Bæjarins besta - 05.08.1993, Síða 10
10
BÆJARINS BESTA • Fimmtudagur 5. ágúst 1993
Sigmundur
Þorkelsson
SPAUGARI síðustu
viku, Ketill Helgason fisk-
verkandi í Bolungarvík
skoraði á Sigmund Þor-
kelsson harðfiskverkanda
í Bolungarvík að koma
með næstu sögu og hér
kemur framlag hans:
„Síðastliðið sumar var
ég að þrifa bílinn minn á
þvottaplani Shell-skálans í
Bolungarvík er þangað snar-
aðist Ketill Helgason með
miklum bægslagangi og
bauð mér uppá py lsu og kók.
Ég jánkaði því þar sem ég
þekkti hann ekki af slíkum
höfðingsskap, og ákvað
þess vegna að grípa gæsina
á meðan hún gafst.
Nóg um það. Stuttu síðar
kom að skuldadögunum því
vinurinn hafði látið skrifa
þetta á mig í Shell-skálanum
sbr. meðfylgjandi reikning-
ur sem segir: Veitingar kr.
700. Afhent Katli Helgasyni.
Sigmundur sást borða af
veitingunum."
Eg skora á Gunnar Halls-
son Shell-skálaforstjóra að
koma með nœsta spaug.
Shell
Veitingareikningurinn.
.fljótt flýgur fiskisagan
Fréttir af sjávarútveginum, fiskvinnslunni og fleira í þeirn dúr
Súðavtk:
Bessinn með 150 tonn
Bessinn kom til hafnar í Súðavík á þriðjudag með 150 tonn eftir viku
útivist. Uppistaðan í afla skipsins var þorskur.
Á miðvikudag í síðustu viku landaði Sighvatur Bjarnason 23 tonnum af rækju,
Orrinn kom á fimmtudag með 9 tonn af rækju og Kofrinn sama magn daginn
Bolungarvík:
Enn landar
Höfrungur
Höfi-ungur AK landaði
tvisvar í síðustu viku í
Bolungarvík, samtals
I. 668 tonnum af loðnu
sem fóru til vinnslu hjá
síldarmjölsverksmiðju
þeirra Bolvíkinga.
Línubátar staðarins
lönduðu alls 3,4 tonnum í
síðustu viku og var Guðný
þeirra aflahæst með 2,6
tonn úr einum róðri. Drag-
nótarbátarnir komu með
II, 8 tonn og var Páll Helgi
þeirra aflahæstur með 5
tonn úr ijórum róðrum.
Næstur kom Jakob Valgeir
með 3,7 tonn úr þremur
róðrum. Færabátarnir
lönduðu alls 12 tonnum og
var Árni Ola þeirra afla-
hæstur með 2,2 tonnum úr
fiórum róðrum. Þá landaði
Flosi 10 tonnum af rækju
og Gunnbjörn 7,4 tonnum,
báðir eftir eina veiðiferð.
ísafiörður:
Hálfdán í Búð með 51
tonn af grálúðu
Allir ísfisktogarar ísfirðinga hafa landað á
ísafirði frá því við sögðum síðast aflafréttir.
Hálfdán í Búð landaði 51 tonni af grálúðu á
föstudag og Guðbjartur landaði 70 tonnum af
blönduðum afla á laugardag.
Stefnir landaói síðan 100 tonnum af blönduðum
afla á þriójudag og sama dag lönduðu einnig Páll
Pálsson 90 tonnum og Guðbjörg 105 tonnum. Oll
skipin eru farin aftur á veiðar og eru væntanleg í
land á þriðjudag í næstu viku.
Þingevri:
væntanlegt á morgun
Fry stitogarinn Sléttanes frá Þ ingeyri er vænt-
anlegt til heimahafhar sinnar á morgun föstu-
dag. Á laugardag var skipið komið með 153 tonn
að verðmæti um 25 milljónir króna.
Framnesið landaði á Þingeyri um miðja síðustu
viku, samtals um 85 tonnum. Skipió fór síðan í klössun
til Bolungarvíkur þar sem það er enn.
ísafjörður:
Rækjuskipin með 172 tonn
Rækjuskipin sem leggja upp á ísafirði komu
með samtals 172,1 tonn að landi í síðustu viku og
fram til dagsins í gær.
Albert GK landaði á miðvikudag í síðustu viku 21
tonni. Sama dag kom Guðmundur Péturs meö 14 tonn
og daginn eftir kom Huginn með 17 tonn. Skutull kom
síðan á laugardag með 90 tonn og Auðunn landaói sama
dag 3,5 tonnum. Hafberg landaði síðan á þriðjudag 16
tonnum af rækju og 3 tonnum af fiski og Albert landaði
í gær 10 tonnum.
Hlutavelta til styrktar sundlaugarbyggingu
Stúlkurnar þrjár á myndinni hér ad ofan héldu fyrir
stuttu hlutaveltu til styrktar sundlaugarbyggingu á
I’ingeyri og söfnuðu alls 1.050 krónur. Afraksturinn
færðu þær verktaka byggingarinnar Sigmundi Þ órðar-
syni sem kom peningunum til skila á hreppsskrif-
stofuna. Stúlkurnar heita Bylgja Dögg Hafsteinsdóttir,
Lína Þóra Friðbertsdóttir og Guðrún Lind Rúnars-
dóttir. Með þeim á myndinni er Sigmundur Þórðarson.
ísafjöröur:
Hlutavelta til styrktar Rauða krossinum
í lok síðasta mánaðar héldu börnin á myndinni hér
að ofan hlutaveltu til styrktar Rauða kross íslands.
Afrakstrinum kr. 1.211.10 færðu þau sóknarprestinum
á ísafirði sem mun koma peningunum til skila. Börnin
heita f.v. Alberta, Marta Dís, Gunnar Ingi, Jónína og
Dagný.
Slunkaríki:
Guðrún Guðmunds^
dóttir sýnir ný verk
s
- unnin í Astralíu og Bandaríkjunum
LAUGARDAGINN 7.
ágúst opnar Guðrún Guð-
mundsdóttir einkasýningu í
Slunkaríki. Þetta er önnur
sýning Guðrúnar hér á
heimaslóðum. Hún sýnir nú
sem fyrr verk úr handunnum
pappír, unnin í Ástralíu og
Bandaríkjunum á síðustu
tveimur árum.
Guðrún lauk í vor meistara-
prófi frá School of the Art
Institute of Chicago, en áður
hafði hún nuymið við Curtin
háskóla í Perth í Ástralíu, Iowa
háskóla í Bandaríkjunum og
við Haandarbejdets Fremmes
Seminarium í Kaupmanna-
höfn. Þetta er fjórða einka-
sýning Guðrúnar, sú þriðja á
íslandi, en undanfarin ár hefur
hún auk þess tekið þátt í
nokkrum alþjóðlegum sam-
sýningum í Bandaríkjunum og
Ástralíu. Hún varmeðal annars
einn af fulltrúum Islendinga á
samsýningu sem íslenskar
konur héldu með konum frá
Minnesota í Minneapoilis árið
1990.
verður í efri sal Slunkaríkis.
Guðrún mun nýta báöa sali
Slunkaríkis að þessu sinni. í
þeim efri verður innsetning
unnin úr japönskum pappír, en
í kjallaranum verða vegg-
myndir úr vestrænum pappír
sem hún bjó tii sjálf.
Sýning Guðrúnar verður
opnuð klukkan fjögur á laugar-
daginn og eru allir velunnarar
velkomnir. Sýningin stendurtil
29. ágúst.
fihþ.