Bæjarins besta - 04.01.1995, Side 4
Óháð vikublað
á Vestfjörðum
Útgefandi:
H-prent hf.
Sólgötu 9,
400 ísafjörður
® 94-4560
O 94-4564
Ritstjóri:
Sigurjón J.
Sigurðsson
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ
Á VESTFJÖRÐUM
STOFNAD 14. NÓVEMBER 1984
iblað Blaðamaður:
'ðum Hermann
L: Snorrason
f
Abyr gðarmenn:
irður Sigurjón J.
jrour Sigurðsson
J og Halldór
Sveinbj örnsson
» 94-5222
J. títgáfudagur:
n Miðvikudagur
Bæjarins besta er aðili að samtök-
um bæjar- og héraðsfréttablaða
Eftirprentun, hljóðritun, notkun
ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið
Peningar
almennings
Svör stjórnmálaforingjanna við hefðbundnum áramótaspurningum
liggja fyrir. Að venju er ekki svo ýkja mikið að græða á svörunum.
Stjórnmálamenn eru margir hverjir snillingar í að segja fátt og jafnvel
ekkert í þó nokkuð mörgum orðum.
Af áramótagreinum landsfeðranna má ráða að stjórnarandstaðan hyggst
notfæra sér óróann á vinnumarkaðnum. Talsmenn hennar munu því
kynda undir reiði Iaunafólks yfir þeirri geigvænlegu misskiptingu tekna,
sem á sér stað í þjóðfélaginu. Þessi afstaða leysir ekki vanda Iáglauna-
fólks, en hún er pólitísk taktík og á sér langa hefð.
Sjúkraliðar sömdu fyrir áramót, öllum á óvart. Bæði þeir og við-
semjendur þeirra höfðu gefið út yfirlýsingar um að leiknum væri frestað
fram yfir áramót. En skyndilega lá samningur á borðinu. Og víst ku
fyrirbirgðið bera samningsheitið þótt gildistíminn hafi verið runninn út
áður en prentsvertan þornaði. Kjarasamnings sem gildir í einn og hálfan
sólarhring verður að gera í Heimsmetabókinni.
En eins og margur er knár þótt hann sé smár þá er hættulegt að
vanmeta sjúkraliðasamninginn, síst af öllu hugsanlegan áhrifamátt hans,
sem fordæmis. Samningamál hinna ýmsu stétta eru að koma upp á borðið
og kjaramálin verða í brennidepli á komandi vikum og mánuðum. Þegar
stjórnmálabaráttan fyrir alþingiskosningarnar bætist við er ljóst, að
gengi þjóðarinnar á nýbyrjuðu ári, og reyndar til lengri tíma litið, mun
ráðast af því hvernig til tekst á þessum vettvangi. Þarna takast á ólíkir
hagsmunahópar og mikið er húfi.
En það eru fleiri en stjórnmálaleiðtogarnir sem Iáta ljós sitt skína um
áramótin. Fjöldi þjóðkunnra karla og kvenna setur sig í stellingar yfir
minnisstæðum atburðum líðandi árs, að mati hvers og eins. I þeim
kálgarði kennir margra grasa.
„A nýju ári vænti ég þess að farið verður betur með peninga al-
mennings.” Þessi annars þarfa áminning er höfð eftir starfsmanni fyrir-
tækis, sem gaukaði nokkurra milljón króna jeppabifreið að fráfarandi
forstjóra, bara rétt sí svona að skilnaði.
Hvað eru peningar almennings? Menn eru væntanlega sammála um
að skattar og skyldur til hins opinberra falli undir hugtakið. Stopp.
Lengra virðist skilgreiningin ekki ná. En hvað með fjármuni, sem
almenningur greiðir fyrir vöru og þjónustu til fyrirtækja, opinberra og í
einkaeign. Eru það ekki peningar almennings, eðahvaðan koma þeir, ef
svo er ekki? Auðvitað á hvert og eitt fyrirtæki líf sitt undir því komið, að
peningar almennings renni til þess. Stjórnendur fyrirtækja, sem fara vel
með tekjur þess, eiga auðveldara með að lækka vöru og þjónustugjöld, en
hinir sem telja þeim einum komi það við, hvernig þeir ráðkast með ,,eigið
fé”, eins og Seðlabankastjórinn orðaði það svo eftirminnilega á sínum
tíma. Það kemur almenningi jafnt til góða og bein skattalækkun, að
útgjöld til framfærslu og fyrir þjónustu lækki. Þetta fellur því vel undir
hugtakið að fara vel með peninga almennings.
Það getur hins vegar engan veginn talist að fara vel með peninga
almennings að gefa mönnum gjafir, að vermæti nokkurra ára launa
venjulegs fólks, fyrir það eitt að hætta störfum. A því og vinargreiðum
stjórnmálamannanna er ekki sjáanlegur munur.
s.h.
