Bæjarins besta - 02.03.1994, Page 4
4
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 2. mars 1994
Óháð vikublað
á Vestfjörðum,
TJtgefandi:
H-prent hf.
Sólgötu 9,
400 ísafjörður
s- 94-4560
J 94-4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
og Halldór Sveinbjörnsson
« 5222 fi* 985-31062
Útgáfudagur: Miðvikudagur
Prentvinnsla: H-prent hf.
Bæjarins besta er aðili að samtök-
um bæjar- og héraðsfréttáblaða
Eftirprentun, hljóðritun, notkun
ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið
Leiöarinn:
Ullehammer
Glæsilegustu vetrarólympíuleikum sögunnar er lokið. Stór-
borgin Lillehammer er at'tur orðin að vinalegum stnábæ þar
sem itTið fellur aftur f fyrri t'arveg.
Baráttunni um gullpeninginn í silkiborðanum, sem alla kepp-
endur á ólympíuieikunum dreymir um að hafa hangandi um
hálsinn. er lokið að sinni. Frá þeim darraðardansi komu sumir
f'ullir gleði, aðrir sárir vonbrigða.
Dansinn í kringum gullkálfinn, sem fylgir í kjölfar íþrótta-
viðburðar af þessari stærðargráðu er hins vegar rétt að byrja.
Talið er að telpukrakkinn frá Úkraníu fái litlar 350 milljónir í
árslaun næstu árin. Það er ekki að undra þótt bamið gréti
óhemjulega, meðan útlit var fyrir að hin bandaríska Kerrigan
hefði farið nieð sigur af hólmi, þcgar annað eins er í húfi.
Niðurstaðan átti hins vegar eftir að verða telpunni í hag og þá
magnaðist gráturinn til muna.
Komi einhverjum lesanda til liugar að með þessari grátsögu
sé verið að gera lítið úr frammtistöðu hinnar 16 ára gömlu
Oksana þá er það mikill misskiiningur. Hér er einfaldlega vcrið
að syna fram á hversu stóran þátt peningar spila orðið í helstu
íþróttakeppnum heims. Frægð og frami opnar bankabókina.
Það dregur enginn í efa færni keppenda og satt best að segja
eru afrek margra íþróttamanna orðin slík. að þau fara langt fram
úr því, sem mannlegt getur talist. ..Þetta á ekki að vera hægt,”
sagði fréttamaðurinn um norska skautahlauparann. En maðurinn
gat þetta. Hvemig? Hverju er til kostað og hverju fórnað?
fslensku keppendurnir á vetrarólympíuleikunum í
Liilehammer fengu sinn skammt af háðungarskrifum
„íþróttasérfræðinga” ísiensku pressunnarmeðan á keppni stóð.
Jafnvel í lokin þegar Ijóst var að Ásta S. Halldórsdóltir hafði
náð besta árangri íslenskra skíðamanna á ólympíuleikum, var
enn reynt að gera lítið úr frammistöðu hennar. Ásta hafnaði
sem kunnugt er í 20. sæti í svigi kvenna. Fyrir leikana sagðist
hún stefna að 15.-20. sæti og hún „stóð nokkurn veginn við
það", eins og það var orðað. Og hún var sú eina, sem náði að
„réttlæta þátttöku sína á ólympíuleikunum." Hugguleg kveðja
til hinna keppendanna, sem áreiðanlega lögðu sig alla fram!
Það dylst engum að íþróttir afreksmanna snúast um peninga.
Allir bestu íþróttamenn heinis eru á svimandi háum launum.
Þeirhafa atvinnu af íþróttum. Framleiðendur íþróttavara „eiga"
þá. Áhugamennskan, sem einu sinni var aðall ólympíuhug-
sjónarinnar hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir Mammon.
Einstaklingar eru teknir á barnsaldri og aldir upp á vfsindalegan
hátt til að verða ofumienni í íþróttum. Og sérfræðingunum
hefur tekist að búa til „vélnienni”, en sem betur fer hefur þeim
þrátt fyrir allt ekki tekist með öllu að ræna þau tilfinningunum,
sem þau hlutu í vöggugjöf.
Ytri umgjörð ólympíuleikanna í Lillehammer var glæsileg.
Frændur okkar Norðmenn stóðu sig með mikilli prýði.
