Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.03.1993, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 24.03.1993, Blaðsíða 2
2 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 24. mars 1993 FSÍ-deilan: Ekkert komið fram um að peninga vanti * / -segir Fylkir Agústsson, formaður stjórnar FSI FYLKIR Ágústsson for- maður stjórnar Fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði (FSI) sagði í samtali við BB að málið væri sprottið af mis- skilningi milli Guðmundar og Guðna og ekki liggi neitt fyrir um það að einhverjar fjárhæðir vanti inn á ávísana- reikning sjúkrahússins. En af hverju var þeim vikið frá störfum vegna málsins? „Það kom um það erindi frá Guðna að við könnuðum þetta með formlegum hætti og þegar slík erindi berast með formlegum hætti þá afgreiðir stjórnin þau með formlegum hætti. Svo einfalt er það.” Er útlit fyrir að annar þeirra verði að víkja? „Það er ekki okkar að ákveða það. Það er þeirra.” Það hafa þá ekki verið ræddar uppsagnir vegna þessa máls? „Nei nei, engar uppsagnir verið ræddar.” Nú veit ég að það er vilji til þess hjá sumum stjórnar- mönnum aö gefa Guðmundi kost á að segja upp, engin önnur lausn sé til. „Það hefur ekkert verið rætt í stjórninni, ekki neitt slíkt. Fyrst og fremst er þarna verið að bregðast vió erindi Guðna og ummælum Guðmundar og taka á þeim með eðlilegum hætti.” Nú hefur komið fram að Guðnihefurýmislegtvið störf Guðmundar að athuga. Hvað er það sem hann er ósáttur við? „Hafa ekki allir eitthvað að athuga við störf annarra? Ef undirmaður hefur eitthvað við störf yfirmanns að athuga þá verður hann bara að eiga það við sig. Það er einn ráðinn þarna sem fram- kvæmdastjóri og hann á að stjórna fyrirtækinu og hafi undirmenn aðra skoðanir verða þeir bara að hafa aðrar skoðanir. En það er yfir- maðurinn sem segirþeim fyrir verkum að sjálfsögðu.” Hefursjúkrahússtjórnin ver- ið ánægð með störf Guð- mundar fram að þessu? „Eg sé enga ástæðu til lýsa yfir öðru en því að meðan hann er þarna framkvæmda- stjóri þáerhann framkvæmda- stjóri með fullu trausti stjórn- arinnar,” sagði Fylkir. Fylkir segir málið sprottið af misskilningi og hann segir ekki rétt að borið hafi verið á Guðna að hann hafi tekið sér fjórar milljónir. „Það er rangt. Algjörlega rangt. Það hafa þeir báðir út- skýrtcnþeirvirðastekki skilja að þarna er um misskilning þeirra á milli að ræða. Það eina sem er þarna er að menn Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. virðast ekki hafa haft stjórn á því hvað væri inni á heftinu.” Það liggur þá ekki fyrir að neitt vanti inn á það? „Nei.” Er kannski ljóst að ekkert vantar? „Eg veit það ekki, það er það sem verið er að ganga eftir. En að okkar skilningi er þaó ekki.” Eftir því sem séð verður núna vantar semsagt ekkert? „Já, það hefur ekki komið neitt fram um það og þess vegna var ákveðið að fá mann til að skoða það án þeirra afskipta,” sagði Fylkir for- maður stjórnar FSI. -hj. FSÍ-deilan: BÆJARINS BESIA ekkert segja GUÐMUNDUR Mar- inósson framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði vildi ekkert segja um deilur hans og Guðna Guonasonar er BB hafði samband við hann. Guómundur færðist und- an því að svara spumingum blaðamanns og vildi ekki tjá sig um málið á neinn hátt. Hann vísaði á formann sjúkrahússtjórnar og sagði málið í höndum stjórnar- innar. „Eg vil ekkert segja um þetta á þessu stigi,” sagði Guðmundur. u, Guðmundur Marinósson. FSÍ-deilan: / Eg íhuga meiðyrðamál -segir Guðni Guðnason, fulltrúi framkvæmdastjóra GUÐNI Guðnason fuli- trúiiramkvæmdastjóraFSÍ segist íhuga meiðyrðamál á hendur framkvæmda- stjóranum. Hann scgir að stjórn FSÍ eigi í raun ekki um annað að veija en að Iáta annaðhvort fram- kvæmdastjórann eða hann fara. „Eg hef unnið mikla yfir- vinnu og þaó hefur gengiö illa að fá hana greidda. Um daginn sagði Guðmundur þvert nei við því að ég fengi hana borgaða. Hann sagði að ég hefói verió hífður upp í launum með því að vera titlaður fulltrúi framkvæmd- astjóra og neitaói að greiða yfirvinnuna. Samt sem áður fór hann fram á að ég ynni yfirvinnu. Eg vildi einnig að við mig yrði gerður samn- ingur og gengið yrði frá starfslýsingu vcgna míns starfs. Ég sá enga aðra leið en að skrifa stjórninni og spyrjast fyrir um þetta og skýra mitt mál. Þetta fór afskapleg fyrir brjóstið á Guðmundi. Ég hafói einnig grun um að ef Guðmundur fengi einn aí'rit af þessu bréfi þá færi það ekkifyrirstjómina.