Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.05.1993, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 19.05.1993, Blaðsíða 2
2 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 19. maí 1993 Stóra flugskýlið á ísafjarðarflugvelli: Nýting skýlisins verður til hagsbóta fyrir flug- samgöngur á ísafirði - sagði flugmálastjóri á fundi með bæjarráðsmönnum. Smári Haraldsson bæjarstjóri telur hugsanlegar breytingar á skýlinu úr sögunni í bili ALLT virðist nú benda til jiess að stóra flugskýlið á Isafjarðarflugvelli verði ekki stúkað niður eins og hugmyndir voru uppi um af hálfu umdæmisstjóra Flug- málastjórnar á Isafirði og greint hefur verið frá hér í blaðinu. Bæjarráð Isafjarð- ar fól fyrir skemmstu, Smára Haraldssyni bæjarstjóra að afla upplýsinga um breyt- ingarnar og skrifaði hann m.a. Flugleiðum, Land- helgisgæslunni og Flugfélagi Norðurlands hf. bréf vegna þessa máls. Landhelgisgæslan og Flug- félag Norðurlands lýstu bæði þeirri skoðun sinni að best væri að halda flugskýlinu í þeirri mynd sem það er í nú, annað myndi rýra notagildi þess. Að sögn Smára Haralds- sonar hafa þrír fundir verið haldnir vegna þessa máls, einn með Guðbirni Charlessyni umdæmisstjóra Flugmála- stjórnar á Isafirði, annar með Herði Guðmundssyni eiganda Stóra flugskýlið ó ísafjarðarflugvelli. Líklegt er talið að ekkert verði að fyrirhuguðum breyti á skýlinu að sinni. Flugfélagsins Emis og sá þriðji með þeim Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra, Jóhanni H. Jónssyni framkvæmdastjóra flugvalladeildar og Guðbimi Charlessyni og virðist sem ekkert verði af fyrirhuguðum breytingum að sögn Smára. A fyrsta fundinum sem Guð- björn Charlesson mætti á að eigin ósk gerði hann grein fyrir afstöðu Flugmálastjórnar til málsins og taldi það rangt sem komið hefði fram í blaða- viðtali við Hörð Guðmunds- son, um að öryggi flugs um Isafjarðarflugvöll yrði stefnt í hættu ef flugskýli 3 (stóra flugskýlið) yrði skipt upp. Taldi hann aðnægjanlegt rými væri í skýli 1 ásamt því sem eftir yrói af skýli 3, þótt búið væri að taka hluta þess undir starfsemi Flugmálastjórnar á flugvellinum og lagði hann fram hugmyndir um nýtingu skýlis 1 og 3 fyrirskrifstofu og tækjageymslu. ísafjarðarflugvöllur. Flugmálastjórn kannar nú hvort hægt verði að leyfa brottfarir frá vellinum seinna dags en nú er gert. Á öðrum fundinum sem haldinn hefur verið um málið lýsti Hörður Guðmundsson afstöðu sinni til málsins og samskiptum sínum við um- dæmisstjóra um málið. Lagði hann áherslu á að ekki yrði breytt um notkun skýlisins frá því sem nú er auk þess sem hann rakti upphaflegar hug- myndir um rekstur þess og af- stöðu flugmálayfirvalda. A fundinum lét Hörður færa til bókunar að Guðbjörn Charles- son flugvallar- og umdæmis- stjóri Flugmálastjórnar hefði komið til fyrri fundarins á eigin vegum, en ekki í nafni Flug- málastjórnar, að sögn yfir- manna hans. Þann 5. maí síðastliðinn komu síðan þeir Þorgeir, Jóhann og Guðbjörn til fundar við bæjarráð og gerði Flug- málastjóri þar grein fyrir af- stöðu Flugmálastjórnar til reksturs og nýtingar skýlisins. Lagði hann áherslu á að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um nýtingu en sagði að í þeirri athugun sem nú færi fram á nýtingu skýlisins yrði 'haft að leiðarljósi að niður- staðan yrði til hagsbóta fyrir