Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1995, Page 3

Bæjarins besta - 04.01.1995, Page 3
Um áramót ÁRAMÓT eru stund upp- gjörs, litið er yfir farinn veg, skoðað og skilgreint það sem að baki er og jafnframt horft til framtíðar. Fremstu menn þjóð- arinnar, leiðtogarnir hafa talað, forsætisráðherra, biskup og For- seti Islands. Hvað er þeim efst í huga? Lýðveldishátíðin á Þing- völlumhinn 17. júní 1994, sem verður þeim minnistæð sem hana sóttu og ekki síður hinum erkomustekki vegnaskipulags umferðarinnar. Einnig varofar- lega í huga forsætisráðherra, efnahagsbati, sem talinn er vera til nokkurrar frambúðar, ekki síst vegna hækkandi afurða- verðs á erlendum mörkuðum. Forsetinn vakti máls á sér- stöðu hinnar smáu íslensku þjóðar. Þjóðar sem hefur lagt rækt við tungu sína og arfleifð, einkum á menningarsviðinu. Almennt vex þeirri skoðun fy lgi, að sú þróun verði að þjóðir og þjóðarbrot fylgi fordæmi okkar Islendinga í þessu efni í tímum vaxandi samruna í efna- hagsstjórn heimsins. Forsetinn lagði á það ríka áherslu að kunnátta Islendinga í tungu- málum væri okkur nauðsyn og þá ekki síður að sporna við því að ensk tunga yrði ráðandi í hugsun Islendinga. Undir það skal tekið, að fyrsta erlenda tungumálið í grunnskóla verði eitt Norðurlandamálanna þriggja. Danskan stendur vissu- Iega fyrir sínu sem fyrr. Vestfirðirhafasérstöðu.bæði landslag og ekki síður íbúar þeirra sem hluti hinnar íslensku þjóðar. En setjum okkur í spor annarra Islendinga, sem ekki þekkja til vestfirskra byggða nema af afspurn. Hvað finnst þeimerþeirbeinakastljósi sínu að málefnum Vestfirðinga árið 1994? Þær fréttir sem borist hafa héðan að vestan hafa of oft verið neikvæðar og er þá ekki átt við fréttir af náttúruhamförum, sem vissulega hafa verið tíðar og skaðlegar. Við þær ræður ekki mannlegur máttur. Mikið ber á deilum einkum á pólitíska sviðinu og nægir að nefna Vesturbyggð því til stuðnings. Þótt mikið hafi gengið þar á og mörgum illskiljanlegt ef ekki óskiljanlegt með öllu, eru dæmin fleiri. Deilur um fram- tíð atvinnufyrirtækja í Bolung- arvík bera of mikinn keim deilna pólitískra andstæðinga, sem áður hafa setið í bæjar- stjórn. Vissulega hefur annað borið hátt, ekki síst stórkostlegar endurbætur í samgöngumálum. Jarðgöng sem tengja Skutuls- fjörð, úrTungudal, og Súganda- fjörð, í Botnsdal, hafa þegar nýst nú um liðnar hátíðir og munu enn gleðja íbúana, jafnvel þann tíma sem lifir vetrar. Ekki verður breytingin minni þegar göngin yfir í Önundarfjörð opnast, í Breiðadal. Þessi sam- göngubót verður væntanlega komin að fullum notum fyrir árslok, þótt eitlhvað skorti á endanlegan frágang. Ymsir Vestfirðingar hafa lagt málinu lið, en án stuðnings þingmanna úr öðrum kjördæmum hefðu jarðgöng ekki orðið að veru- leika. Vonandi verða þau okkur lyftistöng til framtíðar og til þess fallin að auka tengsl og samheldni Vestfirðinga. Ekki mun af veita á þessum tímum þegar íbúum fækkar ár frá ári. Síðasta áratug hefur íbúum Vestfjarða fækkað um eitt þúsund. í stuttu máli er ekki auðvelt að telja til alla þætti sem máli skipta. En nokkuð ljóst er að eindrægni og jafnframt ein- lægni í mannlegum saamskipt- um ásamt heiðarleika og virð- ingu fyrir skoðunum annarra virðast æ sjaldnar eiga upp á pallborðið. Þessu þarf að breyta, en um leið verða menn að virða þær skráðu og óskráðu reglur sem tryggja eiga jafnræði í sam- skiptum, ekki síst á hinu póli- tíska sviði. Það sem hér er sagt gildir um Vestfirðinga jafnt og aðra. Margir hafa bent á að þeir sem taka þátt í pólitík skuli njóta sannmælis. Undir þau orð er tekið hér, en minnt á að stjórn- málamenn eiga ríkan þátt í að skapa umtalið sem þeir njóta eða gjalda eftir atvikum. Fjöl- miðlarnir eru óvægnir ef svo ber undir og betra að umræðan snúist um efnisatriði en per- sónur. Engu að síður á umfjöl- lunin í fjölmiðlum rétt á sér, þótt efnistökin kunni að fara úr böndunum. Fróðlegt verður að sjá hver dómur framtíðarinnar verður um afsögn Guðmundar Áma Stefánssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, og þátt fjöl- miðla í henni. Deilurnar í nýja sveitar- félaginu, Vesturbyggð, bera þess merki að samtaða er rofin með fulltrúum í hinni nýju sveitarstjórn. Skaðinnerfólginn í því að þær vonir sem bundnar voru við sameininguna eru brostnar. Ennþá eru efnisatriði öllum almenningi, að minnsta kosti utan sveitar, hulin. Sveit- arstjórnarmenn eru þjónar al- mennings. Þess vegna ber þeim skylda til að upplýsa efnis- atriðin að baki