Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.03.1994, Síða 6

Bæjarins besta - 02.03.1994, Síða 6
6 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 2. mars 1994 Sólrisuhátíðin hefst á föstudaginn HIN árlega Sólrisuhátíð Framhaldsskóla Vestfjarða hefst n.k. föstudag með því að útvarpið Mýflugan hefur flug sitt um Isafjarðarkaup- stað. Er þetta 21. hátíðin sem haldin hefur verið til að minnast sólrisunnar og mun hún standa í níu daga, eða til 13. mars nk. Dagskrá Sólrisunnarer að venju mjög fjölbreytt en meðal skemmtikrafta má nefna þá Stein Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson, sem kalla sig Radíusbræður. Þá mun Illugi Jökulsson lesa upp úr verkum sínum, Megas mun skemnita sem og Borgardætur. Þá mun dúettinn Súkkat koma fram auk fjölmargra ísfirskra skemmti- krafta. Dagskrá Sólrisuhátíðar er annar sem hér segir: Föstudagur 4. mars kl. 16.00. Utvarp Mýflugan hefur flug sitt um ísafjarðarkaupstað. Ut- varpsstöðin er að vanda til húsa í heimavist Framhaldsskólans. Sent verður út daglega fram til 12. mars, léttu tónlistarefni og töluðu máli og standa útsend- ingar að jafnaði frá kl. 16-20. Útvarpsstjóri er Hermann Vem- harður Jósefsson. Símanúmer stöðvarinnar er 4241. Föstudagur 4. mars kl. 20.30. Frumsýning á Sköllóttu söng- konunni og Góð til að giftast, eftir Eugéne Ipnesco í þýðingu Karls Guðmundssonar undir leikstjórn Olafs Guðmunds- sonar. Leikendureru nemendur Framhaldsskóla Vestfjarða. Um er að ræða grátbrosleg „and- leikrit” eftir einn frægasta leik- ritahöfund 20. aldar. Sýnt er í aðalsal Framhaldsskólans. Verð aðgöngumiða er kr. 800, en börn 12 ára og yngri greiða þó aðeins kr. 400. Laugardagur 5. mars kl. 17.00. Söngskemmtun í Frímúrara- salnum á ísafirði í samvinnu við Tónlistarfélag ísafjarðar. Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjart- an Ólafsson syngja við undir- leik Hólmfríðar Sigurðardóttur. Sunnudagur 6. mars kl. 20.30. Sköllótta söngkonan og Góð til að giftast eftir Ionesco. Önnur sýning leikhóps nemenda í aðal- sal Framhaldsskólans. Veit- ingasala í hléi. Verð aðgöngu- miða er kr. 800 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir börn 12 ára og yngri. Mánudagur 7. mars kl. 20.30. Skáldavaka og kökukeppni í aðalsal Framhaldsskólans. 111- ugi Jökulsson rithöfundur les upp úr verkum sínum og rabbar við áheyrendur. Einnig ferfram samkeppni um kökubakstur. þ.e. valin verður bragðbesta kakan. Keppnin er síðasti liður í allsherjarkeppni námshópa Framhaldsskóli Vestfiarða. Næstkomandi föstudag hefst níu daga hátíð á vegum skólans, sólrisuhátíðin svol skólans sín á milli, m.a. í íþróttum. Mánudagur 7. mars kl. 23.00. Kvikmyndasýning í ísafjarð- arbíói. Þriðjudagur 8. mars kl. 21.00. Radíuskvöld. Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jóns- son skemmta áheyrendum með gamansemi sinni, í sal Fram- haldsskóla Vestfjarða. Veit- ingasala í hléi. Verð aðgöngu- miða kr. 700. Þriðjudagur 8. mars kl. 23.00. Kvikmyndasýning ífsafjarð- arbíói. Miðvikudagur 9. mars kl. 10.00-15.00. Opið hús í Framhaldsskóla Vestfjarða. Kynntar verða hinar ýmsu námsbrautir skólans. Gert er ráð fyrir að nemendur í 10. bekk grunnskólanna á Isafirði, í Bolungarvík og annars staðar í Isafjarðarsýslu komi í heim- sókn í Framhaldsskólann. Þeim verða sýnd húsakynni skólans á meðan þar fer fram bæði bók- leg og verklega kennsla; einnig verður skipulag skólans og félagslíf kynnt. Miðvikudagur 9. mars kl. 20.30. Sköllótta