Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.03.1994, Síða 7

Bæjarins besta - 02.03.1994, Síða 7
SíJARINS BESTA • Miðvikudagur 2. mars 1994 7 Atakalaus 09 lipur í akstri Ford Mondeo er fyrstur sinnar tegundar af nýrri kynslóð Fordbíla, þar sem sameinuð er þekking Bandaríkja- og Evrópudeilda fyrirtækisins, og í kynningu er Iögð sérstök áhersla á að Mondeo er vel búinn hvað varðar öryggi og með meiri búnað en tíðkast í öðrum bílum í sama verðflokki. Ford Mondeo kom til Islands snemma í vetur en frum- sýningin fór fram í Genf í mars 1993. Ford Mondeo hefur mjög rennilegt útlit og framendinn er eins og á flestum nýjum bif- reiðum; mjög mjósleginn og lágur. Framrúðan er mjög stór og hallandi og tekur mjúklega á móti grjótkasti. Afturrúðan hallar dálítið fram á við og bíllinnerallurávalurog straum- línulagaður. Að innan er Mondeo stór og rúmgóður. Mikið pláss er frammí, jafnt fyrir bílstjóra sem farþega, og einnig er þokkalegt rými fyrir farþega í aftursæti. Ökumannssætið er útbúið hefð- bundnum stillingum og hæðar- stillingu, og með veltistýrinu eiga bílstjórar af öllum stærðum að geta látið fara vel um sig í þessum bfl. Mælaborðið er stíl- hreint og gott er að lesa á alla mæla. Farangursrýmið í þessum 4ra dyra bíl sem við reynslu- ókum er 480 lítrar, og er það mjög stórt. Engum á óvart, var Ford Mondeokosinnbíllársins 1994 í Evrópu. Þetta eru ein eftir- sóttustu verðlaun sem veitt eru í bílaiðnaðinum og völdu 58 gagnrýnendur frá 28 löndum Mondeo sem besta alhliða bílinn fyrir framúrskarandi öryggi. aksturseiginleika, stað- albúnað og gott verð. Kraftmikil vél Vélin ermjögkraftmikil, 136 hestafla, tveggja lítra og 16 ventla, með beinni innspýtingu. Hún er ekki nema 9,6 sek. að ná bílnum frá 0 í 100 km hraða samkvæmt auglýsingu frá fram- leiðanda, og hámarkshraði er sagður vera 204 km. Og öku- maður getur svo sannarlega sagt að viðbragðið er feikigott og vinnslan sömuleiðis. Bifreiðin er búin tölvustýrðri fjögurra þrepa sjálfskiptingu með yfir- gír og spyrnu- og sparnaðar- stillingu. Þegarspyrnustillingin er notuð er vélin knúin upp á háan snúning áður en skipt er í næsta gír en í sparnaðar still- ingunni skiptir bíllinn sér fljótt og mjúklega í hærri gíra. Skipt- ing með þessum eiginleikum er sérlega skemmtileg. Aksturinn á þessum bíl var sér- lega skemmtilegur, átakalaus, lipur, hljóðlátur, og það heyrist lítið frá grjótkasti. Aukabúnaður Ford Mondeo er útbúinn með loftpúða í stýri, tvívirkri sam- læsingu, þjófavöm, rafmagni í rúðum, rafnragni í hliðarspegl- um, vökva- og veltistýri, út- varpi og segulbandi, upphitaðri framrúðu (Ghia) og ABS hemlalæsivörn (Ghia). Þess má að lokum geta að Mondeo er einnig hægt að fá með spólvöm eða 4x4. Umboð á íslandi er Glóbus, og söluaðili á ísafirði er Bílatangi hf. -h. Vestfirðir: Engin fegurðar- samkeppni í ár UNDANFARNAR helgar hafa farið fram víðsvegar um landið, svokallaðar undankeppnir fyrir Fegurðarsamkeppni íslands 1994 sem haldin verður á Hótel Islandi 13. maí nk. Engin slík keppni mun fara fram á Vestfjörðum í ár og verða Vestfirðir því eini landshlutinn sem ekki fær að halda slíka undankeppni. Fulltrúi Vestfjarða mun verða valinn af dómnefnd án keppni og verður nafn hans ekki ljóst fyrr en rétt fyrir aðalkeppnina í maí. Vekur það furðu margra að ekki skuli vera hægt að halda slíka keppni árlega á Vest- fjörðum, líkt og í öðrurn lands- hlutum, og hafa margir við- mælendur blaðsins, sem fylgst hafa með keppninni undanfarin ár, sagt að hér væri um persónu- lega ákvörðun framkvæmda- stjóra keppninnar á Vest- fjörðum að ræða. Víst er að mikið er til af fal- legum stúlkum á Vestfjörðum og því ættu Vestfirðingar að sitja við sama borð og aðrir landsmenn í þessum málum. Keppni sem þessi hefur sett skemmtilegan svip á bæjarlífið og er því sjónarsviptir að henni. ísafjörður: _ BÆJARRÁÐ ísafjaröar hefur samþykkt afi úthluta lóðinni nr. 6 við Pollgötu á ísafiröi undir þriggja hæða hús asamt ; Umsækjendur um lóðtna eru þeir Kristján Jónasson, frainkvæmdastjóri Djúpbáts- insht . lónatan kmórsson. ut- sölustjóri Á.T.V.R. á ísafirði og I orl'i Bj skipstjoi 1 Jónatan viidi lítið tjá sig um byggingarframkvæmdirnarttð svo stöddu, sagði málið allt á byrjunarstigi og því væri ekki htægt að segja neitt tii utn fratnkvæmdahraða né endan- legtt stærð hússins. Upphaflcga hugtnynd af byggingu hússins fæddist í saumaklúbbi eiginkvenna nokkurra rækjuskipstjóra á ísaiitði en faliið var frá henni um tíma eftir að tveir upp- hafsmannanna féllu frá, Máiið var tekið upp afturfyrir stultu og hafa þremenningarnir nú fengið þessa eftirsóttu lóð út- hlutaðri. ,s Askriftartónleikar á Sólrisuhátfð: 1 VíÐ verðum með d Hjómkvöíáinu \ á Hdteí ísafirói á (augardaginn . 1 ■ 1 ■ I I I Einnig vcrður Cíarins ráðgjafi í Krismu á ■ mánudcujinn miííi ki 10-12 ocj 13-17 með cjóð tiíboð 1 - Komið ogfdið ráðkggingar í Minnum d Warncr undirfötin og Maidcn-form undirkjóíana tií að jjfvca íínumar undir kjóCnum :; :r-::

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.