flugsamgöngur á Isafirði. Lýstu bæjarráðsmenn ánægju sinni með þann farveg sem málið væri komið í. Smári Haraldsson sagði í samtali vió blaðið að engin endanleg niðurstaða væri fengin í málinu og taldi hann málið „sofnað”. ,,Ég held að það verði ekkert af þessum breytingum þó svo að endan- legt svar hafi ekki borist frá Flugmálastjórn,” sagði Smári Haraldsson í samtali við blaðið. Ekkert næturflug á ísafjörð Á fundinum meó þremenn- ingunum var einnig rætt um hugsanlegt næturflug til og frá Isafirði eða heimild til brott- farar seinna að degi til en nú er. Guðbjöm Charlesson gerði grein fyrir því með tilliti til alþjóðastaðla væri næturflug ekki mögulegt á Isafjarðar- flugvelli. Hann sagði að hugsanlega væri hægt að heimila brottför seinna að degi til en gert er nú, en það út- heimti m.a. vararafstöð, hindranalýsingu, aukin öryggissvæði við brautina, öryggismæli og skýjahæða- mæli. Jóhann H. Jónsson gerði grein fyrir því að þar sem fram- lag ríkissjóðs til flugmála hefði ekki verið í takt við það sem sett var fram 1986 þegar framkvæmdaáætlun til 10 ára var lögð fram, hefði verkefnum seinkaó í takt við það. Bæjarráðsmenn lögðu áherslu á að niðurstaða fengist sem fyrst á því hvort hægt væri að heimila brottför frá Isa- fjarðarflugvelli seinna dags en nú er og þá hvaó það myndi kosta. Er beðið svara við þeirri fyrirspurn frá Flug- málastjóm. -5. ísafjöröur: Félags- málastjór- ar halda landsfund ÁK VEÐIÐ hefur verið að landsfundur félags- málastjóra verði haldinn á ísafirði dagana 2. og 3. júní næstkomandi og verður fundurinn sá fyrsti sinnar tegundar sem haldinn er á Isafirði. I dag eru starfandí 31 bæjarfélag á landinu og er því gert ráð fyrir að þátt- takendur verði alit að fjörutíu. Félagsmálastjórar landsins hafahaft það fyrir venju að hittast tvisvar á ári, vor og haust og bera þeirþásamanbækur sínar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur áóur stað- ió til að halda landsfund sem þennan á Isafirði en af því hefur ekkí orðið fyrr en nú og mun ástæðan fyrir þvi vera tíð skipti félagsmálastjóra á vegum ísafjarðarkaupstaðar. _s Félagsstarf aldraðra Fimmtudaginn20. maínk. kl. 15:00 veróur söluboró og kaffisala í sal Hlífar 2. hæö. Á söluborói veróur margt failegra muna sem eldri borgarar hafa unnió í sjálfboóavinnu. Allir bæjarbúar velkomnir. Þakkir Þökkum öllum félagasamtökum og einstaklingum mikið og gott starf í þágu eldri borgara ísafirði. Félagsstarf aldraðra. Vatnsveituhúsið fyrir ofan Urðarveg. Ráðgert er að nýr vatnshreinsibúnaður sem settur hefur verið upp í húsinu verði tekinn í notkun innan fárra daga. íbúð til sölu Til sölu er 3ja herb. íbúð í Aðalstræti 15 á ísafirói. Ibúðin er nýstandsett að miklum hluta. Upplýsingar í síma 5222 á kvöldin. ísafjörður: Nýr vatnshreinsibúnaður prófaður í vikulok ÞESSA dagana er unnið að lokafrágangi á uppsetningu á nýjum vatnshreinsibúnaði fyrir ísaQarðarkaupstað og er þess að vænta að hinn nýi búnaður verði tekinn í notkun innan mjög skamms tíma. Verkinu hefur seinkað nokkuð frá upphaflegri áætlun en nú er loks farið að sjást fyrir endann á því. Prófanir á búnaðinum fara fram í þessa dagana og í lok vikunnar er væntanlegur til ísafjarðar maður frá framleiðanda búnaðarins, sem mun sjá um iokafrágang verksins. -s.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.