Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.03.1993, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 24.03.1993, Blaðsíða 6
6 BÆjARINS BESTA • Miðvikudagur 24. mars 1993 Baldur Hreinsson lögga og formaður LL: Löggur þurfa að vera leikarar Skammstöfunin hér að ofan stendur fyrir Litla leikklúbbinn á Isafirði, ekki Lands- samband lögreglu- manna. Það er að vísu líka lögga sem er formaður Landssam- bands lögreglu- manna, eins og gefur að skilja — en það er ekki Baldur. Baldur lögga er formaður Litla leikklúbbsins og á föstudaginn frum- sýnir klúbburinn barnaleikritið Kardimommubœinn eftir Tliorbjörn Egner, í leikstjórn Guðjóns Olafssonar, í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Þess vegna þótti okkur á BB tilvalið aðfá Baldur í spjall um klúbbinn — og lögguna. Þú ert formaður klúbbsins með hógværa nafnið?, er það fyrsta sem ég segi við Baidur þegar við hittumst á sunnu- daginn á ritstjórn BB. „Já, það má segja það,” svarar Baldur, „en ég vil breyta nafninu.” Af hverju? ,,Ég veit það varla. Eg hef eiginlega aldrei kunnað við þetta nafn — þetta hógværa nafn, eins og þú segir — mér finnst það einhvern veginn gera klúbbinn dálítið lítinn, ef svo má segja.” Þú segir nokkuð. En hversu stór er þá Litli leikklúbburinn? „Hann telur um hundrað skráða félaga og setur upp sýningar tvisvar á ári — vor og haust. Það má segja að það séu tuttugu til þrjátíu félagar virkir í hverri sýningu sem sett er upp. Við vildum að þeir væru fleiri, en við erum sjálf- sagt í samkeppni við eitthvað. Hvort það er sjónvarpið eða letin, veit ég ekki — kannski áhugaleysi.” En aðsókn aó sýningunum er hún þá góð? „Hún hefur verið það, en Isfirðingarkaupaekki allt. Þeir vilja heist fá eitthvað í líkingu við Kardimommibæinn, Dýrin í Hálsaskógi eða einhvern brjálæðislega fyndinn farsa. Farsa sem hefur verið sýndur áður, til dæmis í Reykjavík og gengið vel þar, þá kemur fólk. En barnaleikritin ganga best.” Ahorfendur neyða ykkur til að vera á léttum nótum? „Já, það þýðir ekkert fyrir okkur að bjóða upp á annað. Við sýndum Ættarmótið eftir BöðvarGuðmundsson í fyrra, sem er mjög skemmtilegt leik- rit. Ég held við höfum fengið um fjögurhundruð áhorfendur, vorum að sýna fyrir þrjátíu til fjörutíu manns. I hittifyrra sýndum við Dýrin í Hálsa- skógi og fengum tólfhundruð manns, fullt á hverja sýningu.” Ljónið er kvenmaður Nú er það Kardimommu- bærinn, og þú ert væntanlega bæjarfógetinn? „Nei, ég er ekki að leika núna. Ég hef leikið í þremur sýningum en ég er alltaf með, er þá að gera eitthvað annað, smíða, mála og stússast í kringum sýningarnar. Það er mjög erfitt fyrir formann klúbbsins að taka þátt í upp- setningunum sem leikari. Mestur tíminn fer í að mæta á æfingar og þá gerir maður lítið annað. Ef miðað er við texta í Kardimommubænum þá má segja að aðalhlutverkin séu nokkuð mörg: Það eru ræn- ingjarnir, bæjarfógetinn, Tób- ías í turninum, Soffía frænka og fleiri. Við höfum þarna auðvitað valinkunnugt lið í hlutverkunum. Ræningjana leika Arni Traustason, Sig- urður Oddsson og Heiðar Oskarsson. Páll Gunnar Lofts- son leikur Bastían bæjarfógeta. Tóbías leikur Eggert Stefáns- son og Soffíu frænku leikur Gerður Eðvaldsdóttir. Leikendur í sýningunni eru hátt á fjórða tuginn. Við erum meðal annars með barnakór frá Tónlistarskólanum og það er mjög skemmtilegt. A svið- inu verða einnig kameldýr, asni og ljónið auðvitað. Og það er kvenmaður sem leikur ljónið.” Er það eitthvað sérstaklega illúðugur kvenmaður? „Nei nei, alls ekki. Málið var að hún er með þannig hár að það er þægilegt að búa til makkann.” Uppistaða Litla leikkiúbbs- ins, er hún ungt fólk? „Það er að breytast mikið. Klúbburinn er að verða þrjátíu ára gamall — stofnaður 1965. Og það var ungt fólk sem stofnaði klúbbinn. A árunum 1965 til 1975 var klúbburinn mjög virtur og vel metinn og þetta varþekktleikfélag. Síðan kemur í þetta einhver lægð og fyrir nokkrum árum var mjög erfitt að fá eldri félaga til að vera með. Þeir voru kannski orðnir þreyttir sem vonlegt er. En þetta er allt að lagast núna og virðist vera að koma aftur. En við höfum til dæmis ekki gamla karla og konur, það er mjög erfitt að finna þau.” Baldur Hreinsson á vaktinni. Börn klappa ekki ef þeim leiðist Eldist þetta af fólki? „Ætli