Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.05.1993, Síða 10

Bæjarins besta - 19.05.1993, Síða 10
10 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 19. maí 1993 Guðmundur Sölvason, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Anna Helgadóttir létu sig ekki vanta á staðinn. Fjölmenni var á samkomunni, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hjónin Oddur Oddsson og Sigrún Ámadóttir fá sér snúning. Og sömuleiðis Margrét Guðfinnsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson frá Bolungarvík. Eiríkur Guðjónsson og Þ orgerður Jensdóttir í léttri sveiflu. Glaðvær hjón, Högni Sturluson og Jóhanna Friðriksdóttir. Hnífsdalur: Eldri borgarar skemmta sér SÍÐASTLIÐINN sunnudag stóð Félagsstarf aldraðra á ísafirði fyrir samkomu í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Boðið var upp á kaffi, kökur, söng og dans svo eitthvað sé nefnt. Þarna voru um 170 eldri borgarar frá ísafirði og Bolungarvík samankomnir, og fengu þeir sér kaffi og kökur á meðan þeir nutu fjölbreyttrar dagskrár. Barnakór Grunnskólans söng nokkur lög, auk þess sem í boði var ljóðalestur, írsk þjóðlagamúsík, happdrætti o.fl. Að lokum var stiginn dans, við undirleik Harmonikkufélags Vestfjarða. Það fór ekki á milli mála að allir skemmtu sér mjög vel. Afmælis„barn“ dagsins Guðrún Sigurðardóttir frá Bolungarvík, en hún varð 92ja ára á sunnudaginn. Tónlistarskóli Isafjarðar Lokahátíð og skólaslit veróur í sal Grunnskóla Isafjarðar fimmtudaginn 20. maí (uppstigningardag) kl. 17:00. Tónlistarflutningur Avörp. Nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar skólans, fjölmennið! Skólastjóri. ísafjörður: LAUGARDAGINN 22. maí verður á ísafirði háð bæjurkeppni í sundi, í til- efni af heilsuviku á vegum IFA (íþróttir fvrir alla), sem standa mun vikuna 20.-26. maí. Sunddeild Vestra mun sjá um léttar veitingar að sundi loknu fyrir þátttak- endur. 22. maí verður scrstakur sunddagur á íslandi, og ætlar Sundsamband íslands með bæjarkeppninni áð endur- vekja 200 m surtdið. Fyrir- komulag þessara keppna verður þannig að hver ein- staklingur er skráður niður cftir að hannhefur lokið sínu 200 m sundi og getur hann áðeins látiö skrá sig einu sinni. Sigurvegari í keppninni verður það bæjarfélag sem hefur flésta þáíttakendur miðað við íbúafjölda. SSÍ ætlar síðan að gefa bikar til þess bæjarfélags sem sigrar og verður þeim bikar komið fyrir S sundstað viðkomandi bæjarfélags. Ólafur Þór, sundþjálfari skoraðí i dag ábæjarstjóm og bæjarráð að mæta með skýlurnar og leggja sitt af mörkum. Það verður fróð- legt að sjá hvemig þeir verða við þeirri áskorun. Skráning til þátttöku og allar upplýsingar veitir Sund- félagið Vestri í Sundhöllinni. Félagið mun einnig sjá um léttar kaffiveitingar fyrir alla þá sem taka þátt í bæjar- keppninni. Ölium er heimil þátttaka og er aðgangur að Sundhöll Isafjarðar ókeypis á sunddaginn. Sundfélagið Vestri hvetur sem flesta aó taka þátt, því ísafjðrður á mjög mikla vinningsmögu- leika, vegna smæðar sinnar. flhþ.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.