Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.2016, Page 7

Bæjarins besta - 17.11.2016, Page 7
FIMMTUdagUr 17. NÓVEMBER 2016 7 Örn segist spenntur fyrir þeirri tíð sem nú fer í hönd, að spila út um allar trissur til að kynna afurðina: „Ég er búinn að vera mikið heima síðustu fimm árin og spila lítið, svo ég er alveg til. Það fylgir því kraftur að klára svona plötu og maður verður svolítið óraunsær í gleðivímunni og upplifir að maður geti bara strax hent í tvær plötur til við­ bótar.“ Hann segir að fólk megi búa sig undir spennandi nýja vídd á tónleikunum þar sem akústíkin og röddin verði í fyrirrúmi. Í hljómsveit Mugisons eru sem áður Arnar Gíslason sem leikur á trommur, Guðni Finnson á bassa og Þorbjörn (Tobbi) Sigurðsson sem leikur á hljómborð og gítar. Til að ná enn betur fram hinum þétta hljómi plötunnar, mun tónlistarkonan Rósa Sveinsdóttir koma fram með hljómsveitinni á tónleikunum, en hún er söngkona og saxófónleikari, ásamt því sem hún spilar bæði á þverflautu og blokkflautu. Það er alveg ljóst eftir að setj­ ast niður í smá stund með Erni að það fylgir því mikill erill að vera sjálfur Mugison, er ekki liðu margar mínútur á milli þess sem síminn glumdi við. Svo honum og hundinum Skugga var sleppt aftur út í regnblautan daginn, en nú er ekkert annað en að byrja að leyfa sér að hlakka til tónleikanna. annska@bb.is Lyftaranámskeið ( J- réttindi) Lyftaranámskeið fyrir lyftara með allt að 10 tonna lyftigetu verður haldið á Ísafirði dagana 2. desember frá kl. 09 – 16 og 3.desember 09 – 15 hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða Suðurgötu 12, Ísafirði. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Vinnueftirlitsins http://www.vinnu- eftirlit.is/fraedsla/dagsett-namskeid/ einnig er hægt að hafa samband í síma 550 4600 eða 550 4655. Lyftaranámskeið fyrir allt að 10 tonn Hvar? Fræðslumiðstöð Vestfjarða,Suðurgötu 12, Ísafirði Hver heldur? Vinnueftirlit ríkisins Hvenær? Föstudaginn 2.des og laugardaginn 3.des Frá kl.: 09:00 til 16:00

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.