Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.08.1993, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 05.08.1993, Blaðsíða 6
6 BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 5. ágúst 1993 Vel á þriðja hundrað manns voru á ættarmóti afkomenda Sigríðar Ámadóttur og Jörundar Ebenesersonar sem haldið var að Núpi í Dýrafirði um helgina. Sömu sögu er að segja af ættarmóti afkomenda Hermanns Hermannssonar og Salóme Rannveigar Gunnarsdóttur og systkina hennar sem haldið var í Ögri við ísafjarðardj úp. Hér eru þeir frændur Kristján og Gunnar á tali á ættarmótinu í Ögri. Kristján (tv) er sonur Gunnars Hermannssonar skipstjóra á Eldborginni og Gunnar er sonur Halldórs Hermannssonar, skipstjóra og útgerðarmanns á Isafirði. Dansleikir voru haldnir í samkomuhúsinu í Ögri um helgina þar sem þeir léku fyrir dansi feðgarnir Steingrímur Birgisson frá Húsavík og eiginmaður Karítasar Hermannsdóttur og Asgeir Steingrímsson trompetleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Islands. A myndinni má einnig þekkja Halldór Hermannsson frá ísafírði. Karítas Hermannsdóttir tekur hér lagið fyrir viöstadda. Fjöldi manns tjaldaði í Flókalundi í Vatnsfirði um helgina enda var veður við Breiðafjörðinn eins og best verður á kosið. Vestfirðir/ verslunarmannahelgin: Mikið líf og Qör um alla firði UMFERÐ um þjóðvegi Vestfjarða gekk eins og best verður á kosið um verslunarmannahclgina. Mikil um- ferð var inn ísafjarðardjúp og vcstur heiðar á föstudag og sömu leið til baka síðdegis á mánudag. Að sögn iögreglunnar á ísafirði cr ekki vitað un nein óhöpp um helgina, hvorki á vegum eða á þeim stöðum þar sem fólk safnaðist saman. Engar skipulagðar útisamkomur voru á Vestfjörðum um helgina en fjöldi fólks safnaðist saman á hinum ýmsu stöðum s.s. í ísafjarðardjúpi, í Vatnsfirði, á Núpi og á Hornströndum. I Reykjanesi við Isafjarðardjúp var ættar- mót, sömu sögu er að segja frá Ögri en þar komu saman afkomendur Hermanns Hcrmannssonar og Salóme Rann- veigar Gunnarsdóttur og systkina hennar. Nokkur hundruð manns voru í Ögri um helgina, þá var einnig mikill fjöldi við Djúpmannabúð í Mjóafirði sem og í Þernuvík þar sem hjónin Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður og kona hans Anna Guðmundsdóttir hcldu upp á síðbúið 100 ára sameigin- legt afmæli sitt á laugardaginn. A Hornströndum voru um 300 manns um helgina og 245 manns voru á ættarmóti afkomcnda Sigríðar Arnadóttur og Jörundar Ebenesersonar sem haldið var að Núpi í Dýra- firði. Þá var einnig mikill fjöldi fólks í Vatnsfirði, bæði á hótelinu, í sumarhúsum og tjöldum en þar mun hafa verið besta veðrið alla helgina. í Bjarkalundi var engin skipulögð útisamkoma þetta árið en fjöldi fjölskyldufólks mun hafa tjaldað þar um helgina. Ljósmyndarar blaðsins voru á ferð og flugi um Vestfirði um helgina og tóku þá meðfylgjandi myndir. -s. Þessir ungu sveinar seldu gestum í Flókalundi sólgler- augu ó 500 hundruð kall og gekk salan vel að sögn eins þeirra. í Þernuvík í ísafjarðardjúpi héldu hjónin Konráð Eggerts- son og Anna Guðmundsdóttir upp á síðbúið 100 óra sameiginlegt afmæli sitt á laugardaginn og var margt manna í afmælisveislunni. Hér eru þau hjón að fá sér eftirréttinn, rabbabaragraut með rjóma.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.