Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.2016, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 17.11.2016, Blaðsíða 8
8 FIMMTudagur 17. NÓVEMBER 2016 Hjálmar Forni Sveinbjörns­ son, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Miss Gloria Hole, gekk á laugardaginn upp Esjuna í fullum skrúða. Tilgang­ ur göngunnar var að vekja athygli á HIV­samtökunum á Íslandi og auka umræðu um sjúkdóminn, koma í veg fyrir fáfræði, sem og að hvetja til ábyrgrar kynhegð­ unar. Hjálmar Forni segir að upphafið að átakinu megi rekja til þess er hann bjó með smituðum manni og fékk spurningar líkt og hvort þeir notuðu sömu hnífapör: „Þá vissi ég að ég þyrfti að gera eitthvað til að vekja athygli á þessu, því það einfaldlega eru ekkert allir sem vita að þeir sem eru smitaðir í dag smita ekki vegna þeirra lyfja sem þeir eru að taka.“ Hjálmar, sem ólst upp að hluta til á Ísafirði, hefur verið vel virkur í dragsamfélaginu á Íslandi og var til að mynda kosinn dragdrottning ársins árið 2014. Einnig hefur hann verið öflugur göngugarpur og Gekk upp Esjuna í fullu dragi gekk til að mynda frá Ísafirði til Reykjavíkur árið 2009 ásamt Jóni Björnssyni, þar sem þeir gengu um 45 kílómetra dag hvern. Það var þó talsvert ólíkt því að ganga upp fjall í fullu dragi og á háum hælum. Hjálmar segir gönguna hafa gengið merkilega vel miðað við aðstæður. Var hann í um fjórar klukkustundir að koma sér bæði upp og niður á hælunum, en hann hafði þó einungis lagt upp með að fara á þeim upp en gleymdi að taka með sér strigaskó til að skipta fyrir niðurleiðina, það vildi þó ekki betur til en svo að strigaskórnir gleymdust í bílnum, svo hælarnir urðu að duga: „Það var svolítið erfitt þegar ég var að koma upp að Steini en þar var hálka, svo að ég fór mjög hægt yfir og svo var miklu erfiðara að labba niður en upp á hælunum.“ En hversu mikið erfiðara er að ganga á fjöll á hælum en göngu­ skóm? „Ég hef forðast í gegnum tíðina að nota gönguskó, fer bara allt á Crocks eða strigaskóm og ég hef alltaf sagt að ef við ættum að fara allt á gönguskóm – þá hefðum við fæðst með hófa. Ég hugsa að það hafi hjálpað mér í að styrkja á mér ökklana fyrir þessa göngu að hafa gengið svona mikið í skóm án stuðnings, gönguskór hefðu örugglega gert þetta erfiðara.“ Þrátt fyrir að hafa farið upp Esjuna í kulda og trekki á hælum, lætur Hjálmar vel að göngunni og segir hana hafa gengið betur en hann hafi fyrirfram þorað að vona: „Ég held að hann þarna uppi hafi ákveðið að gefa mér gott veður í þetta, þar sem báða dagana í kring var stormur. Það var reyndar talsvert kalt þegar ég var kominn upp, haglél, rok og kuldi, en bara ansi hressandi á laugardegi.“ Ferðin tók í heildina um fjórar klukkustundir og gengu amma og afi Hjálmars með honum, unnusti hans og nokkrir vinir, þar á meðal Sverrir Ómar sem er að gera heimildarmynd um gönguna sem og smokka­ árvekni verkefni sem Hjálmar

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.