söngkonan og Góð til að giftast eftir lonesco. Þriðja illaða, sem nú er haldin í 21 og e.t.v. síðasta sýning leikhóps nemenda í aðalsal Framhalds- skólans. Verð kr. 800 fyrir full- orðan og kr. 400 fyrir börn 12 ára og yngri. Miðvikudagur 9. mars kl. 23.00. Kvikmyndasýning ífsafjarð- arbíói. Fimmtudagur 10. mars kl. 10.00 (nema annað verði auglýst) og föstudagur 11. mars kl. 10.00. Kennsla í Framhaldsskól- anurn með óhefðbundnum hætti. Haldin verða sextán stutt námskeið um hin ýmislegustu efni. Dæmi um heiti námskeiða: Skíðanámskeið, ljósmyndun, gerbakstur, fluguhnýting, postulínsmálning, hattagerð, nudd, saga írska lýðveldis- hersins. Leiðbeinendur á nám- skeiðunum verða bæði kennarar skólans og ýmsir nágrannar sem góðfúslega hafa lofað að miðla nemendum skólans nokkru af reynslu sinni og þekkingu. Fimmtudagur 10. mars kl. 21.00. Megas,Magnús Þór Jónsson. Hinn þekkti tónlistarmaður heldur tónleika í aðalsal Fram- haldsskólans. Verð aðgöngu- miða er kr. 600. Veitingasala í hléi. skipti. Föstudagur 11. mars kl. 23.00. Sólrisudansleikur í Sjálf- stæðishúsinu á Isafirði. Meðal annars koma fram dúettinn Súkkat og ísfirska stórhljóm- sveitin K-Y. Laugardagur 12. mars kl. 21.00. Stórtónleikar ísfirsku rokk- hljómsveitarinnar Urmuls í Sjálfstæðishúsinu. Tónleikamir verða haldnir í samvinnu við Ungmennafélag Grænagarðs. Sunnudagur 13. mars kl. 21.00. Söngskemmtun. Borgardæt- ur skemmta við undirleik á sal Framhaldsskólans. Kaffiveit- ingar. Miðaverð kr. 800. Ákveðið hefur verið, að nemendur í Patreksfjarðarúti- búi Framhaldsskóla Vestfjarða komi í hópferð á sólrisuhá- tíðina, og munu þeir m.a. notfæra sér hina óhefðbundnu kennslu, þ.e. taka þátt í nám- skeiðunum 10. og 11. mars. Starfsfólk og nemendur Framhaldsskóla Vestfjarða vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðað hafa við undirbúning þessarar 21. sólrisuhátíðar um leið og allir nágrannar skólans um Vestfirði eru hvattir til að sækja hin ýmsu dagskráratriði. ,r FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ Á ÍSAFIRÐI Sendibifreið til sölu Sendibifreið FSÍ með skráníngarnúmeri í-4951 er til sölu. Bifreiðin er af tegundinni Mitsubishi L-300, árgerð 1985, ekin u.þ.b. 80.000 km og selst i núverandi ástandi. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í vs. 4500. Laus staða Auglýst er laus til umsóknar staða skrifstofumanns. Um er að ræða hálft starf hjá hafnarsjóði og hálft hjá bæjarsjóði. Laun skv. kjarasamningi FOS-Vest. Umsóknarfrestur er til mánudags 7. mars 1994. Upplýsingar veitir undirritaður. Bæjarstjórínn á Ísaíirði. Sla'ifstofuhúsnæði til leigu Til leigu er skrifstofuhúsnæði að 2. hæð í Hafnarhúsinu (þar sem Sjómannastofan var áður), u.þ.b. 100 m2. Umsóknir sendist undirrituðum, sem jafnframtveitirnánariupplýsingar, fyrir 10, mars nk., pósthólf 183. Hafnarstjórínn á ísafirði. ÚTBOÐ Flugmálastjóm ríkisins óskar tilboða í innri frágang flugstöðvarhúss á Bíldudals- flugvelli. Húsið er að flatarmáli 130 m2. Áætluð verklok em 30. júní 1994. Gögn verða afhent á skrifstofu Flugmála- stjórnar, Reykjavíkurflugvelli og hjá um- dæmisstjóra Flugmálastjómar á ísafjarð- arflugvelli, gegn 10.000,- króna skilagjaldi. Tilboðum skal skila til skrifstofu Flug- málastjómar á Reykjavíkurflugvelli fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 22. marz nk., og verða þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Flugmálastjórí. ísafjörður:

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.