Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.05.1993, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 19.05.1993, Blaðsíða 8
8 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 19. maí 1993 Sunnukórinn á ísafirði. Surmukórinn fer í tón- leikaferð um Norðurland SUNNUKÓRINN á ísafirði fer í tónleikaferð um Norður- land í næsta mánuði. Æfingar standa nú sem hæst og mun kórinn syngja í Skagafirði og Ólafsfirði. Isfirska sópran- söngkonan Guðrún Jónsdóttir mun syngja með kórnum á Ólafsfirði, auk þess sem gestakórar Ijá þeim lið. Sunnukórinn flýgur til Sauðárkróks föstudaginn 4. júní og fer beint upp í rútu til Varmahlíðar í Skagafirði, þar sem hann mun syngja í félagsheimilinu Miðgarði þá um kvöldið. Kór heima- manna, Rökkurkórinn mun opna tónleikana. A laugardaginn heldur Sunnukórinn söngskemmtun í Tjamarborg á Ólafsfirði og þar mun ísfirska sópransöngkonan Guðrún Jónsdóttir syngja bæði einsöng og með kórnum. Gestakórar þeirra tónleika eru kirkjukórar Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Loks verður flogið heim á sunnudeginum. Þrír undirleikarar eru með í för, auk kór- stjórans Beötu Joó, sem ber hitann og þungan af æfingum og undirbúningi og kann ferðanefnd henni miklar þakkir fyrir. ... JTi Beáta Joó. Hjólabrettapallurinn verður fluttur um set á næstunni. Körfuboltaæði á meðal barna ÍSFIRSKIR krakkar hafa ekki farið varhluta af körfu- boltaæðinu sem gengið hef- ur yfir landsmenn að undan- fórnu. Hafa krakkarnir setið límdir við sjónvarpsskjáinn þegar leikir frá NBA deild- inni hafa verið á dagskrá og þess á milli hafa þau verið aðskipta á leikmannamynd- um og kasta körfuboltum í allt með gati. Nú hefur bæjarstjórn ísa- fjarðar ákveðið að koma á móts við krakkana, því á næst- unni verða settar upp þrjár körfur þar sem krakkamir geta unað sér. Ein karfan verður sett upp við leikskólann í Hnífsdal, önnur við gamla sjúkrahúsið á Isafirði og sú þriðja við leikvölinn í Holta- hverfi. Aö sögn Bjöms Helga- sonar, íþrótta- og æskulýðs- fulltrúa er ráðgert aó þessu verki verði lokið fyrir mán- aðamót og kostnaður við verkið er áætlaður um 80 þúsund á hverja körfu án upp- setningar. Bæði í Holtahverfi og í Hnífsdai verður sett bundið slitlag u.þ.b. 35 fer- metrar í kringum körfumar. Þá hefur verið ákveðið að færa hjólabrettapallinn sem staðsettur hefur verið við íþróttahúsið á Torfnesi og verður honum að öllum lík- indum valinn staður við gamla sjúkrahúsið. Einnig kemur til greina aó setja hann upp á planinu við Grunnskólann eða á bakvið Sundhöllina að sögn Bjöms. _s Ingþór Bjarnason. sálfræðingurinn á jöklinum Eins og komið hefur fram ífjölmiðíum.em þríríslensk- ir skíðamenn nú á gangi vestur yfir Grænlandsjökul. Um miðja síðustu viku voru þeir staddir í um 2000 metra hæð og höfðu þá lagt að baki 150 km og áttu eftir 450 km. Féjagamir þrír eru þeir feógar Ólafur Haraldsson og Haraldur Ólafsson og Ingþór Bjarnason, fyrrum sálfræð- ingur hjá fræðsluskrifstofu Vestfjarða. Ingþór er faðir hins þekkta skíðagöngu- manns Rögnvaldar ingþórs- sonar. • •• þrjár vestfírskar fegurðardísir Einsog lesendum blaðsins er eflaust enn í fersku minni er fegurðarsamkeppni Is- lands nýlokið. Meðal feg- urðardísanna sem kepptu um hinn eftirsótta titil voru þrjár stúlkur sem eiga rætur sínar að rekja til Vestfjarða. Fyrsta skal telja sjálfa fegurðar- drottningu Islands, Svölu Björk Arnardóttur en hún er dóttirþeirrahjónaBjarnfríðar Jóhannsdóttur og Arnars Ámý Hilmarsdóttir. ... og tvær til viðbótar Meira af fegurðardísum. Ein þeirra stúlkna sem gert hcfur það gott aó undanförnu og á ættir sínar að rekja til ísafjarðar er Árný Hilmars- dóttir. Hún tók nýlega þátt í keppninni um titillinn „Miss Hawaiian Tropic” sem fram fór í Flórída í Bandaríkjunum og keppti þar fyrir hönd Isa- fjarðar. Var