Bæjarins besta - 19.05.1993, Page 7
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 19. maí 1993
7
Félagsbakaríið; virðulegt en hrörlegt.
EIGENDUR Félagsbak-
arísins hafa nú tekið höndum
saman um að koma húsinu í
sína upprunalegu mynd. Gert
verður við helstu skemmdir
og húsið klætt að utan.
Einnig ætla Verkalýðsfélögin
á Isafirði að sjá til þess að
Alþýðuhúsið fái sína and-
litslyftingu.
Miklar endurbætur hafa átt
sér stað undanfarna daga á
Félagsbakaríinu. Það er Bak-
arinn hf. sem stendur fyrir
endurbótunum í samvinnu við
einn íbúðareigandann, Amór
Magnússon, en saman eiga þeir
helming hússins. Til stendur
að klæða þann helming að
utan, þ.e. þak og veggi auk
þess sem gluggar verða endur-
nýjaðir og helstu skemmdir
lagfærðar. Samkvæmt áætlun,
á framkvæmdum öllum að vera
lokið í endaðan júní en Bak-
arinn hf. mun opna verslun sína
fyrr í mánuðinum. Ovíst er
hins vegar hvenær húsið allt
verður fullbúið, en áhugi er
fyrir því hjá hinum eigendum
hússins að koma sínum enda í
samt lag.
Húsió er með eldri og glæsi-
iegri húsum bæjarins, smíðað
árið 1908. Þess verður því
5®
Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er Alþýðuhúsið
orðið mjög illa farið og ekki er vanþörf á að bæta þar úr.
Það eru þeir Arnór Magnússon og Bjarni Geir Guðbjartsson
sem hér líta aðeins upp frá verki fyrir ljósmyndara BB.
gætt að upprunalegt útlit haldi
sér sem mest og verða því t.d.
svalimar reistar aftur.
Það eru fleiri hús en Félags-
bakaríið sem verða endurbætt
í sumar, því Alþýðuhúsið
verður einnig klætt að utan.
Mælingum á húsinu er lokið
og hafa nú verið auglýst út-
boð í verkið og verður þá
fljótt hafist handa.
I báðum tilvikum verður
þarft verk unnið og gleður
það bæjarbúa svo sannarlega
að sjá loks eitthvað gert í þessu
máli.
-hþ.
í Sundhöll Isafjaröar 1. júní og stendur til 11. júní. Kennari er
Guóríður Sigurðardóttir.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 3035.
ísafjörður:
Félagsbakaríiðog
Alþýðuhúsið endurbætt
Ef þú
ætlar að vera með
í Landsbankahlaupinu skaltu
drífa þig í snatri í næsta Landsbanka
og láta skrá þig.
Þar færðu afhent rásmerki og mæting í hlaupið verður
síðan við íþróttavallarhúsið á Torfnesi kl. 10:00.
Hlaupið hefst klukkan 10:30.
Taktu pabba, mömmu og systkini með.
Sjáumst,
Riölar:
1500 m hlaup, stúlkur fæddar 1980 og 1981
1500 m hlaup, drengir fæddir 1980 og 1981
1500 m hlaup, stúlkur fæddar 1982 og 1983
1500 m hlaup, drengir fæddir 1982 og 1983
Landsbanki
-framtíö fyrir frjálsar smm. Islands
Útibúið á ísafirði
Renault Clio - Renault 19 - Renault Nevada
Dagana 20. - 22. maí frá ki. 10 -18
Bílar No. 1 frá Evrópu - Berið saman verö og gæöi.
NOM-Bifreiðaverkstæði
Þuríðarbraut 11 • Bolungarvík
Sími 7440. Fax 7492