Bæjarins besta - 08.06.1995, Síða 2
Sitja bömin
ekki við
sama borð,
Þórir?
Þórir Sveinsson,
fjármálastjóri ísafjarð-
arkaupstaðar og stað-
gengill bæjarstjóra:
„Ég vona það. Ég hef
Ktillega heyrt af þessu,
þar sem þetta var rætt á
fundl í einni nefnd fyrir
stuttu, en mér er ekki
kunnugt um niðurstöð-
una. Ég mun samt koma
þessari ábendingu til
réttra aðila."
Mæður unglinga í
Hottahverfi eru ósáttar við
þá aðstöðu sem börn
þeirra búa við, í saman-
burði við böm á Eyrinni, í
tengslum við Vinnuskóia
bæjarins. Finnst mæðr-
unum ósanngjarnt að
börn í Hoitahverfi skuii
þurfa að borga stóran
hiuta afiaunum sínum tii
að komast með strætó
tii og frá vinnu, en um
200 krónur kostar báðar
ieiðir, sem er stór pen-
ingur þegar iaunin eru
innan við 200 krónur og
vinnutíminn aðeins fjórir
tímar. Viija mæðurnar að
ungiingarnir fái ókeyþis
með strætó eða aðþeim
verði gefinn kostur á að
vinna nærsínu heimiii.
Hvert
ætlar þú
í sumar-
fríinu?
Stefán Dan Óskars-
son, eigandi Studio Dan:
,,Eg get sagt þér það. Ég
og gamall vinur minn,
Magnús Guðmundsson,
Gvendar Karls, ætlum að
fljúga til Reykjafjaröar, það-
an sem við ætlum að ganga
að Djúpuvík. Við ráðgerum
að vera viku í ferðinni og
munum fljúga heim frá
Djúpuvík. Við höfum gengið
um Strandirárlega og erum
á síðasta spottanum núna.
Ég hef síðan ekkert ákveðið
ég fer með konunni í frí.”
Dagný Þrastardóttir húsgagnasmiður meðmeiru
Hefur framleiðslu
á glerllstaverkum
Dagný við eitt verka sinna, tóniistarmennina þrjá.
DAGNÝ Þrastardóttir, húsgagnasmiður, húsmóðir og eigandi Rammagerðar ísafjarðar, hefur hafið framleiðslu á glerlistaverkum,
en sú listgrein hefur ekki verið stunduð hér vestra að neinu marki, svo vitað sé. Dagný hefur komið sér upp aðstöðu að Suðurtanga
6. í húsnæði Skipasmíðastöðvarinnar, og þar verða hin glæsilegu verk hennar að veruleika. Blaðið sló á þráðinn til Dagnýjar og
forvitnaðist aðeins um hina nýju listgrein húsgagnasmiðsins.
„Ég lærði húsgagnasmíði 1981 og hef síðan þá starfað við þá iðngrein ásamt öðrum skyldum störfum. Eftir að námi lauk starfaði
ég um tíma í Reykjavík og Kópavogi en flutti síðan eftir heim 1986. Það var árið 1989 sem mér var boðið að
kaupa Rammagerð Isafjarðar og síðan þá hef ég starfað við innrömmum á myndum og fleira meðfram
húsmóðurhlutverkinu og öðrum störfum.
Innrömmunarmarkaðurinn hér vestra er óskaplega lítill, hefur varla náð því að vera hálfsdagsstarf en
þetta er nóg fyrir konu sem hefur nóg að gera. Það var ekki fyrr en í nóvember á síðasta ári að ég fór á
þessari listgrein, hér á Isafirði og í framhaldi af því fór ég á
helgamámskeið sem haldið var í Reykjavík. Út frá því
keypti ég mér öll tæki til verksins og hef unnið við þetta á
milli innrömmunarinnar. Hugmyndirnar hafa hingað til
komið upp úr blöðum en vonandi verða þær einhvern
tímann mínar,” sagði Dagný.
Dagný sagði nokkurn mun á því hvort hún væri að
starfa við húsgagnasmíði eða að útbúa glerlistaverk, en
það ásamt rammagerðinni, á eitt sameiginlegt sem er
skemmtun. „Það er óskaplega gaman að vinna við alla
þessahluti. Þaðermikiðnosturviðþetta, bæði skurðurinn
sem og vinnan við tinið, sem brætt er utan um hvert gler.
Ég hef ekki selt neina mynd ennþá en það kemur
vonandi að því, því myndimar mínar eru til sölu. Ég
geri einnig myndir í glugga hjá fólki, þá eftir máli og
eftir mínum hugmyndum eða þeirra eigin. ég hef enga
pöntun fengið ennþá enda vita fáir af þessu, en áhuga-
söniuni er bent á að síminn hjá mér er 456 3540,” sagði
þessi geðþekka kona sem sagðist eiga langt í land með
að líkjast Leifi Breiðtjörð. listamanni.
„Ég er bjartsýn á að það verði nóg að gera í framtíðinni. Þegar bömin eldast stendur
hugurinn til að hafa eitthvað meira með þessu s.s. litla öskjugerð. eða að opna verslun með
hinum ýmsum frístundavörum.”
Sjö ára stúika féii miiii skips og bryggju á Suðureyri
Verst að horfa á efftir
telpunni í sjóinn
- segir Óðinn Gestsson, sem átti því láni að fagna að bjarga sjö ára dóttur sinni
eftir að hún hafði fallið á milli skips og bryl
Óðinn Gestsson með Töru og aðra átta mánað.
gamla dóttur sína á þeim stað sem hún féii í sjóini
við bryggjuna á Suðureyri á mánudag.
