Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.05.1993, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 19.05.1993, Blaðsíða 4
4 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 19. maí 1993 Óháð vikublað á Vestfjörðum, Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður 8 94-4560 1 94-4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson 8 4277 &? 985-25362. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson 8 5222 &? 985-31062. Blaðamaður: Hermann Þór Snorrason. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Prentvinnsla: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfrétta- blaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljós- mynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. „Ég læt bara hjólið duga þangað til ég fæ bilpróf!” sagði Davíð, ánægður bíleigandi. Ljósleiðarakrefið á Vestfjörðum: Vestfirðir: Blessað barnalánið! ÞAÐ var heldur glaðlegt bros sem færðist yfir andlit tíu ára drengs á Isafirði, sem í síðustu viku vann nýjan bíl í Pepsi-leik Rásar 2. Nokkrum mínútum seinna var annar Vestfirðingur, 4 ára, dreginn út og fékk sá vinningshafi þriggja vikna utanlandsferð. Síðastliðinn föstudag var á Rás 2 dregið úr innsendum miðum sem bárust í Pepsi- leik útvarpsstöðvarinnar og Ölgerðarinnar hf. Tveir vinn- ingshafanna voru Vestfirð- ingar, Davið Helgason á Isa- firði og Sigríður Lína Viðars- dóttir á Bíldudal. „Það var bara allt í einu hringt í mig á föstudaginn og sagt að ég hefði unnið nýjan bíl í Pepsi-leiknum! Eg safnaði nefnilega Pepsitöppum og sendi þá með útfylltum spurn- ingalista á mínu nafni - Svo bara vann ég nýjan Renault Clio”, sagði Davíð, tíu ára í samtali við BB. Aðspurður sagðist hann ætla að geyma hann þangað til hann fengi bíl- próf. Ekki náðist í Sigríði Línu, 4 ára sem vann þriggja vikna utanlandsferð fyrir tvo til Mexíkó í sama leik. En móðir hennar, Rut Ingvadóttir sagði að sú stutta hefði nú ekkert kippt sér upp við svona smá- muni, en sjálf sagðist hún vart trúa þessu ennþá. Stóri bróðir Sigríðar, Ulfar Þór safnaði mörgum töppum og miðum, og setti nafn litlu systur á einn miðanna, bara svo að hún fengi að vera með. Hann varð þannig af sinni utanlandsferð, en vinningurinn fór þó allavega ekki langt! Þess má einnig geta, að í gær vann Haukur Magnússon, 12 ára ísfirðingur, ferð til Dyfl- innar á írlandi á tónleika hjá Bruce Springsteen. Hann er einn vinningshafa sem dreginn var út í svokölluðum Bylgju- leik á samnefndri útvarpsstöð í Reykjavík. Flogið verður út í fyrramálið með hóp annarra vinningshafa undir hand- leiðslu fararstjóra Bylgjunnar, verslað í um sex klukkutíma í stórverslunum og farið á meistara Springsteen um kvöldið. Að tónleikum lokn- um verður flogið til baka og lent sólarhring eftir flugtak að heiman. -hþ. Sérstakur lagningarprammi smíðaður EINS og sagt var frá hér í blaöinu fyrir stuttu er búid aö leggja ljósleiðara frá Iíeykjavík til ísafjardar og er mikilii tengivinnu vegna þessara framkvæmda enn ólokið. I»á á eftir að leggja ljósleiðarann í sjó við nokkrafirði hér vestra ogeinnslíkur var lagður í gærdag. Sá var lagður frá Hafrafellshálsi í Skutulsfirði og yfir á suðurenda flugbrautarinnar á ísafirði, samtals um 800 metra langur. Það er Kjartan Haukssonkafari sem sér um Iagningu leiðarans og tilverksins hefur hann smíðað sér pramma, tvíbytnu, scm létta mun honum verkið til muna. Meðfylgjandi mynd var tekin af prammanum í slippnum í Suðurtanga á sunnudag. .s. Upp með skóna! Þcssi áhugahópur um skokk var í miðjum upphitunaræfingum, fyrir utan Stjórnsýsluhúsið þegar ljósmyndari BB átti leið þar hjá. Þarna hittast þau á fimmtudögum, klukkun sjö og skokka saman í u.þ.b. 50 mínútur, og ijúka hringnum með teygju«;fingum Þau hvetja alla sem hafa áhuga, að mæta næsta fimmtudag og taka þátt. Þar að auki er þetta tilvalin leið fyrir þá sem ætla að taka þátt í Kvennahlaupinu eða Bæjahlaupinu að komast í form. .