Bæjarins besta - 04.01.1995, Side 5
Litid um öx! um aramot • Litið um öxtum áramót • Litið um öxium áramót
Fjórirminnis-
stæðir atburðir
„ÞEGAR ég lít um öxl og
hugsa um árið 1994, þá koma
upp í hugann mörg atvik, sum
gleðileg en önnur ekki. Ur
heimabyggð er það einkum
tveir atburðir, sem ég staldra
við. Hinn fyrri er snjóflóðið
mikla, sem féll niður í Tungu-
dal. Fyrir Isfirðinga var þetta
dapurlegasti atburður ársins. Ég
man hvað mér var brugðið
þegar ég frétti þetta. Þetta var
allt með svo miklum ólíkindum.
Daginn eftir fór ég eins og fleiri
bæjarbúar upp á nýja veginn að
jarðgöngunum til að líta yfir
Tungudalinn. Mann setti hljóð-
an. Stór hluti af skóginum var
horfinn. Húsþök og tré stóðu
hér og hvar upp úr flóðinu.
Seinna þegar snjóinn tók upp
átti meira af braki og brotnum
trjám eftir að koma í ljós. Þetta
var sorg, sem snerti alla bæjar-
búa.
í upphafi vetrar varð ságleði-
legi atburður að Isfirðingar
eignuðust nýtt skip þegar Guð-
björgin kom til hafnar. Skipið
ber af öðrum fiskiskipum hvað
stærð og afköst varðar. At-
vinnulíf á Isafirði er stórum
hluta til byggt upp á sjósókn og
fiskvinnu. Öflugur fiskiskipa-
floti gefur vissulega tilefni til
nokkurrar bjartsýni gagnvart
framtíðinni. Við verðum að
hafa trú á okkur sjálfum og
fylgjast með þróuninni. Líkt og
Darwin benti á í kenningum
sínum um úrval náttúrunnar, þá
lifa hinir hæfustu af. Það eru
hinar köldu staðreyndir lífsins.
Hinu má þó ekki gleyma að
Magnús Erlingsson,
sóknarprestur á ísafirði.
auðlindir hafsins eru takmark-
aðar. Ef við göngum of nærri
þeim mun það koma okkur
harkalega í koll. Fyrir slíkan
skaða verður ekki bætt með
neinum millifærslusjóðum. Það
sem gerðist í Færeyjum hlýtur
að vera okkur alvarleg lexía.
Fjárfesting í tækjum má því
aldrei vera meiri en sem nemur
skynsamlegri nýtingu fiski-
stofnanna og hugsanlegri arð-
semi. í framtíðinni verður án
efa lögð meiri áhersla á vist-
vænni veiðar.
Af erlendum vettvangi minn-
ist ég tveggja atburða. Það var
fagnaðarefni að Israelsmenn og
Palestínumenn skildu geta
samið um frið. Vonandi hafa
hér verið stigin fyrstu skrefin í
þá átt að leysa langvarandi erjur
þessara þjóða. Þrátt fyrir þetta
virðist ekkert lát á styrjöldum
og ranglæti í heiminum.
Hörmulegt er að heyra nánast
daglega af bardögum og mann-
vígum í Bosníu. Við sjáum á
sjónvarpsskjánum grátandi
konur með skuplur á höfðinu,
harmandi dauða og sár barna
sinna og ættingja. Þessar konur
minna okkur á mæður okkar
eða aðrar konur úr okkar nán-
asta umhverfi. Manneskjan er
alls staðar söm við sig, hvort
sem hún lifir uppi á íslandi eða
suður í löndum. Þrárnar og
vonirnar eru hinar sömu. Það
eru ill örlög að eiga heima í
landi þar sem hatur og ranglæti
ríkir.”
Siðíerðiog
fjöimiðiar
„Umfjöllun um siðferði hefur
verið nokkuð áberandi í fjöl-
miðlum á árinu 1994. Þó svo að
umræðan hafi einstaka sinnum
orðið óvægin, er hún nauðsyn-
leg. Frjáls fjöimiðlun og skoð-
anaskipti eru grundvöllur lýð-
ræðisins. Til að almenningur
geti kosið hæfa stjórnmála-
menn, þá þarf hann að hafa að-
gang að sem víðtækustu upp-
lýsingum. Skattgreiðendur hafa
einnig fullan rétt á því að vita
hvernig fjármunum þeirra er
varið.
Meiri kröfur eru gerðar til
þeirra, sem gegna ábyrgðar-
miklum embættum. Slíkt er til
marks um væntingar fólks og
tiltrúá viðkomandi einstaklingi.
Hann er í vissum skilningi fyrir-
mynd fjöldans. Og hann verður
að sætta sig við ábyrgðina, sem
því fylgir.