deilunnar. Geri þeir það ekki mun bæjar- stjórnin nýja, sem hefur klofnað á miðju fyrsta starfsári sínu, styrkja trú margra um eilíft sundurlyndi þeirra tæplega 9.500 íbúa sem enn byggja Vestfirði. Vestfirðingar eiga það ekki skilið. Þeir eiga skilið trú þeirra sjálfra og annarra á að samheldni vaxi og eflis. Vestfirðingum er óskað gleðilegs nýs árs, bjartrar fram- tíðar hér vestra og eflingar mannlífs. -Stakkur. Kaupfélag ísfirðinga Framvinda mála ræðst á næsta stjórnarfundi - gengið hefur verið frá kaupum félagsins á húsnæði Kl. Hugmyndir eru uppi um að opna verslun á 2. hæð hússins FYRIR áramótin var gengið frá kaupum Kaupfélags ís- firðinga á húsnæði því sem félagið hefur verið í um ára- tuga skeið, en það hefur um árabil verið í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga. Kaupverðið hefur ekki fengist uppgefið en framtíðaráform félagsins verða væntanlega ákveðin á næsta stjórnarfundi sem haldinn verður innan skamms. Hluti starfsemi Kaup- félags ísfirðinga, verslunin Einar og Kristján, hefur verið til húsa að Hafnarstræti 6, en það húsnæði hefur verið selt Olíufélaginu Esso hf. Mun Einarog Kristján flytjatil bráða- birgða á næstu dögum í hús- næðið við hliðina, sem er í eigu Framsóknarflokksins og vefn- aðarvörudeild félagsins verður áfram til húsa við Silfurtorg. Samkvæmt heimildum blaðsins eru uppi hugmyndir um að sameina versluninaEinar og Kristján og vefnaðarvöru- deildina undir einu þaki á 2. hæð Kaupfélagsins en ákvörð- un þess efnis verður ekki tekin fyrr en á stjórnarfundi sem haldinn verður innan skamms. „Við höfum fengið leigt hús- næði undir Einar og Kristján til bráðabirgða og því verður verslunin ekki lögð niður. Við erum rétt nýbúin að ganga frá kaupum á þessu húsi og það á eftir að boða til stjórnarfundar. Á þeim fundi verður meðal annars rætt um framvindu mála hér og þess vegna get ég ekki sagt til um hvort opnuð verður verslun á 2. hæðinni. Minn draumur í gegnum árin hefur verið að setja verslanirnar hér á hæðina en það er einungis minn eigin draumur, það er stjórnar- innar að taka endanlega ákvörð- un,” sagði Guðríður Matthías- dóttir, kaupfélagsstjóri. Kaupfétag ísfirðinga eignaðist fyrir áramótin, aftur húsnæði það sem féiagið hefur verið í um áratuga skeið. F ÞU FENGIR ÞRJAR ÓSKIR UPPFYLLTAR... ... hvers mundir þú óska þér? Ein óskanna varðar örugglega peninga. Þú gætir látið hana rætast með því að spila í HHI95. Það er RÍK ástæða til að vera með því HHÍ greiðir meira* út til vinningshafa en nokkurt annað happdrætti hér á landi. 'Hundruðir milljóna króna skilja að 1. og 2. sætiö! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Fyrstu börnin Fyrstu börn ársins 1995 fæddust klukkan rúmlega sjö á nýárs- morgun á faeóingar- deild Landspítalans í Reykjavík. Hér var um að ræða tvíbura, dreng og stúlku sem fædd- ust rúmum tveimur mánuðum fyrir tímann og vógu aðeins fimm og sex merkur. Voru þau tekin með keisara- skurði og sett strax í súrefniskassa. For- eldrar tvíburanna koma frá Bolungarvik og heita Vilborg Arnar- dóttir og Halldór Þórisson. Ferða- máia- fuiitrúi í fuiit starf Á fundi ferðamála- nefndar ísafjaróar- kaupstaðar sem haldin var í byrjun desember var lögó fram kostn- aðaráætlun vegna vaentanlegrar ráðning- ar Feróamálafulltrúa ísafjarðarkaupstaðar. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að launa- kostnaður vegna hans verði taepar 2,2 mill- jónir króna auk þess sem gert er ráó fyrir að kostnaður við skrif- stofuhald verði um 600 þúsund krónur. Ráð- gert er aó feróamála- fulltrúinn verði í fuliu starfi um tólf mánaða skeið. í fundargerð feróamálanefndar segir að gert sé ráð fyrir aó hagsmuna- aðilar greiði allan annan rekstur s.s. markaóssetningu, auglýsingar og þátt- töku í ferðakaup- stefnum og sýningum. Þá er gert ráó fyrir aó settur verði á stofn átakssjóóur hags- munaaðilanna til að mæta þeim kostnaði. Ferða- máianefnd kaupir Á fundi ferðamála- nefndar sem haldinn var 27. desember var síðan lagt fram bréf frá Ferðamálafélagi ísafjarðarsýslu, þar sem óskað er eftir að ferðamálanefndin kaupi eignir félagsins frá rekstri Upplýsinga- mióstöðvar ferðamála á ísafirði, sem metnar eru á 130 þúsund krónur. Nefndin mælir með að þetta verði gert. Þá samþykkti nefndin á sama fundi að bæjarsjóður keypti 15 vættarkort af Ást- hildi Þóróardóttur í auglýsingaskyni, fyrir 15 þúsund krónur. MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 3

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.