Bæjarins besta - 02.03.1994, Side 11
MJARINS BESTA • Miðvikudagur 2. mars 1994
1 1
Keppendurnir tíu að loknum fyrstu Vetraríþróttum stúlkna. Verðlaunaafhending fór
fram á tilhöggnum ís-verðlaunapalli sem einn faðirinn útbjó. Allt of fáir foreldrar sáu
sér fært að mæta og fylgjast með þessum skemmtilegu börnum í þessari einstöku
keppni.
ísafjöröur:
Hópur ellefu ára stúlkna
hólt sína eigin skauta-
keppni á Torfnesi
- ágóði keppninnar til styrktar Lilju Óskarsdóttur, kristniboða
HÓPUR ellefu ára ísfirskra
vinkvenna héldu svokallaðar
Vetararíþróttir stúlkna ’94
síðastliðinn sunnudag. Kepp-
endur voru tíu talsins en að
félögum og stuðningsmönn-
um meðtöldum voru á þriðja
tug barnaá leikunum. Keppn-
in fór fram á ísilögðum malar-
vellinum á Torfnesi og var
keppt í skautahlaupi, listdans
(para-og einstaklingskeppni)
og sleðabruni. Sigurvegari
leikanna var Ingunn Einars-
dóttir en dómgæsla og tíma-
varsla var í umsjón Engil-
ráðar Osk Einarsdóttur.
Stúlkurnar lögðu mikið á sig
við undirbúning þessara leika,
þær nutu tjárstyrks foreldra fyrir
verðlaunapeningum og seldu
samlokur, brjóstsykur og kakó
á meðan að keppninni stóð.
Aðalsöfnunin, og jafnframt
einn aðaltilgangur leikanna, var
hins vegar að styrkja Lilju
Óskarsdóttur, kristniboða í
Eþíópíu sem stúlkurnar höfðu
heyrt og lært um í Hvítasunnu-
skólanum í Salem.
1 skautahlaupinu var ekkert
gefið eftir, hlaupið var á harða-
spretti yfir hálfan fótbolta-
völlinn og má með sanni segja
að í þeirri grein hafi keppnin
verið afar hörð enda skildu
aðeins örfá sekúndubrot efstu
sætin að.
Vinkonurnar sýndu mikla
skautasnilld á svellinu og
skemmtilegar sveiflur og taktar
komu fram í listdansinum og
mátti sjá að sumar stúlknanna
höfðu greinilega fylgst náið
með listdanskeppninni á ÓL í
Lillehammer, þvílíkir voru
hringirnir og stíllinn.
Þá fór fram sleðakeppni í
brekkunni fyrir ofan skauta-
svellið en aðeins var notast við
eina snjóþotu og var keppt um
að komast á sem stystum tíma
niður brekkuna. Milli keppnis-
greina tóku keppendur kakóhlé
enda nægur tími til stefnu,
ræddu dómgæslunaog frammi-
stöðuna jafnt við andstæðinga
Hart var barist í skautahlaupinu og var minnsti munur á
keppendum aðeins tjögur sekúndubrot.
sem og áhorfendur. Að lokinni
eins og hálfs klukkustundar
keppni lágu úrstlitin Ijós en þau
voru fengin með vísindalegum
aðferðum. Lagður var saman
árangur keppenda úr öllum
greinum þar sem listfengi og
tími skiptu höfuðmáli. Gullið
hreppti Ingunn Einarsdóttir,
silfrið Edda María Salmars-
dóttir og bronsið hlaut Berg-
lind Ósk Aðalsteinsdóttir. Að
auki fengu verðlaunahafar
viðurkenningarskjöl, vandlega
rituð og skreytt af mótsnefnd
með áfestum sleikipinnum.
Þess skal sérstaklega getið
að Vetraríþróttir stúlkna ’94
voru ekki haldnar í neinum
tengslum við skóla eða félaga-
samtök, heldur gerðu börnin
þetta algjörlega uppá eigin
spýtur og af eigin frumkvæði.
Einhverra hluta vegna vildi
karlpeningurinn í árganginum
sem minnst af þessari keppni
vita en Ijóst er að hér er kjarna-
árgangur á ferð, konur með
frumkvæði og vilja, sem án efa
munu skara fram úr í félagslífi,
starfi oa leik um ókominn tíma.
-hþ.
Þegar fréttaritari BB leit inn í Grunnskólann á
Suðureyri á dögunum varð hann þess var að nemendur
skólans gera fleira en að sitja yfir bókalestri. Ólöf
Oddsdóttir leirlistakona var þennan dag að kenna 5.
og 6. bekk að hnoða og rnóta leir svo úr urðu hinir
eigulegustu hlutir. Krökkunum líkaði vel að fá að
handfjatla leirinn og þótti það góð tilbreyting frá
bókayfirsetunni. _v„v
Halldór
Mikkaels
SPAUGARI síðustu viku,
Alla Gunnlaugsdóttir, stöðv-
arstjóri Pósts og sínia á Flat-
eyri, skoraði á útgerðar-
manninn og stórbóndann
Halldór Mikkaelsson að
Neðri-Breiðadal að koma
með næstu sögu og hér kemur
framlag hans:
Þegar mér varð Ijóst að ég
yrði spaugari vikunnar að þessu
sinni, varð mér hugsað til allra
þeirra símhringinga sem dynja
yfir mann alltaf hreint, nánast á
hverju einasta kvöldi. Sérstak-
lega fyrir jólin, þá er verið að
bjóða manni allt mögulegt.
Svo var eitt sinn hringt að
kvöldlagi og röddin bauð gott
kvöld og sló á vingjarnlegustu
raddböndin. Sölumaðurinn
bauð liltekna bók á tilboðsverði.