SJÖ ÁRA stúlka, TaraÓðins-
dóttir varð fyrir þeirri óhugna-
legu reynslu að falla milli skips
og bryggju við höfnina á Suður-
eyri.umkl. 18ámánudag.Tara
var í gönguferð með föður
sínum og yngri systur er ó-
happið átti sér stað, og er snar-
ræði föðursins, Óðins Gests-
sonar, framkvæmdastjóra Fisk-
iðjunnar Freyju hf„ að þakka
að ekki fór verr. Eftir að Óðinn
varð var við hvað gerst hefði,
kastaði hann sér á eftir dótt-
urinni og náði henni eftir er hún
var að sökkva í annað skipti.
Tara slasaðist lítið miðað við
aðstæður, hlaut mar á fæti auk
þess sem sauma þurfti fímm
spor í höfuð hennar. Þá var
faðirinn aumur á hendi, eftir að
hafa rekist utan í bát er hann
henti sér á eftir dótturinni.
„Við fengum okkur göngu-
túr, Tara á hjólinu og ég með
litlu systur hennar í kerru. Við
gengum eins og vanalega niður
á höfn og stoppuðum við einn
bátinn þar sem ég talaði við
kunningja minn. Niðurstaða
okkar, eftir að hafa rætt saman,
er að Tarahafi hjólað á bryggju-
kantinn og fallið til hliðar á
milliskipsogbryggju. Húnmun
hafa rekið höfuðið í bátinn og
fótinn í höfnina og síðan farið á
kaf í sjóinn. Ég stóð 1-2 metra
frá henni og var að spjalla við
mann og síðan sá ég bara á eftir
henni. Mín fyrstu viðbrögð voru
að fara á eftir henni, ég hinkraði
aðeins er ég kom á bryggju-
sporðinn til að sjá hvar hún
kæmi upp og til að lenda ekki
ofan á henni og síðan lét ég mig
vaða í sjóinn og náði henni
þegar hún var á niðurleið í
annað skiptið,” sagði Óðinn
Gestsson í samtali við blaðið.
Óðinn sagði að mjög þröngt
hefði verið á milli bátsins og
bryggjunnarog sæist merki þess
á hendi hans sem er hrufluð
eftir fallið. „Henni varð ekki
meint af volkinu í sjónum. Hún
er óbrotinn og öll heil að öðru
Ieyti en því að hún er með skurð
á höfði sem þurfti að sauma
fimm spor í og smáhrufl á
öðrum fætinum. Það versta var
að horfa á eftir telpunni í sjóinn,
maður fær á tilfinninguna að
allt sé búið, en svo þegar maður
kemur niður og nær henni, þá
er allt unnið aftur. Mestu erfið-
leikamir voru þó að losa sig við
hana upp á bryggju. Það var
geysilega erfitt, ég hefði ekki
trúað því fyrirfram. Telpan er
hress í dag, það var enginn
líkamlegur skaði og hitt kemur
í vonandi í ljós,” sagði Óðinn
Gestsson.
Beðið eftir
hættumati
Á ríkisstjórnarfundi
sem haldinn var á
föstudag var farió yfir
þau verkefni sem
unnió er að í eins-
tökum ráóuneytum
vegna afleióinga
snjóflóðsins í Súóavík.
Fyrir dyrum stendur að
staðfesta skipulag fyrir
nýja byggð í Súðavík
en til þess aó af því
geti orðið þarf greinar-
geró um nýtt hættumat
fyrir nýja svæðið að
liggja fyrir og er því
beðið eftir því. Á
vegum félagsmála-
ráóuneytisins er verið
að undirbúa og ganga
frá nýjum reglum um
hættumat og í fram-
haldi af því mun sveit-
arstjórnin væntanlega
gera tillögur um flutn-
ing eða kaup á húsum.
Tíu tiiboð
í Drang-
nesveg
Tíu tilboð bárust til
Vegagerðar ríkisins í
geró Drangnesvegar
um Selströnd milli
Fagurgalavíkur og
Úrsulukleifar. Lægsta
tilboðið kom frá Vinnu-
vélum Jóa Bjarna á
Hellu, tæpar 32,6
milljónir króna en þaó
er 75% af kostnaóará-
ætlun. Eitt fyrirtæki frá
ísafirói bauð í verkið,
Jón og Magnús hf.,
sem buðu 47,3 millj-
ónir króna. Hæsta
tilboðió kom hins
vegar frá G.Hjálmars-
syni á Akureyri, sem
bauð tæpar 50 milljónir
króna í verkið.
Gunnar
ráðinn
tækni-
forstjóri
Og meira af mál-
efnum Vegagerðar
ríkisins. í nýjasta
tölublaði Fram-
kvæmdafrétta, sem
Vegageróin gefur út er
sagt frá því aó Gunnar
H. Guðmundsson, sem
verið hefur yfirverk-
fræðingur í Vestfjarða-
umdæmi Vegagerðar
ríkisins á ísafirói hafi
verið ráðinn sem
tækniforstjóri Norður-
landsumdæmis vestra.
Gunnar varó stúdent
frá Menntaskólanum á
ísafirði 1976, lauk prófi
í byggingartæknifræói
frá Tækniskóla íslands
1982 og varð bygg-
ingarverkfræóingur frá
Aalborg Universitet-
scenter 1992. Gunnar,
sem er ættaður frá
Flateyri lék um árabil
knattspyrnu með ÍBÍ.
2
FIMMTUDAGUR 8. JUNI 1995