Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.03.1993, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 24.03.1993, Blaðsíða 12
Fljúgið með elsta starfandi áætlunarflugfélagi á íslandi. írnTrp ÍSAFJARÐARFLUGVELU &4200 m 4688 TBYCCiliC HF | Umboð: <^9* Björn Hermannsson Hafnarstræti 6, sími 3777 Frá slysstað. Lögregla og hjónin úr Bolungarvik aðstoða manninn við að komast á sjúkrabörur. Óshlíð: Bifreiðin stöðvað- ist í fjöruborðinu UM MIÐJAN dag á fimmtudag í síðustu viku varð það óhapp á Óshlíðar- vegi að fólksbifrcið fór út af veginum og stöðvaðist ekki fyrr en 10-15 metrum neðan vegar, í fjöruborðinu. Einn maður var í bílnum og mun hann hafa misst vald á bíl sínum í hálku. Er bíllinn rann til, tók hann fyrst stefnu upp fyrir veginn en snerist síðan og út af neðri hluta hans þar sem hann valt og stöðvaðist ekki fyrr en á stórum steini í flæðarmálinu. Hjón úr Bolung- arvík sem voru að aka veginn komu að slysstaö og að- stoðuðu manninn sem er 74 ára gamall, þar til lögregla og sjúkralið komu á vettvang. Óhætt er að segja að mað- urinn hafi sloppið vel frá slysinu. Hann er þó marinn og viðbeinsbrotinn og liggur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isa- firði. -s. Óshlíð: JFE með lægsta tilboð í byggingu vegskála um Hvanngjá innri Á MÁNUDAG voru opnuð tilboð í byggingu vegskála um Hvanngjá innri á Óshlíð sem ráðgert er að reisa í sumar. Níu tilboð bárust í verkiðog var það hæsta rúm- lcga 106% af kostnaðará- ætlun og það lægsta 75,8% af kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið kom frá JFE Byggingaþjónustunni hf. í Bolungarvík og hljóðaði það upp á kr. 42.876.550., sem gerir 75,8% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á kr. 56.545.038. Næst lægsta tilboðið kom frá Naglanum hf. á Isafirði, kr. 45.454.000, Byggingafélagið Virkir hf. í Mosfellsbæ bauð kr. 46.225.400 og Tak hf. í Búðardal bauð kr. 47.800.000 í verkið. Eiríkur og Einar Valur hf. á ísafirði buðu 47.970.000., Nesverk hf. í Reykjavík kr. 56.647.643., Lárus Einarsson Mosfellsbæ kr. 59.507.090., Gunnar og Guðmundur hf. - Klæðning, kr. 59.547.000., og Istak hf. í Reykjavík kr. 59.974.623 sem var rúmlega 106% af kostnaðaráætlun. -s. Súðavík: Ragnar hætt- ir sem spari- sjóðsstjóri RAGNAR Jörundsson sem gegnt hefur starfi sparisjóðs- stjóra Sparisjóðs Súðavíkur um þriggja ára skeið lætur af því starfi um mitt þetta ár. Ragnar hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsvíkur og mun væntan- lega taka við því starfi í júlí. Ragnar hefur eins og áður sagði verið sparisjóðsstjóri í Súðavík um þriggja ára skeið en þar áður starfaði hann sem sveitarstjóri á Suðureyri til fjögurra ára. Ragnar sagði í samtali við blaðið að ákvörð- un þessa efnis hefði verið tekin í síðustu viku og að hann hlakkaði til að takast á við nýja starfið sem væri þrefallt umfangsmeira en starf hans í Súðavík. „Þegar við banka- menn tölum um stærð banka og sparisjóða þá tölum við um innlán, því það er þaö verkfæri sem við notum til að vinna með, og sparisjóðurinn í Ólafsvík hefur þrefallt meiri innlán en Sparisjóóur Súða- víkur auk þess sem stööug- ildin eru 5,5 á móti tveimur í Súðavík. Mér hefur líkað mjög vel hér í Súðavík. Mér hefur fundist mjög gott að vera hérna. Eg fékk mjög góðar viðtökur af íbúunum þegar ég kom og það er ekki síst