Bæjarins besta - 04.01.1995, Blaðsíða 8
ALMENN ÞJÓNUSTA
HRINGDU í 3092
HRÖÐ OG GÓÐ ÞJÓNUSTA
r
POLLINN HF.^ 94-3092 FAX94-4592
Rafkerfi • Rafeinda- og Sigiingatæki • Rafvéiar • Kælitæki
SALA
&
ÞJÓNUSTA
©
Isafjöröur
Velheppnaðar ára-
motabrennur
Og vei var tekið undir í fjöldasöng. Hér eru undir-
leikararnir Ásgeir Sigurðsson og Pétur Bjarnason
að þenja nikkurnar og á miiii þeirra stendur kór-
stjórinn Óii M. Lúðvíksson.
FJOLMENNI var við ára-
mótabrennu sem Eggert Jóns-
son, stjórnarformaður Hrað-
frystihússins Norðurtanga, stóð
fyrir á Hauganesi við Holta-
hverfi á Isafirði á Gamlárs-
kvöld.
Lætur nærri að vei á annað
hundrað manns hafi verið við
brennuna og var mikið líf í við-
stöddum enda ærin ástæða til að
skemmta sér og öðrum. Þá var
einnig fjöldi fólks við brennu í
Hnífsdal og sömu sögu er að
segja frá öðrum stöðum á Vest-
fjörðum, Lítið var um óhöpp á
Gamlárskvöld og virðist sem
Vestfirðingar hafi farið að með
mikilli varúð, bæði hvað varðar
við skot á flugeldum og við með-
ferð áfengra drykkja.
A Hauganesi léku harmo-
nikuféiagar undir fjöldasöng
sem stjórnað var af Óla M.
Lúðvíkssyni. Þávartrébáturinn
Þorsteinn brenndur og logaði
hann vel eins og sjá má.
/#// ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ
I 11 1 Á VESTFJÖRÐUM
* / " / STOFNAÐ H. NÚVEMBER1984
á kr. 785,- $VENDUR £ r^T7V /V J
Hafnarstræti 11 ■ 900 Ísafjörvuf • smi ^9-SlSS
Það iogaði vei í trébátnum Þorsteini á áramótabrennunni á Hauganesi við
Hoitahverfi.
Stuðningsmenn Ástu Halldórs
Færðu sktðakonunni
60 búsund krónur
Á GAMLÁRSDAG færðu
stuðningsmenn Ástu S. Hall-
dórsdóttur, skíðakonunnar
snjöllu frá Bolungarvík, henni
60 þúsund krónur að'gjöf. Til-
gangurinn með gjöfinni var að
hvetja hana til frekari afreka í
íþrótt sinni en Ásta er óum-
deilanlega ein snjallasta skíða-
kona Islendinga fyrr og síðar
og sú sem náð hefur hvað
bestum árangri á erlendri grund.
Stuðningsmennirnir eða
„Aðdáendaklúbbur Ástu” eins
og einn þeirra nefndi félags-
skapinn í samtali við blaðið.
hafa verið óánægðir með þær
viðtökur sem Ásta hefur fengið
hér á landi fyrir árangur sinn,
og finnst hún hafa verið van-
metin af forystumönnum
íþróttamála. ,,Hér voru áhuga-
menn utn skíðaíþróttina á ferð
og þeir voru einungis að veita
Ástu viðurkenningu fyrir góð
afrek á árinu sem og að hvetja
hana til frekari dáða. Við viljunt
standa við bakið á ísfirsku og
bolvísku afreksfólki og þessi
viðurkenning er fyrsti vísir að
þeim stuðningi,” sagði einn úr
aðdáendaklúbbi Ástu í samtali
við blaðið, en meðlimir í þess-
um óforinlega félagsskap eru
frá ísafirði og Bolungarvík.
Ásta tók við viðurkenningu
sinni á Seljalandsdal áGamlárs-
dag og þakkaði hún hlýhug í
sinngarð viðþaðtækifæri. Ásta
hefur undanfarna tvo vetur
stundað nám í Svíþjóð samhliða
að keppa á stórmótum í íþrótt
sinni víðsvegar um Evrópu og
hefur árangurinn ekki iátið á
sér standa, eins og komið hefur
fram í fjölmiðlum.
Orkubú Vestfjarða
Færir FVÍ dísel-
rafstöð að gjöf
Kristján Pálsson, stöðvarstjórihjá Orkubúi Vestfjarða
afhendir Guðmundi Einarssyni frá Framhaidsskóia
Vestfjarða, rafstöðina góðu. Við hiið Guðmundar
stendur Tryggvi Sigtryggsson kennari við skóiann.
I GÆR afhenti Orkubú Vest-
fjarða, Framhaldsskóla Vest-
fjarða, díselrafstöð að gjöf. Raf-
stöðin verður sett upp í nýju
verkmenntaskólahúsi setrt
formlega verður tekið í notkun
á morgun og mún hún verða
notuð lil kennslu í vélstjórnar-
og rafiðnaðargreinum.
Rafstöðin sem hér um ræðir
er af Caterpillar gerð D-343 T/
A, með 200 kVa 230/400V
áföstum rafal. Snúningshraði er
1500 sn/mín. Á vélinni er
Woodward UG8 gangráður.
Vélinni fylgir vatnskassi með
I lkW mótor. Vélin er að ár-
gerð 1959 og var hún fyrst sett
upp sem ljósavél í togaranum
Víkingi. Á árinu 1962 keypti
Rarik vélina og var hún fyrst
sett upp í Vestmannaeyjum en
var á flakki senr varavél á
Suðurlandi til ársins 1977 að
Rarik flutti hana til Súðavíkur.
Á árinu 1980 skipti Orkubúið
um vél íSúðavíkog flutti vélina
inn í Reykjanes, þar sem hún
var í notkun til ársins 1993, en
þá var hún tekin niður og flutt
til Isafjarðar.
Það var Kristján Pálsson,
stöðvarstjóri hjáOrkubúi Vest-
fjarða sem afhenti Framhalds-
skólanum rafstöðina og fyrir
hönd skólans tóku við henni
þeir Tryggvi Sigtryggsson og
Guðmundur Einarsson. Guð-
tnundursagði við afhéndinguna
að gjöfin væri ómetanleg við-
bót í vélasal skólans og myndi
hún fá álíka meðferð og Black-
stone vél, sem Orkubúið færði
skólanum fyrir nokkrum árum
en hún skipar heiðurssess í véla-
sal skólans.
RITSTJÓRN «■ 4560 • FAX ® 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT ■**■ 4570
I