þþ. Leiðarinn: Skilaboó Clintonstjómarinnar bandarísku til íslenskra stjórn- valda um að íslendingar skuli halda sig á mottunni og gleyraa fyrirætlunum sínum um hvalveiði í ábataskyni, ella hljóta verra af, taka af öll tvímæli um að þar telur sig fara herraþjóð sem sé þess umkomin að segja smáþjóó fyrir verkum. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem bandarísk stjómvöld hyggjast beita íslendinga viöskiptaþvingunum í sambandi víð hvalveíðar. Þegar Islendingar stunduðu hvalveiðar til vísinda- rannsókna gaf bandaríska viðskiptaráóuneytið út staðfestinga- kæru um viðskíptabann á hendur Islendingum. Bush, þáverandi forseti, hunsaði málið og kom nieð því í veg fyrir átök, sem hefðu skaðað samskipti þjóðanna. Heldur er talió ólíklegt að Clinton muni taka á málinu á sama hátt og forveri hans á forsetastóli, komí hann til með að standa í sömu spomm og Bush á sSnum tíma. Kerour þar einkum tvennt til. I fyrsta lagi er Clintonstjómin miklu umhverfissinnaóri en stjóm Bush var. I öðru iagi er hvalveiðibannið fjarska ódýrt umhverfis- mál fyrir bandaríska stjómmálamenn. Heima fyrir eru þeir upp fyrir haus í umhverfisvandamálum, sem kosta ntíkla peninga. Þess vegna eru fyrirhugaðar hvalveiðar íslendinga þeim himnasending. til- valin ti! að fá bandaríska kjósendur til að gleyma eigin vanda. Þá skulum við ekki gleyma að varaforsetinn, Alberí Gore, er umhverfissinni af þeírri gráóu. að honum er tíl alls trúandi í slíkum málum. Slikum möntium er einkar lagiö að sjá flísina í auga náungans, þótt bjálkinn i þeina eigin sé þcint ekki til trafala. 1 hvalamálinu eru Bandaríkjamenn margfaldir í roðinu. Það virðist ekki skipta þá neinu máli þótt þeir þverbrjóti alþjóðalög og samninga sem þeir hafa skrifað undir. í krafti herradóms síns, scm birtist í veldi hins stóra gagnvart hinum smáa, líta þeir á sig sem sjálfskipaða alheims lögreglu, sem setur sér leíkreglur að eigin geðþótta. Hvaladýrkunin í Amcríku er fyrirbæri, verðugt rannsóknar. Það er sjálfsagt að böm á skólaaldri séu frædd um þcssa risa hafsins. Og látum vera þótt rcynt sé að stilla á hrifnæmi bama til að þeim þyki vænt um þessar stóra skepnur, sem sögur hemta að hafi gleypt menn og hafi afl til að brjóta skip. En þegar rooldríkir einstaklingar, sem aldrei hafa migið í saltan sjó telja sig þess umkomna að fordæma frumslæða þjóðflokka, sem eiga allt sitt undir gjöfum hafsins, er mælirinn fullur. Og svo keppist jretta sama fólk við að ættieiða hvali og greiðír stórfé fyrir myndband af þéim eínu slnni í mánuði! Hvalveiðar hafa verió stundaðar öldum saman. í dag ntælir enginn því I móti, að áðuren orðeins og umhverfisnefndog fríðun urðu til bar kappió forsjálnina ofurliði í þessum veiðum, sem öörunt. Nú eru aðrir tímar. Takmörk lífríkisins á láði og t legi eru mönnunr ljósarí. Astæðan fyrir hvalveiðibanninu á sínum tíma var aö vísindalegar upplýsingar um stærð hvalastofna lægu ekki fyrir. Því bæri að fríða hvalina. Það var gert. Nú þegar þessar upp- lýsingar liggja fyrir þá skipta þær ekki lengur máli. Voldugasta þjóð heim, sem hingað til hefur talið sig í fylkíngabrjósti máls- svara réttlætis í heiminum, blæs nú á vísindin af því það hentar stjómmálamönnum í vanda. Það er öllum ljóst að íslenska efnahagskerfið stendur hvorkí né fellur með hvalveiðum. En það er ekki Bandaríkjamanna að ákvarða hvort Islendingar veióahval eða ekki. Til þeirra hluta hafa þeir ekkert vaJd, ekki iagalegt og þaðan af síður siðferðislegt. Hvaó sem hver segirþá erþað Islendinga að taka ákvörðun um h vort og þá hvenær skuií aftur hafnar. Sá réttur verður ekki af okkur tekinn. Hvalveiðiráðið er að verða eitt af þessum óleysanlegu heimsmálum, þar sem skynsemin er látin lönd og leið. Það eykur vissulega vanda okkar íslendinga. -s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.