þeim að þakka hvernig sparisjóð- urinn hefur náð sér upp úr þeirri Ragnar Jörundsson. lægð sem hann var í. Ég kem því til með að sakna margs héma en eins og ævi manns er, þá veit maður aldrei hvar maður lendir. Þegar manni býðst betra þá er ekkert nema eðlilegt að maður taki því en ég kem til með að sakna margs hérna”. Eftirmaður hans hjá Spari- sjóði Súðavíkur hefur ekki veriðráðinn. „Sparisjóðurinn í Súóavík er kominn í góðan rekstur og það gengur vel og miðað við óbreytt ástand er bjart framundan” sagði Ragnar. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM ísafjörður: Erilsöm helgi SÍ ÐASTA helgi var frem- ur erilsöm hjá lögreglunni á ísafirði cn mikið var um ölvun og óspektir á föstu- dags- og laugardagskvöld og þá sérstaklega fyrra kvöldið. Rétt eftir miðnætti að- fararnótt laugardagsins var lögreglan kvödd að veitinga- húsinu Sjallanum en þar voru tveir ölvaóir menn í slags- málum. Er lögreglan kom á vettvang sljákkaói í mönn- unum og var þeim ekið til síns heima. Sömu nótt var lögreglan í tvígang kölluð að Mánagötu 4 (Hernum) vegna ölvunar og óláta og voru þeir sem þar voru að verki reknir út úr húsinu. Rétt fyrir klukkan 20 á laugardagskvöid var lög- reglan kvödd aó veitinga- staðnum Frábæ þar sem öl váður maður hafði brotið rúóu eftir aó honum haföi veriö vikið út af staðnum vegna óláta. Sömu nótt var lögreglan kvödd að Krúsinni þar sem ölvaður maður gekk berserksgang. Hann var vistaður :í fangaklefa. Um hádegisbil á sunnudag var síðan ökumaður ei nn tekinn grunaður um ölvun við akstur. Hornvík: Heimkomunni seinkaði Björgunarsveitarmenn á ísafirði undirbúa sig til að hefja eftirgrennslan að húsfrúnni í Hornbjargsvita. SÍÐDEGIS á mánudag stóö til að hefja eftir- grcnnslan eftir húsfrúnni á Hornbjargsvita er hún hafði ekki skilað sér í vitann eftir rúmlega tveggja og hálfs sóIarhringsfjarveru.Til þess kom þó ekki, því hún kom fram um það leyti er björg- unarsveitarmenn á ísafirði voru að leggja úr höfn. Húsfreyjan sem er af er- lendu bcrgi brotin fór á há- degi á laugardag á skíðum og ætlaði yfir í Homvík þar sem húnhugðistdveljaumnóttina. Er hún hafði ekki skilaó sér til baka um miðjan dag á mánudag óskaði vitavörð- urinn, Olafur Þ. Jónsson eftir því við SÍglufjaróarradíó, að feróir konunnar yrðu kann- aðar. Fóru lögreglumenn ásamt björgunarsveitarmönn- um frá Isafirði af stað um klukkan 18.30 en voru rétt komnir út úr hafnarkjaftinum á Isafirói er tilkynning barst um að konan væri komin fram heil á húfi. Konan sem mun vera vön slíkum ferðum mun hafa hreppt slæmt veður á leið- inni, sem aftur leiddi til seinkunar á heimkomu hennar. -s. ísafjörður: Stökk í sjóinn RÉTT fyrir klukkan fjögur aðfararnótt síðast- liðins iaugardags fékk lög- reglan á ísafirði tilkynn- ingu um að ung stúlka hefði fallið í sjóinn við hafnarvogina í ísafjarðar- höfn. Lögreglan fór þegar á staðinn og hafói þá piltum sem voru nærstaddir tekist að ná stúlkunni, scm er rétt innan við tvítugt, á þurrt. Sérstaklega sýndi einn pilt- anna þrekvirki en hann henti sér í sjóinn á eftir stúlkunni og hélt henni þar til björgun barst. Stúlkan var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Isa- firði þar sem hún var um nóttina. Henni varekki meint af volkinu. Olvun var í spilinu. -s.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.