/
Isafjarðarkaupstaður
Leikskólinn Bakkaskjól
Starfsmenn óskast nú þegar. Um er að
ræða eina 100% stöðu og eina 50% stöðu
e.h. Einnig vantar starfsmann í ræstingar.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma
3565.
Lttið um öxium áramót • Lttið um öxi um áramút
Hugleiðingar við ára-
mót 1994-1905
„ÁRAMÓTIN eru í mínum
huga tímamót sem hafa yfir sér
einhvern dulmagnaðan blæ. Þá
Iftur maður gjarttan um öxl,
gerir upp liðna tíð en reynir
jafnframt að skyggnast fram á
veginn og gera sér í hugarlund
hvað framundan er.
Þegar litið er til baka er sjónar-
svið mannanna misjafnt, að
öllum jafnaði litað af því sem
viðkomandi lifir og hrærist í
dags daglega. Hjá einum ber
hærra hluti, sem aðra skiptir
minna máli.
I mínum huga var árið 1994
okkur Isfirðingum mjög viðun-
andi, þegar frá eru taldir þeir
hörmunga atburðir er áttu sér
staðó.apríl. ForspárÞjóðhags-
stofnunnar og ntanna um lélegt
atvinnuástand gengu sem betur
ferekki eftir. Atvinnurekendur
spyrntu við fótum og sú gagn-
sókn, sent þeir hófu á síðasta
ári trúi ég að eigi eftir að halda
áfram. Það er þakkarvert að at-
vinnuleysi skuli vera nánast
óþekkthér áIsafirði og meðal-
tals launatekjur í efri kantinum
borið santan við aðra lands-
hluta. Koma glæsilegasta fiski-
skips íslenska flotans, og þótt
víðar væri leitað, Guðbjarg-
arinnar IS-46, er mér minnis-
stæð og vekur íbrjósti mér vonir
um áframhaldandi gottatvinnu-
ástand.
Við hljótum að gleðjast yfir
fallegu guðshúsi, sem hér er
risið. Húsi sem á eftir að verða
stolt okkar allra og samein-
ingartákn. Það er okkur ís-
firðingum mikil tilhlökkun að
geta brátt hlýtt á Guðs orð og
sótt helgistundir og helgiat-
hafnir til þessarar glæsilegu
kirkju.
Af íþróttasviðinu minnist ég
góðrar frammistöðu einstakl-
inga, sem kepptu fyrir okkar
hönd á Ólympíuleikunum í
Noregi, en ekki síður frábærs
árangurs hins unga körfubolta-
liðs, sent ávann sér sess í 1.
deildinni.
Undirtektir og skilningur
ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar
á vandamálunt okkar vegna
eyðileggingar skíðasvæðisins
voru mjög jákvæðar. Endur-
uppbyggingin er hafin og nú
skiptir máli að við Isfirðingar
sýnum samhug og festu við það
mikla starf, sem framundan er,
en þar tel ég mikilvægt að við
sýnum samstöðu út á við og
höfum að leiðarljósi hagsmuni
tjöldans en látum ekki þröng-
sýnissjónarmið einstaklinga
villa okkur sýn. Framtíðar-
skíðasvæðið sem nær yfir tvo
dali, verður ekki frekar en
gamla skíðasvæðið bara fyrir
Isfirðinga heldur fyrir Vest-
firðinga og landsmenn alla. Því
þætti ntér tilhlýðilegt að ná-
granna sveitarfélögin sýndu lit
og tækju þátt íþeirri rniklu upp-
byggingu sem nú er hafin.
Það var og mikið fagnaðar-
efni þegar sumarbústaðaeig-
endur fengu leyfi til endur-
byggingar í Tungudal, en á-
kveðni og kraftur “skógarbúa”
staðfestir dugnað og vilja okkar
Isfirðinga til að takast á við
vandann og leggja ekki árar í
bát þótt á rnóti blási. Við megum
þó ekki gleyma okkur á verð-
inum því slíkir atburðir geta átt
sér stað aftur. Miklilvægt er að
við hugum rækilega að fyrir-
byggjandi aðgerðum og gætum
fyllsta öryggis í hvívetna.
í sögu samgöngumála okkar
Vestfirðinga náðist stórmerkur
áfangi þegartakmörkuð umferð
var leyfð í gegnunt jarðgöngin
á milli Skutulstjarðar og Súg-
andafjarðar í desentber. Það er
von mín að þessi mannvirki
komi til með að breyta „varnar-
leik“ okkar í sókn fram á við,
sóknartil uppbyggingar atvinnu
og manniífs á svæðinu.