það ekki, fólk fær nóg. Það fer ógurlegur tími í þetta, nánast hvert einasta kvöld í sex til sjö vikur. Þegar fólk grípur þessa bakteríu og by rjar að leika þá er það oft með ár eftir ár í hverri sýningu, þangað til einn daginn að það fær nóg og segir bless. Eg segi fyrir mig að ég tek mér hvíld, það líður eitt, tvö ár án þess ég stigi á svið. Þó ég starfi innan klúbbsins þá er ég bara að gera eitthvað annað. En þetta er ofboðslega gaman, sérstaklega að loknu æfingatímabilinu þegar maður sér hvernig til hefur tekist.” En hvað rekur fólk út í þetta í sjálfboðavinnu meðfram fullri vinnu; að leika, smíða, sminka, hvísla og gera allt sem gera þarf? „Eg get svarið það ég veit það ekki. En fólk fær eitthvað ákveðið út úr því að leika. Það er kannski einhver þörf til að láta á sér bera eða tii þess að sýna hvað í því býr, hvað það getur og koma á óvart. Það er oft gaman eftir sýningar sem nýir menn hafa leikið í. Menn sem fólk hér í bænum þekkir og kannski hefur lítið borið á. Síðan fáum við þessa menn upp á svið og þeir reynast dúndurleikarar og koma á óvart, það er gaman að því þegar þetta gerist.” Þakklátir áhorfendur hljóta líka að gefa mikið, börnin eru þakklát fyrir það sem fyrir þau er gert? „Þau eru kröfuhörð og klappa ekki ef þeim lciðist. Fullorðna fólkið klappar alltaf af kurteisi þó því hundleiðist. Ef það er gaman hjá börnunum þá klappa þau og öskra af kæti en finnist þeim leiðinlegt þá klappa þau ekki. En það er gaman aó leika fyrir börn, mjög gaman.” Kardimommubærinnerorð- inn klassískt verk fyrir löngu. Foreldrar dagsins í dag hlust- uðu á plötuna og sáu stykkið jafnvel í Þjóðleikhúsinu á sínu tíma. Þeir vilja sjá Kardi- mommubæinn með börnunum núna. Hvað er það í verkum Egners sem gerir þau svona vinsæl? Þó þau séu barnaleik- rit, höfða þau þá til allra? „Ég held það séu per- sónumarogtextinn. Verkineru fyndin og Kardimommubærinn er snilldarlega vel þýddur af Huldu Valtýsdóttur. Þau eru ekki skrifuð á smábarnamáli og það er engin fíflagangur í þeim — það er komið fram við börnin eins og fólk. Og verkin hafa mikinn boðskap; allir geta orðið betri menn.” Nauðsyn að hver maður fái að gera sig að fífli Nú ert þú í lögreglunni og þarft að hafa margskonar af- skipti af samborgurum þínum. Stoppa fólk fyrir of hraðan akstur og sekta það og svo framvegis. Síðan sér þetta sama fólk þig ærslast á sviðinu og gera þig að fífli þar, samræmist þetta virðingu starfsins? „Það er alveg nauðsynlegt að hver maður fái að gera sig að fífli einhvern tíma,” svarar Baldur með áherslu. Og mikið er nú gott að heyra lögreglu- þjón lýsaþessari skoðun sinni. „Já já, þetta samræmist al veg,” heldur hann áfram, „ég hef ekki orðið var viö að fólki finnist þetta ekki eiga við. Það væri annað væri ég að gera mig að fífli úti á götu án þess að það væri borgað inn á mig. Ég byrjaði í lögreglunni fyrir fimm árum og þá var mikið að gera hjá henni. Við þurftum mikið að hafa afskipti af unglingum — nánast á hverju kvöldi — sem voru í innbrotum og allskonar vand- ræðum. En þetta hefur breyst gífurlega mikið og ég vil þakka það félagsmiðstöðinni sem sett var á laggirnar og Jón Björnsson er búinn að gera mjög góða hluti. Afskipti okkar af unglingum í dag eru nánast engin og starf okkar hefur breyst mikið á þessum fimm árum.” Þurfa ekki Iöggur að vera dálitlir leikarar? „Jú, þær þurfa að vera það. Lögregl uþjónar þurfa alltaf a ð haldastillingu sinni sama hvað gengur á. Og það getur verið geysilega erfitt.” Hvernig er að starfa í bæ þar sem allir þekkja alla? „Það hefur ekki verió erfitt hingað til. Við erum tveir fæddir og uppaldir Isfirðingar í löggunni. Það var þannig að einungis utanbæjarmenn voru hér í löggunni og fólk hélt að enginn gæti verið í löggunni á Isafirði nema utanbæjarmenn. En það er vel hægt, auóvitað koma upp leiðindamál stöku sinnum en ég hef aldrei orðið fyrir neinu aðkasti eða slíku vegna starfsins.” Sem þýðir að þú ert góð lögga eða slæm? „Það var einhver sem sagði við mig aó ég hlyti að vera ágætis lögga því hann heföi aldrei heyrt neitt um mig talað. En ég veit það ekki," svarar Baldur Hreinson lögga og formaður Litla leikklúbbsins. hj- Leikendur ásamt leikstjóra Kardimommubæjarins.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.