Ég létþví hvem og einn stjórnarmanna fá bréf. Síðan hefur þetta allt farið á verri veginn því hann lét í bræði sinni þessu orð falla,” sagði Guðni í samtali við BB. Hvað var það scm Guö- mundur sagði nákvæmlega? „Égfékk ekki að vera á fundinum þó svo tillaga um það hefði verið borin upp þrisvar sinnum. En mér eru færð þau orð, og hann er búinn að viðurkenna aö hafa sagt þau, að hann hafi sagt —- í þeim orðum er hann var að reyna að útskýra fyrir þeim hvað ég væri lélegur starfskraftur: „Og ég get upp- lýst ykkur um það að hann er búinn að týna fjórum milljónum sem hann ekki getur gert grein fyrir.*‘“ Þú fórst þá fram á að þessi orð háns yrðu könnuó? „Ég ætlaði að reyna að leysa þetta innan veggja hússins. Eg fór daginn eftir í vinnu (föstudag) og ætlaði að byrja á því að kalla í Guð^ mund Kjartansson (endur- skoðenda) og biðja hann að skoða þetta með mér. Guó- mundur (Marinósson) neítaði því og sagði aó ég mætti það ekki. Það var kallaður saman stjómarfundurþennan dag þar sem kom fram það álit manna að þarna hefði Guðmundur hlaupið á sig og komist klaufalega að orði. Útkomán úr þessum fundi var að ég og Fyikir (Ágústsson) og einn stjórnarmaður færum til Guðmundar og þar myndi hann biðjast afsökunar og dragaummælin til baka. Guð- mundur virtist á engan hátt gera sér grein fyrir því að hann hefði sagt eitthvað alvarlegt og þetta leystist allt upp — eins og Guómundi einum ér lagið —- í hávaða og læti. Á laugardeginum þá af- hendi ég Fylki bréf þar sem ég óskaði eftir því, þar sem ég teldi ýjað að því að um fjárdrátt gæti verið aó ræða, að málið yrði rannsakað,” segir Guðnk Stjórn FSI kom saman á sunnudeginum á ný og nióur- staóa þess fundar var sú að Guðmundur og Guðni voru sendir í frí í vikutíma meðan málið væri skoðað af Guð- mundi Kjartanssyni endur- skoðenda stofnunarinnar. Er einhver skekkja í heft- inu? „Það er kannski einhver samlagningarskekkja ein- hvers staðar. En að ég hafi týnt fjórum milljónum, unt það erekki að ræða. Stjómin er enda fullviss um að þessi rannsókn leíðir það í Ijós að það vanti enga peninga. Þess vegnagct ég ekki skilió eftir hverju stjórnin er að bíða. Eftir að Guðmundur Kjart- ansson er búinn með sitt þá situr hún uppi með það að framkvæmdastjórinn hefur, í þeim tilgangi að ég tel að rægja mig, kastað fram stór- um Órðum.” Ertu að segja að Guó- mundur hafi viljaó bola þér t burtu? „Hann var mjög reiður y fir þessu bréfi mínu til stjóm- arinnar og hann segir þetta í þeim sömu orðum og hann útlistar fyrir stjórninni hvaó ég sé lélegur starfskraftur. Ég held því að fólk geti alveg lagt saman tvo og tvo. Verður stjórnin að velja á milli ykkar? „Já, ég held að það sé engin önnur leið. Ég spyr, hvað ætlar stjórnin að gera þegar hún situr uppi með framkvæmdastjóra sem hefur þjófkennt undirmann sinn og undirmann sem hefur l'engið sighreinsaðan af því?Undir- mann sem íhugar að fara í meiðyrðamál við yfirmann- inn, geta þeir unnið saman?” Ætlarðu í mál við Guð- mund? „Ég hef ekki tekið ákvörð- un um það en ég er að íhuga það. En ég vil mcina að þetta séu ærumeiðandi ummæli. Ég get ekki séð aó það sé nein lausn finnanleg í dag sem gerir það að verkum að við getum unnið saman á föstu- daginn. Mér finnst að stjómin sé aó velta þessum vanda á undan sér. Því miður þá held ég að hún sé í þeim vanda að þurfa að láta annan hvom okkar fara.’’Verði það ég, þá það. Eg sætti mig við það, en hef ekki gert neitt af mér,” sagói Guðni Guónason._/y Silungar draga dilk á eftir sér: Bæjarstarfsmenn skammaðir EINS og greint hefur verið frá í BB, í máli og myndum, þá voru silungar í vatnsíu- húsinu í Stórurð og þrifust bara vel. Fréttin um sil- ungana vakti mikia athygli og var greint frá þeim í öllum hclstu fjölmiðlum landsins. En það voru ekki allir jafn ánægðir með fréttaflutning- inn. Þannig heyrum við að á fundi bæjarstjórnar Isafjaróar í síðustu viku hafi orðið miklar umræður um málið og menn verið misánægðir með að fjölmiðlum skyldi hleypt í húsið. Bæjarstarfsmennirnir sem hleyptu ljósmyndurunum að silungunum munu meðal annars hafa verið skammaðir fyrir tiltækió. Ástæða þessara viðbragða sumrabæjarstjórnarfulltrúaer, eftir því sem BB hefur hlerað, hræðsla við að sú umræða komist á kreik að matvæla- iðnaðurinn á Isafirði sé gæóalega séð ófullkominn vegna mengaðs vatns. En eins og við höfum áður greintfrástandanú fyrirdyrum gagngerar endurbætur á vatns- málum Isfiröinga og ættu þau að lagast verulega strax í endaðan apríl gangi áætlanir eftir. -hj.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.