„Nei takk! Þú hringirheldur
seint því ég er á leiðinni að
deyja,” sagði ég rámri röddu.
„Hvað í ósköpunum amar að?”
spyr þá manngreyið. „Krabbi í
hálsi,” var svarið.
Þá kom löng þögn og eftir
vandræðalegar sekúndur stundi
maðurinn upp úr sér, „hann
móðurbróður minn var með...
Og svo var bara eins og hann
hefði gufaðupp þvíþaðheyrðist
ekki meira í honum frarnar.
Ég skora á spaugsama
hjartaknúsarann Sigurgeir Jó-
hannsson eggjabónda í Minni-
hlíð í Bolungarvík að koma með
nœstu sögu.
Fastáúmr
Vídeóhallarirwar
athuejið!!!
Þið fáið nftt glæsilegt
30 síðna blað með
öllum útgefnum
myndum marsmánaðar
FRÍTT!
NÝJAR OG
FUNHEITAR
MYNDIR:
INNOCENT
BL000
BLOODIN,
BLOOD OUT
SUVER
06 MARGAR
FLEIRIGÓÐAR...
Qóða skernntftm,
Gaui-
M
Veðurspádeild Veðurstofu Islands
2. mars 1994 kl. 10:26
Horfur á landinu næsta sólarhring:
STORMVIÐVÖRUN: Gert er ráð fyrir
stormi á SV-djúpi.
Fremitr hæg SV-átt á landinu, en fer þó
vaxandi SV-og V-lands í íyrramálið. S- og
V-lands verða él eða slydduél.en úrkomu-
laust í öðrum landshlutum. Kólnandi
veður.
Horfur á landinu föstudag:
Fremur hæg SV- og S-átt. Smáél suðvest-
an- og vestanlands, en úrkomulaust
annars staðar. Frost 5 til 7 stig.
Horfur á landinu laugardag:
Breytileg átt, gola eða kaldi. É1 norðan- og
norðvestanlands en að mestu úrkomu-
laust annars staðar. Frost 4 til 6 stig.
Horfur á landinu sunnudag:
Worðanátt, allhvöss víða norðan- og vestanlands,
en hægari annars staðar. É1 um norðanvert landið,
en bjartviðri sunnatil á landinu. Frost 7 til 8 stig.
SMÁ
Til sölu er Nintendo leikja-
tölva meö 3 leikjum, 2 stýri-
pinnum og byssu. Upplýs-
ingar í síma 3613.
Til sölu er Arctic Cat EXT
Special vélsleöi árg.’91,
ekinn 5000 km. Verö kr.
450.000. Ábreiöa fylgir. Upp-
lýsingar I síma 7316og 7554.
Til sölu erDaihatsu Charade
bifreiö árg.'89, ekinn 50.000
km. Mjög vel meö farinn og
lítur vel út. Upplýsingar a
daginn í sima 7348 og á
kvöldin í s. 7272.
Til sölu er Yamaha hljóm-
borð. klassískur gítar,
Fighter gítarmagnari (Max
Fright), golfsett, skíöa-
klossar og hvítir skautar nr.
42. Upplýsingar gefur Einar
Örn í sima 7543.
Óska eftir Slides-sýningar-
vél á sanngjörnu veröi. Upp-
lýsingar gefur Sigfús, Pólgötu
6, í síma 3049.
Óskum eftir aö ráöa mann-
eskju tilinnheimtustarfafyrir
Áral-Metró. Upplýsingar í
síma 4027 eftir kl. 19.
Til söiu er Silvercrossbarna-
vagn og Brio kerra. Upp-
lýsingar í síma 4027.
Ungur maður sem er aö hefja
búskap vantar allan hús-
búnað, ódýrteöagefins. Upp-
Iýsingarísíma5131 ákvöldin.
Hestamenn! Til sölu eru 4
básarf hesthúsinu að Búöar-
túni 9, Hnífsdal. Upplýsingar
í síma 4023.
Til sölu er Arctic Cat EXT MC
vélsleði, árg.'90. ekinn 4000
km. Allar legur í búkka nýjar,
2 löng belti, farangursgrind,
bensínbrúsar o. m. fl. Upp-
týsingar í síma 5222 á kvöldin.
Óska eftirskíðum, 80-90 cm,
með bindingum. Upplýsingar
I síma 4332.
Til sölu eræfingabekkurfyrir
fætur og bekkpressa ásamt
lyftistöng. Meöfylgjandi eru
sex 10 kg lóö og tvö 5 kg lóð
og gólfstatíf fyrir lóöin. Upp-
lýsingar í s. 5420 á daginn og
4660 á kvöldin.
Óska eftir kojum. Upplýs-
ingar í vs. 3110 og hs. 4108.
ísafjöröur:
Stal úr
bifreið
UM MIÐJAN dag á
sunnudag l'ékk logreglan á
ísafirði tilkynningu um að
hljómflutningstækju m
hefði verið stolið úr hifreið
sem stóð við Hlíðarveg.
Ekki hcfur tekist að hafa
upp á þeim sem þar var að
verki en málið er í rann-
sókn.
Síðar um daginn fékk lög-
reglan svo tilkynningu um að
brotist hefði verið inn í sjoppu
ncmendafclags Framhalds-
skólans og þaðan stolið
rtokkru magni af sæigæti auk
peninga. Málið erí rannsókn.
Lögreglan á ísafirði er
jicssa dagana í sérstöku um-
ferðarátaki þar sem rnegin
áhersla er lögð á hraðakstur
og stöðvunarskyldubrot. Auk
þess hefur lögreglan fylgst vel
með Ijósabúnaði bifreiða og
mega ökumenn búast við að
verastöðvaðirafþeimsökum.