Bæjarins besta - 02.03.1994, Side 12
Fljúgið meö elsta BÍLALEIGAN (-JERNIR
starfandi áætlunar■ flugfelagi á íslandi FLUGFÉLAGIÐ ERNIRf ÍSAFJARÐARFLUGVELLI <ö 4200 • □ 4688 / / Þar sem bílarnir skipta um eigendur
A ISAFIRÐI SÍM! 5267 SKEIÐI 5 • ÍSAFIRÐI © 4300 • © 4448
Fyrir hann...
JONEl
iGUNNA
Ljóninu, Skeiði, ísafirði, sími 3464
ísafjöröur:
Framtíðin liggur í sam
vélsmiðjanna við Djúp
einingu
- segir Sævar Birgisson, starfandi framkvæmdastjóri
Skipasmíðastöðvar Marsellíusar hf., en 24 starfsmönnum
fyrirtækisins var sagt upp störfum á föstudag
ÖLLUM starfsmönnum Skipasmíðastöðvar Marsellíusar
hf„ á Isafirði var sagt upp störfum á föstudaginn. Starfs-
mennirnir sem eru 24, hafa flestir þriggja mánaða upp-
sagnarfrest og standa vonir til að flestir þeirra ef ekki allir
verði endurráðnir. Skipasiníðastöð Marsellíusar hf., hefur
líkt og flest önnur málmiðnaðarfvrirtæki landsins átt í veru-
legum rekstrarörðugleikum undanfarin ár en sú staða hefur
að stærstum liluta skapast vegna gjaldþrota viðskiptavina
fvrirtækisins á undantörnum fjórum árum en á því tímabili
hefur Skipasmíðastöðin tapað rúmum 40 milljónum króna.
„Við reiknum með að endur-
ráða flest alla en það skýrist á
næstu vikum. Það hefur farið
fram endurskipulagning á
rekstri fyrirtækisins og er sú
vinna á lokastigi. Ætlunin var
að ijúka þeirri vinnu fyrir
síðustu mánaðarmót en þá
hefðum við að öllum líkindum
komisthjáþessum uppsögnum.
Það tókst ekki og því þurftum
við að grípa til þessara ráða án
þess þó að það sé ætlunin að
segja þessum mönnum endan-
lega upp störfum,” sagði Sævar
Birgisson, starfandi fram-
kvæmdastjóri Skipasmíða-
stöðvar Marsellíusar hf.
„Síðustu fjögur árin höfum
við tapað um 40 milljónum
króna á gjaldþrotum viðskipta-
vina okkar. Við höfum horft
upp á rækjuiðnaðinn hrynja á
undanförnum árum og fyrir-
tækjum í þeim iðnaði hefur
alltaf fylgt miklar skuldir hjá
okkur. Við höfum fengið lang-
verstu útreiðina í rækjuiðnað-
Afhending
Sævar Birgisson.
inum þó svo að við höfum tapað
hjá fyrirtækjum í ýmsum öðrum
greinum.”
Verkefnastaða fyrirtækisins
hefur verið mjög góð að undan-
förnu sem er ólíkt því sem verið
hefur hjá mörgum öðrum fyrir-
tækjum í skipaiðnaði en þess
ber þó að geta að starfsmönnum
fyrirtækisins hefur fækkað um
helming á undanförnum árum
en þeir voru flestir um 50 talsins.
Greint hefur verið frá því að
allar vélsmiðjur við Djúp séu
að vinna sameiginlega að end-
urskipulagningu með samstarf
eða samruna í huga en ekki
hefur fengist staðfest hvort
einhverjar þeirra muni sam-
einast á næstunni.
„Ég veit ekki hvað aðrir eru
að hugsa en gagnvart Skipa-
smíðastöðinni hefur slíkt ekki
borið á góma. Ég veit til þess að
smiðjurnar við Djúp hafi verið
að ræða saman um hugsanlegt
samstarf við þróunarstarf og
markaðssetningu en ég hef ekki
heyrt um neina sameiningu.
Skipasmíðastöð Marsellíusar hf., á ísafirði.
Hins vegar er fyrir löngu orðið
tímabært að renna þessum fyrir-
tækjum saman. Skipasmíðastöð
Marsellíusar er með um þriðj-
ung af allri veltu í skipavið-
gerðum á svæðinu og hér eru
24 menn. Hitt eru skonsur með
tveimur til fimm mönnum. Ég
gæti trúað því að smiðjurnar
væru orðnar tíu frá Suður-
tanganum og út í Bolungarvík.
Það sér hver heilvita maður að
slíkt gengur ekki til lengdar.
Ef menn ætla að ná verk-
efnum inn á svæðið verða þeir
að standa saman. Það getur
engin þessara smiðja tekið nein
stærri verk að sér án samvinnu.