Framkvæmd leikanna var sigur tiorskrar þjóðarsálar. Og víst
gladdi leikni keppenda okkur áhorfendur. Á þeirri stundu sem
þeirþustuniðurbrekkureðafluguframafstökkpöllum ieiddum
við ekki hugann að forgrunninum.
Um gildi íþrótta fyrir aimenning efast fáir. íþróttamenn
varða veginn. Þeireru mörgum fyrirmynd. Afþessum ástæðum
eigum við að gefa okkar t'ólki tækifæri á ólympíuleikum. En
við megum ekki falla í þá gryfju að krefjast liins ómögulcga af
því. Og þaðan af síður að lítillækka það.
s.h.
Gestir skammta sér af hinum fjölmörgu sjávaréttum sem í boði voru.
ísafjörður:
Vel heppnað Kúttmage-
kvöld í Fagranesinu
ÞAÐ var bæði kalt borð og kalt um borð í Fagranesinu
síðastliðið laugardagskvöld, þegar Lionsmenn héldu sitt ár-
lega kúttmagakvöld í bílageymslunni þar um borð. Þrátt
fyrir óvenjulegan samkomustað var veislan með helðbundnu
sniði en um hundrað manns mættu til hennar.
Fagranesið opnaði klukkan
sjö og hélt frá bryggjunni um
átta leytið. Siglt var í róleg-
heitum út fyrir fjarðarmunnann
og inn aftur en fæstir gestanna
urðu þess varir hvert skipið fór
(eða hvort það fór yfirleitt
eitthvað!), því engin kýraugu
eru í bílalestinni og höfðu
gárungarnir orð á því, að Fagra-
nesið hefði alveg eins getað
dólað við hafnarkantinn - eng-
inn hefði nokkum tímann upp-
götvað það!
Girnilegir sjávarréttir voru í
boði, s.s. paté, smokkfiskur,
tindabikkja og svo sjálfir kútt-
magarnir, fylltir með lifrarkæfu.
Og öllu þessu renndu gestirnir
niður með ljúffengum veigum.
Að loknu borðhaldi var farið
með ýmis ávörp og gamanmál
auk þess sem nokkrum vel
völdum söngvum var stungið
þar inn á milli. Að því loknu
flutti mannskapurinn sig inn í
koníaksstofuna (betur þekkt
sem borðsalur) þar sem frekari
gleðskapur fór fram. Þar léku
þeir Magnús Reynir og Villi
Valli af sinni alkunnu snilld og
ríkti ósvikin ölkráarstemmning
í stofunni allt til loka ferðarinnar
um miðnætti.
Að sögn þeirra Lionsmanna
er vilji og áhugi fyrir því að
halda frekari veislur á þennan
hátt, þ.e. í Fagranesinu, en þá
yrði að athuga upphitunarmálin
um borð fyrst. >.
Fjölmennt var á Kúttmagakvöldinu, nú sem endranær.
ísafjöröur:
Örn, fálki og
í síðasta hlaði BB birtist Ijósmynd af fugli sem var að
fylgjast ineð hádegisumferðinni á Skutulsfjarðarbraut á
þriðjudag í síðustu viku. Var sagt í texta með myndinni að
þar væri örn á ferð, sem var ekki allskostar rétt.
Fuglinn mun hafa verið fálki
og leiðréttist það hér með.
Starfsmaður blaðsins, sem var
á vettvangi, fullyrti að hér væri
um örn að ræða og benti í því
sambandi á orð fréttaritara
stærsta dagblaðs landsins, sem
gaf sig ekki á mistökunum fyrr
en í fulla hnefana. Fréttaritarinn
og ritstjóri BB hafa fengið sína
lexíu af þessum mistökum, þó
svo að sá síðamefndi hafi ekki
komið nálægt málinu, því þeir
þurftu að syngja dúett um lóuna
góðu sem kemur til að kveða
burt snjóinn, á kúttmagakvöldi
Lionsmanna sem haldið var um
borð í Fagranesinu síðastliðið
Iaugardagskvöld og það við
góðar undirtektir, enda báðir
„lagvissir" með eindæmum.
Er það því von þeirra að
fuglafárinu sé hér með lokið og
að lesendur blaðanna hafi þá
ofarlega í huga þegar skila skal
ábendingum til orðunefndar um
næstu fálkaorðu þiggjendur.