„Þegar ég tít um öxi og hugsa um árið 1994, þá koma upp í hugann mörg
atvik, sum gleðileg en önnur ekki. Úr heimabyggð er það einkum tveir
atburðir, sem ég staidra við. Hinn fyrri er snjófióðið mikia, sem féii niður í
Tungudai. Fyrir ísfiróinga var þetta dapuriegasti atburður ársins. Ég man
hvað mér var brugðið þegar ég frétti þetta. Þetta var aitt með svo mikium
óiíkindum. Daginn eftir fór ég eins og fieiri bæjarbúar upp á nýja veginn að
jarðgöngunum til að iíta yfir Tungudaiinn. Mann setti hijóðan. Stór hluti af
skóginum var horfinn. Húsþök og tré stóðu hér og hvar upp úr fióðinu.
Seinna þegar snjóinn tók upp átti meira af braki og brotnum trjám eftir að
koma í ijós. Þetta var sorg, sem snerti aiia bæjarbúa. “
Opin umræða er í rauninni
eina leiðin til að berjast gegn
spillingu. Þessu er líkt farið með
syndina. I trúariðkun eiga menn
að játa syndir sínar frammi fyrir
Guði. Meðan maðurinn hefur
ekki játað synd sína fyrir Guði,
þá hefur hann ekki heldur horfst
í augu við afleiðingar hennar.
Hún er þá óuppgert mál.”
Framtíðin
„Skömmu fyrir jól ákvað
bæjarstjórn ísafjarðar að leggja
á næstu árum fram fé til kirkju-
byggingar. Fyrir Isfirðinga var
þetta góð jólagjöf. Nú hillir
undir það að hægt verði að Ijúka
smíðinni og vígja kirkjuna á
árinu 1995. Með samstilltu átaki
allra bæjarbúa getur sá draumur
orðið að veruleika. A komandi
mánuðum þurfum við öll að
leggjast á eitt.
Ég er því bjartsýnn á að árið
1995 verði okkur Isfirðingum
ánægjulegl. Ég vonaaðáöllum
sviðum, - jafnt í einkalífi sem í
opinberri umsýslu, verði árið
1995 gæt'uríkt ár.
Mugnús Erlingsson.
8 MILLJONIR ÓSKIPÍAR Á EINN MIÐA 12. JANÚAR
Heppnin
bíðurþín hér
l'.ina stórhappdrættið þar sem hæsti vinningurinn gengur
örugglega út.
Fi hann gerigur ekki út í einum mánuði leggst hann við þann
hæsta næst... og svo koll af kolli. Enginn veit þess vegna
hversu hár hann getur orðið.
Stórglœsilegir aukavinningcir: Listaverk eftir marga af
þekktustu listamönnum okkar, í hverjum mánuði.
Tryggðu þér möguleika
■■1 j—;
VtSA | SamUort
...fyrir lífið sjálft
UMBOÐ Á VESTFJÖ
PATREKSFJÖRÐUR:
Gestur I. Jóhannesson,
Þórsgötu 4, sími 94-1356
TÁLKNAFJÖRÐUR:
Jónína Haraldsdóttir,
Esso-Nesti, sími 94-2599
BÍLDUDALUR:
Steina ósk Gísladóttir,
Tjarnarbraut 19, sími 94-2230
ÞINGEYRI:
Guðrún Bjarnadóttir,
Vallargötu 12, sími 94-8393
FLATEYRI:
Ágústa Guðmundsdóttir,
Bókaverslun Jóns Eyjólfssonar,
Hafnarstræti 3, sími 94-7697
R Ð U M :
SUÐUREYRI:
Söluskáli Esso,
Rómarstíg 10, sími 94-6262
BOLUNGARVÍK:
Gunnhildur Halldórsdóttir,
Holtabrún 15, sími 94-7160
ÍSAFJÖRÐUR:
Myndás,
Aðalstræti 33, sími 94-4561
SÚÐAVÍK:
Salbjörg Olga Þorbergsdóttir,
Aðalgötu 56, sími 94-4929
SNÆFJALLASTRÖND:
Jónas Helgason, Æðey,
sími 94-4816
ARNESHREPPUR:
Pálína Þórólfsdóttir,
Finnbogastöðum, sími 95-14038
DRANGSNES:
Guðmundur B. Magnússon,
Kvíabala 3, sími 95-13220
HÓLMAVÍK:
Jóhann Björn Arngrímsson
Höfðagötu 1, sími 95-13185
BITRUFJÖRÐUR:
Agla Ögmundsdóttir,
Bræðra-Brekku, sími 95-13354
BORÐEYRI:
Pálmi Sæmundsson,
sími 95-11123
Fáðu þér áskrift í tœka tíð.
Nýtt áskriftarár er að hefjast. Dregið 12. janúar.
Upplýsingar um nœsta umboðsmann í síma 91-22150 og 23130
MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1995
5