Það er alveg skelfilegt að horfa
upp á hvernig sá litli vísir sem
var að samvinnu í framleiðslu á
jámi er farinn. Við erum al-
gjörlega búnir að missa for-
ystuna varðandi rækjuiðnaðinn
svo dæmi séu tekin. Mín skoðun
er sú að framtíðin liggi í sam-
einingu vélsmiðja við Djúp. Ef
það gerist ekki ráðum við ekki
við nein stærri verkefni,” sagði
Sævar Birgisson.
Sævar sem starfað hefur hjá
Skipasmíðastöð Marsellíusar
hf„ og þar áður hjá M. Bem-
harðsson skipasmíðastöð í rúm
ellefu ár er senn á förum frá
ísafirði og hefur nýr fram-
kvæmdastjóri verið ráðinn í
hans stað. Það er Sigurður Jóns-
son, skipatæknifræðingur sem
starfað hefur hjá fyrirtækinu um
nokkurra ára skeið. „Það er
ekki komið á hreint hvenær ég
fer. Ætlunin er að sjá fyrir
endann á þessari uppstokkun
áður en af því verður,” sagði
Sævar.
-s.
ráðgerð eftir
fjóra mánuði
ÞESSA dagana vinna
starfsmenn Ágústar og
Flosa hf„ á Isafirði hiirðuni
höndum að því að reisa
burðarvirki hinnar nýju
sorpeyðingarstöðvar Is-
Hrðinga í Engidal í Skutuls-
Firði en ráðgert að því verki
verði iokið í næsta mánuði.
I framhaldi af því munu
starfsnienn Orms og Víg-
lundar hf„ setja upp brennslu-
búnaðinn og síðan fer fram
vinna við lokafrágang húss-
ins sem boðin var út í síðustu
viku. Ráðgert er að þeim
áfangaverði lokiðsíðari hluta
maímánaðar. Þá fer fram
prufukeyrsla á vélbúnaði
stöðvarinnar en formleg af-
hending stöðvarinnar er ráð-
gerð í júlímánuði.
Bolungarvík:
Bakarinn hf. kaupir
bakarí Vöruvals
BAKARINN hf. á ísafirði, í eigu Guðbjarts Guðbjarts-
sonar, keypti um síðustu helgi bakaríið í Vöruval í
Bolungarvík (fyrrum Verslun E. Guðfinnssonar) og hófst
nýji reksturinn í gær en Vöruval hefur haldið uppi rekstri
bakarísins frá 1. desember síðastliðnum.
„Ég ætla að halda uppi bakstri
ábáðum stööum, jafnt á ísafiröi
og í Bolungarvík og þó að þetta
sé aðeins fyrsti dagurinn okkar,
þá er allt þegar komið á fullt,”
sagði Guðbjartur í gær en hann
vildi ekki gefa upp kaupverðið
á nýja fyrirtækinu. „Ég réðst í
stækkunina því að ég tel að
bakaríið í Vöruvali passi vel
inn í minn rekstur og ég er
sannfærður um að þetta gengur
upp. Bolvíska bakaríið baraeitt
og sér, væri líka of lítil eining
fyrir einhvem aðila að reka.”
-hþ.
ÓHÁÐ
FRÉTTABLAÐ
r
A
VESTFJÖRÐCM
ísafjöröur:
Stálu
bensíni
Á MIÐVIKUDAG í síð
ustu viku fékk lögreglan til-
kynningu uin að fjórir
ungir menn væru að stela
bensíni af bifreiðum sem
stóðu við Bílaleiguna Erni
á Skeiði á Isafirði.
Lögreglan fór þegar á
staðinn og stóð þjófana að
verki. Höfðu þeir m.a. tekið
botnveniil af nokkrum ben-
síntönkum og létu bensínið
renna þannig niður en það
mun vera tnjög sjaldgæf að-
ferð við slíka iðju. -s.
ísafjöröur:
MÍSStí
skírteinið
SÍÐASTA helgi var
fremur róleg að sögn lög-
reglunnar á ísafirði. Einn
maður fékk þó að gista
fangageymslur lögreglunn-
ar vegna óláta og tveir aðrir
voru stöðvaðirgrunaðir um
ölvun við akstur.
Síðdegis á fimmtudag var
ungur ökumaður stöðvaður á
Strandgötu í Hnífsdal en þar
ók hann á 95 km hraða en
leyfður hántarkshraði á þess-
um slóðum eru 35 km. Öku-
ntaðurinn missti skírteini sitt
um tíma.
Aðfararnótt laugardags
fékk lögreglan tilkynningu
um rúðubrot í Bókaverslun
Jónasar Tómassonar og er
það mál í rannsókn. Nóttina
á eftir iékk maður einn að
gista fangageymslur lög-
reglunnar vegna ölvunaról-
áta og var það eina gisting
helgarinnar hjá lögreglunni.
Rétt fyrir klukkan 8 á
sunnudagsmorgun var síðan
ökumaður bifreiðar einnar
tekinn grunaður um ölvun við
akstur og annar var tekin
vestan Breiðadalsheiðar að-
fararnótt sl. þriðjudags. -s.
RITSTJORN ^ 4560 • FAX ^ 4564 • AUGLYSINGAR OG ASKRIFT ‘S8 4570