Af öðrum atburðum sent hátt
berhér íbæjarfélaginumánefna
sorpbrennsluna Funa, en
reynslubrennsla hófst í henni á
nýliðnu ári. Funi er kominn til
að vera hvort sem mönnum líkar
betur eða verr. Hér er um að
ræða eina fullkomnustu sorp-
brennslustöð norðan Alpafjalla,
stöð sem var dýr í smíðum og
ekki er fyrirséð Itver rekstrar-
kostnaður hennar mun verða.
Nú er mikilvægt að markaðsetja
þetta mannvirki til að lækka
sem mest kostnaðarhlutdeild
bæjarfélagsins. Bygging þess-
arar stöðvar var santþykkt með
9 samhljóða atkvæðum í Bæjar-
stjórn Isafjarðar án þess að
nákvæmar tölur lægju fyrir um
rekstrar- og fjárfestingarkostn-
aði hennar. Slík vinnubrögðeru
ámælisverð og er það von mín
að við núverandi svo og
væntanlegir stjórnendur þessa
bæjarfélags láti slíkt ekki henda
aftur.
Auður hvers samfélags er
ekki falinn í fögrum bygging-
um. peningum eða öðru prjáli
sem mölur og ryð fá grandað,
heldur í menntun. þroska og
Þorsteinn Jóhannsson,
yfiriækni FSÍ og forseti
bæjarstjórnar ísafjarðar.
heilbrigði einstaklinganna, sem
að samfélaginu standa. Er ég
þá kominn að þeim málaflokki
sem veldur mér hvað mestum
áhyggjum á þessari stundu.
Málaflokkur sem virðist hafa
verið afskiptur um langt skeið
og ástand hans þannig að það
birgirokkursólarsýn. Útkoma
samræmdu prófanna í Grunn-
skólanum s.l. vor var vægast
sagt hörmuleg og sókn heima-
manna til náms í framhalds-
skólum utan ísatjarðar veldur
þungum áhyggjum. Enn sárar
þykir mér að horfa upp á þetta
þar sem við höfum á að skipa
mörgum frábærum kennurum
en það dugir því miður ekki ef
metnaðarleysi stjórnenda er
algert. Ábyrgðina á þessu
vandamáli verður alfarið að
setja í hendur stjórnenda skól-
anna og fræðslumála á svæðinu.
en jafnframt eru mér fyllilega
ljósar sky ldur stjómenda bæjar-
félgsins í þessum efnurn. Það
er von mín að á árinu '95 verði
brotið blað í sögu þessa mála-
flokks hér á Isafirði og hver
geri hreint fyrir sínum dyrum.
Af landsmálunum ber hæst í
huga mínum 50 ára afmæli
íslenska lýðveldisins, sem var
afrakstur áratuga langrar baráttu
sjálfstæðra einstaklinga. Þótt
lýðræðið sé ekki gamalt á
heimsmælikvarða megunt við
Islendingar vera stoltir af því,
sem áunnist hefur á undan-
gengnum 50 árunt. Við höfum
byggt hér upp samfélag, sem er
fyllilega sambærilegt við þau
samfélög er fremst standa í
heiminum.
Eg tel að brotið hafi verið
blað í sögu lýðveldisins þegar
ráðherra var látinn taka ábyrgð
gerða sinna með afsögn á s.l.
ári. Það er löngu kominn tími
til að stjórmálamenn jafnt sem
aðrir stjórnendur opinberra
„fyrirtækja” axli þá starfs-
ábyrgð, sem á þeim hvílir.
I upphafi nýs árs á ég mér þá
ósk heitasta að við Isfirðingar,
sama hvar í flokki við stöndum,
snúum bökum saman og vinn-
um af festu og heiðarleika
bæjarfélaginu til framfara.
Byggjum börnum okkar það
samfélag, sem þau geta verið
stolt af og tilbúin að snúa aftur
til að loknu námi og starfi annar
staðar. Takist okkur slíkt er
framtíð Isafjarðar borgið.
Isfirðingum og landsmönn-
um öllum óska ég gleðilegs árs,
heilla og heilbrigðis.
Þorsteinn Jóhannesson
„Útkoma samræmdu prófanna í Grunnskóianum s.l. vor var vægast sagt
hörmuieg og sókn heimamanna tii náms í framhaidsskóium utan ísafjarðar
veidurþungum áhyggjum. Enn sárarþykir mér að horfa upp á þetta þar sem
við höfum á að skipa mörgum frábærum kennurum en það dugir því miður
ekki ef metnaðarieysi stjórnenda er aigert. Ábyrgðina á þessu vandamáii
verður aifarið að setja í hendur stjórnenda skóianna og fræðsiumáia á
svæðinu, en jafnframt eru mér fyllilega ijósar skyidur stjórnenda bæjar-
fé/gsins í þessum efnum. Það er von mín að á árinu '95 verði brotið biað í
sögu þessa máiafiokks hér á ísafirði og hver geri hreint fyrir sínum dyrum. “
4
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995