það gert til að- greiningar frá tve im ur öðrum íslenskum þátttakendum sem kepptu fyrir hönd Ólafsvíkur og Reykjavíkur. Ámýerdóttir Hilmars Guðmundssonar frá Flateyri og Sigríðar Brynju Sigurðardóttur, Ingvarssonar afgreiðslumanns í Ríkinu á ísafirði. Síðasta fegurðar- dísin sem við segjum frá að sinni er ein af stúlkunum sem kepptu um titilinn „Fegurðar- drottning Vestfjarða 1993", BylgjaBáraBragadóttir. Hún opnaði fyrir stuttu sólbaðs- stofuna Kosta del sól að Borgarbraut 3 í Borgamesi ásamt móóur sinni Aldísi Zalweski. Þorsteinn Jóhannesson. ... nýr ræðismaður Þýskalands á ísafírði Dr. Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir FSI tók í síðustu viku við embætti ræðis- manns Þýskalands á ísafirði. Það var sendiherra Sam- bandslýðveldisins Þýska- lands á íslandi, Dr. Gottfricd Pagenstert sem gekk frá embættisveitingunni og af- henti Þorsteini skilríki þar að lútandi. Embættistakan fór fram í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. ForverJ Þorsteins í embættinu var Úlfur heitínn Gunnarsson,fyrrverandi yfir- læknir við FSÍ. Gunnsteinn Jónsson. • •• rotaði mink með trékylfu nr. 3 IsFirski golfspilarinn Gunn- steinn Jónsson, sonur Jóns Rafns Oddssonar og Sig- þrúðar Gunnarsdóttur, tók um síðustu helgi þátt í Flugleiða- mótinu í golfi sem fram fór á Keilisvellinum í Hafnarfirði. Þegar hann var á 17. holu og rétt búinn að slá upphafs- höggið sá hann mink koma hlaupandiyfirbrautína. Greip Gunnsteinn þá kylfu, trékylfu nr. 3, hljóp á eftir minknum og náði aó steindrepa hann í einu höggi. Til að klára 17. holu hafa menn fjögur högg. Gunnsteinn fór hins vcgar holuna á fimm höggum og einu rothöggi. ...og líka sílung með „wedge” Atgangurinn hjá Gunn- steini á Keilisvellinum var ekki sá fyrsti sem hann hefur lent í því fyrír fjórum árum rotaði hann silung t Tunguá með „wedge” jámi er hann tók þátt í golfmóti á ísafirði. Þegar það gerðist lenti kúlan út í á og gekk Gunnsteinn að bakkanum í þeirri von aö finna hana. Þá sá hann allt í einu silung og reiddi hann því „wedge” jámið til höggs og rotaði silunginn. Gunn- steinn vann þá mótið og fékk silunginn í kaupbæti. Minkinn ætlaði hann með til lög- reglunnar til að fá upp í móts- gjaldið. Úr einu í annað: ...bræður urðu feður sama dag Þann 10. maí síðastliðinn gerðist sá skemmtilegi at- burður að tveir bræður Smári og Sævar Þorvarðar- synir eignuðust sinn soninn hvor með aðeins eins og hálfs tíma millibili. Annar drengjanna, sonur Sævars og Guðríðar Ingunnar Krist- jánsdóttur fæddist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Isafirði kl. 07.40 og síóari drengur- inn, sonur Smára og Kristínar Thorarensen kom í heiminn á Fæðingardeildinni í Reykja- vík kl. 09.15. ...ísfirskur leikari í Sviss Gamanleikritió „Undir stiganum” eftir Charles Dyer var frumsýnt í leikhúsi Jóns Laxdals í Kaiserstuhl í Sviss nýlega við frábærar við- tökur. Jón Laxdal ieikstýrir verkinu og leikur annað aðal- hlutverkið. Jón þessi Laxdal er Halldórsson og á ættir sínar að rekja til Isafjarðar. Á ísa- firði búaídagfjögursystkini hans en það eru þau Lilja, Málfríður, Olafur og Sturla Halldórsböm. Svala Björk Amardóttir. Hólmfríður Einarsdóttir. Bárðar Jónssonar, en hann er sonur Jóns Ö. Bárðarsonar sem lengi rak verslun með sama nafni og var að Aðal- stræti 24. Önnur vestfirska fegurðardísin er Hólmfríður Einarsdótdr sem kjörin var fegurðardrottning og Ijós- myndafyrirsæta Vesturlands. Hólmfríður er fædd og upp- alin í Bolungarvík, dóttir þeirra hjóna Ásdísar Svövu Hrólfsdóttur og Einars Guð- mundssonar. Hún á nú iög- heimili á Akranesi en er bú- sett t Reykjavlk. Þriðja feg- urðardísin er svo feguróar- drottning Vestfjarða 1993, BirnaMálfríðurGuðmunds- dóttir. ísafjörður: ísafjörður:

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.