavík og tveim- ur Vestfirðingum, þeim Selmu Stefánsdóttur, fegurðardrottn- ingu Vestfjarða 1991 og Mört- hu Marteinsdóttur sem kosin var ljósmyndafyrirsæta Vest- fjarða sama ár. Að krýningunni lokinni verður dansleikur til kl. 03 og er hann öllum opinn. Nýr aðili hefur bæst í hóp þeirra sem styrkja keppninaen það er fyrirtækið Rek-IS hf. í Reykjavík sem m.a. selurhinar vinsælu No Name snyrtivörur. Rek-IS gefur ungfrú Vestfirðir veglegan gjafapakka með snyrti vörum frá No Name, ljós- myndafyrirsætan fær ilmvatn frá Gale Hayman Beverley Hills, ásamt því að næst þegar hún kemur til Reykjavíkur fær hún Make-up frá förðunar- meisturum No Name. Vin- sælasta stúlkna fær síðan No Name snyrtivörur. A úrslita- kvöldinu verða allar stúlkurnar farðaðar með No Name snyrtivörum og mun Svana í Krismu sjá um það verk. -s. Bolungarvík: Arshátíð Grunnskólans, Tónlistarskólans og Tópas Árshátíð Grunnskóla Bol- ungarvíkur, Tónlistarskóla Bolungarvíkur og Félagsmið- stöðvarinnar Tópas verður í Víkurbæ á laugardaginn. Sýningar verða tvær; sú fyrri klukkan 14 og sú síðari klukkan 20.30. Athygli er vakin á því að kaffisala verður einungis á fyrri sýn- ingunni, en það er breyting frá fyrri árum. Þaó eru nemendur á aldr- inum cllefu til sextán ára sem skemmta og er dagskráin fjöl- breytt; leikrit, söngur, dans og fleira. Aðgangseyrir verður 200 krónur fyrir börn yngri en tólf ára en 500 krónur fyrir eldri. Verð á veitingum er 400 krónur fyrir eldri en tólf ára en 200 krónur fyrir yngri. Um kvöldið leikur hljóm- sveitin Víkurbandið endur- gjaidslaustfyrirdansi unglinga fædda 1980 eða fyrr og mun dansinn duna til klukkan 2 eftir miðnætti. Allur ágóði árshá- tíðarinnar rennur í ferðasjóð nemenda í níunda og tíunda bekk. -hjlf María Aðalbjamardóttir frá Gamla bakaríinu bauð gestum upp á hinar ýmsu vörur m.a. kókoslengjur og kossa. ísafjörður: Fagranesið yfirfylltist strax við opnun -„Skíðakolaportið” fékk góðar undirtektir „ÞETTA gekk mjög vel. Skíðakolaportið fékk mjög góðar undirtektir, bæði hjá þeim sem voru með sölubása og hjá bæjarbúum. Eg gat ekki betur heyrt en að allir væru mjög ánægðir” sagði Kristín Karlsdóttir ein af driffjöðrunum hjá Skíðafél- agi ísafjarðar um árangurinn af „skíðakolaportinu” sem haldið var um borð í djúp- bátnum Fagranesi síðast- liðinn sunnudag. Á „skíðakolaportinu” seldu sautján aðilar vörur sínar og voru þeir allir mjög ánægðir með viðtökur bæjarbúa að sögn Kristínar. Á annað þús- und manns komu um borð í Fagranesið þær fjórar klukku- stundir sem verslunin stóð yfir og gerðu margir þeirra góð kaup enda margar vörur á niðursettu verði. Þegar skipið opnaði klukkan tvö yfirfylltist skipið af fólki sem virtist vera mjög ánægt með þessa ný- breytni. Þegar líða tók á daginn gerðist fjöldinn „viðráðan- legri” og var enn fjöldi fólks um borð þegar yfir lauk um klukkan sex. Það var Skíðafélag Isa- fjarðar sem stóð fyrir „skíða- kolaportinu” og hafði félagið 120 þúsund krónur upp úr deginum. Komu þeir peningar inn vegna leigu á sölubásum og kaffisölu sem stóð yfir í matsal skipsins. Djúpbáturinn hf., eigandi Fagranessins lét skipið endurgjaldslaust til Skíðafélagsins og vill Skíða- félagið koma á framfæri þökk- um til eigenda skipsins sem og allra þeirra sem tóku þátt í að gera „skíðakolaportið” að veruleika. Ljósmyndari blaðsins leit inn í skipið um þrjúleytið á sunnudag og tók þá með- fylgjandi myndir. . -s. Margir lögðu leið sína að kynningarhás Tryggva Tryggva- sonar umboðsmanns Vífilsfells á Isafirði en þar var gestum boðið upp á að smakka snakk og kók. Aðalfundur Sögufelags ísfiröinga verður haldinn á Hótel ísafirði - 5. hæð, miðvikudaginn 31. mars 1993 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félags ins. 2. Reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu. 3. Talning atkvæða og lýst stjórnarkjöri. 4. Tiliögur um starfsemi félagsins á næsta ári. 5. Elísabet Gunnarsdóttir segir frá húsa- könnun, sem nú fer fram á ísafirði, og sýnir myndir af gömlum húsum. 6. Önnur mál. Aðalfundur Aðalfundur Skotfélags ísafjarðar verður haldinn í kvöld, 24. mars, að Hótel ísafirði, 5. hæð kl. 20.30 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Kaffiveitingar. Stjómin. í IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ NÝSKÖPUN í SMÁIÐNAÐI Iðnaðarráðuneytið áformar í samstarfi við Iðntæknistofnun íslands, Byggða- stofnun og atvinnuráðgjafa út um land að veita styrki, þeim sem hyggjast efna til nýjunga í smáiðnaði eða stofna ný iðnfyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir til aðgreiðafyrirtæknilegum undirbúningi, hönnun, stofnsetningu nýrrar fram- leiðslu, svo og markaðssetningu. Þeir eru ætlaðir þeim, sem hafa þegar skýrt mótuð áform um slíka starfsemi og leggja í hana eigið áhættufé. Umsækjendur snúi sér til iðn- og at- vinnuráðgjafa eða Iðntæknistofnunar íslands, fyrir 23. apríl næstkomandi.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.